Rivaroxaban WH (Rivaroxavan PharOS) Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-12-2023
MMR MMR (MMR)
29-01-2021

Virkt innihaldsefni:

Rivaroxabanum INN

Fáanlegur frá:

Williams & Halls ehf.*

ATC númer:

B01AF01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Rivaroxabanum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

035982 Þynnupakkning Aluminium- PVC/PE/PVdC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-02-06

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
RIVAROXABAN WH 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
rivaroxaban
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Rivaroxaban WH og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Rivaroxaban WH
3.
Hvernig nota á Rivaroxaban WH
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Rivaroxaban WH
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM RIVAROXABAN WH OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Rivaroxaban WH inniheldur virka efnið rivaroxaban og er notað hjá
fullorðnum til að
-
koma í veg fyrir blóðtappa í bláæðum eftir aðgerð þar sem
skipt var um mjaðmar- eða hnélið.
Læknirinn hefur ávísað lyfinu vegna þess að eftir aðgerð ertu
í aukinni hættu á að fá blóðtappa.
-
til að meðhöndla blóðtappa í bláæðum í fótunum (segarek í
djúpum bláæðum) og í æðum lungna
(segarek í lungum) og til að fyrirbyggja frekari myndun blóðtappa
í æðum í fótum og/eða lungum.
Rivaroxaban WH tilheyrir flokki lyfja sem nefnast segavarnarlyf. Það
verkar með því að hindra virkni
blóðstorkuþáttar (þáttur Xa) og dregur þannig úr tilhneigingu
til blóðtappamyndunar.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er
í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabú
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Rivaroxaban WH 10 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg rivaroxaban
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 29,00 mg af laktósa, sjá kafla
4.4. Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla
6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla (tafla)
Ljósrauðar, kringlóttar kúptar töflur merktar með „10“ á
annarri hliðinni og sléttar á hinni
hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegareki hjá fullorðnum
sjúklingum sem gangast undir valkvæða
liðskiptiaðgerð á mjaðmar- eða hnélið.
Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum og segareki í
lungum og til að fyrirbyggja endurtekna
segamyndun í djúplægum bláæðum og segarek í lungum hjá
fullorðnum. (Sjá kafla 4.4 varðandi
sjúklinga með segarek í lungum og óstöðuga blóðrás.)
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fyrirbyggjandi meðferð gegn bláæðasegareki hjá fullorðnum
sjúklingum sem gangast undir _
_valkvæða liðskiptiaðgerð á mjaðmar- eða hnélið _
Ráðlagður skammtur er 10 mg rivaroxaban til inntöku einu sinni á
sólarhring. Fyrsta skammtinn á að
taka 6 til10 klst. eftir skurðaðgerð, svo framarlega sem
blæðingar eftir aðgerð hafa stöðvast.
Lengd meðferðar fer eftir hættunni á bláæðasegareki hjá
hverjum sjúklingi fyrir sig, en hún ræðst af því
hvaða bæklunaraðgerð var gerð.
•
Fyrir sjúklinga sem gangast undir stóra aðgerð á mjöðm er
meðferð ráðlögð í 5 vikur.
•
Fyrir sjúklinga sem gangast undir stóra aðgerð á hné er
meðferð ráðlögð í 2 vikur.
Ef skammtur hefur gleymst á sjúklingurinn að taka Rivaroxaban WH
án tafar og halda síðan áfram
næsta dag og taka lyfið einu sinni á sólarhring eins og áður.
2
_Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum, meðferð við
segareki í lungum og _
_fyrirbyggjandi við endurteknu segareki í djúplægum bláæðum og

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru