Risperidón Alvogen (Risperidón Portfarma) Filmuhúðuð tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-12-2020

Virkt innihaldsefni:

Risperidonum INN

Fáanlegur frá:

Alvogen ehf.

ATC númer:

N05AX08

INN (Alþjóðlegt nafn):

Risperidonum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

076387 Þynnupakkning PVC/PE/PVDC/ál V0291

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2007-04-24

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
RISPERIDÓN ALVOGEN FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR 1 MG
Risperidón
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Risperidón Alvogen og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Risperidón Alvogen
3.
Hvernig nota á Risperidón Alvogen
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Risperidón Alvogen
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM RISPERIDÓN ALVOGEN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Risperidón Alvogen tilheyrir flokki lyfja sem kallast geðrofslyf.
Risperidón Alvogen er notað til meðferðar á eftirfarandi:
●
Geðklofa, þ.e. þegar þú sérð, heyrir eða finnur fyrir hlutum
sem eru ekki til staðar, trúir
hlutum sem eru ekki sannir eða finnur fyrir óvenjulegri tortryggni
eða rugli.
●
Geðhæð, þ.e. þegar þér finnst þú vera mjög spennt/ur, hátt
uppi, æst/ur, áköf/ákafur eða
ofvirk/ur. Geðhæð kemur fram hjá sjúklingum með sjúkdóm sem
kallast
„geðhvarfasjúkdómur“.
●
Skammtímameðferð (allt að 6 vikur) við langvarandi árásargirni
hjá sjúklingum með
Alzheimers vitglöp sem skaða sjálfa sig og aðra. Aðrar
meðferðir (án lyfja) á að reyna fyrst.
●
Skammtímameðferð (allt að 6 vikur) við langvarandi alvarlegri
árásargirni hjá börnum (ekki
yngri en 5 ára) og unglingum með vitsmunaskerðingu og
hegðunartruflanir.
Verið getur að lækn
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Risperidón Alvogen 1 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur risperidón 1 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Laktósaeinhýdrat
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
1 mg hvítar, sporöskjulaga töflur með deiliskoru á báðum
hliðum
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Risperidón Alvogen er ætlað til meðferðar á geðklofa.
Risperidón Alvogen er ætlað til meðferðar á í meðallagi
alvarlegum til alvarlegum geðhæðarlotum
sem tengjast geðhvarfasýki.
Risperidón Alvogen er ætlað til skammtímameðferðar (allt að 6
vikur) á þrálátri árásargirni hjá
sjúklingum með í meðallagi alvarleg til alvarleg Alzheimers
vitglöp sem eru í hættu á að skaða sjálfa
sig og aðra þegar aðrar aðferðir en lyfjagjöf hafa ekki skilað
árangri.
Risperidón Alvogen er ætlað til skammtíma einkennameðferðar á
þrálátri árásargirni vegna
hegðunarröskunar hjá börnum frá 5 ára aldri og unglingum með
vitsmunalega starfsemi undir
meðallagi eða þroskahömlun, greint samkvæmt DSM-IV skala, sem
þurfa lyfjameðferð vegna
alvarleika árásarhegðunar eða annarra hegðunartruflana.
Lyfjameðferð ætti að vera hluti af alhliða
meðferðaráætlun, þar með talið sálfræði- og námsaðstoð.
Mælt er með því að risperidóni sé ávísað af
sérfræðingum í taugafræði barna og geðlækningum barna og
unglinga eða læknum sem eru vel
kunnugir meðferðum á hegðunarröskunum barna og unglinga.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Geðklofi
_Fullorðnir _
Gefa má Risperidón Alvogen einu sinni eða tvisvar sinnum á
sólarhring.
2
Í upphafi eiga sjúklingar að fá 2 mg risperidón á sólarhring.
Á öðrum degi má auka skammtinn í 4 mg
á sólarhring. Þaðan í frá má nota sama skammt eða hann
stilltur einstaklingsbundið af eftir því sem
þörf krefur. Ávinningur fæst hjá fle
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru