Ramíl Tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023

Virkt innihaldsefni:

Ramiprilum INN

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

C09AA05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ramiprilum

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

049678 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2004-10-07

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
RAMÍL 2,5 MG, 5 MG OG 10 MG TÖFLUR
ramipríl
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ramíl og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ramíl
3.
Hvernig nota á Ramíl
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ramíl
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM RAMÍL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ramíl inniheldur lyf sem kallast ramipríl. Það tilheyrir flokki
lyfja sem kallast ACE-hemlar.
Ramíl verkar með því að:
•
Minnka framleiðslu efna í líkamanum sem geta hækkað
blóðþrýstinginn.
•
Slaka á æðum og víkka þær.
•
Auðvelda hjartanu að dæla blóðinu um líkamann.
Ramíl er hægt að nota:
•
Til meðferðar við háum blóðþrýstingi (háþrýstingi).
•
Til að minnka hættuna á að þú fáir hjartaáfall eða heilaslag.
•
Til að minnka hættuna á eða tefja versnun nýrnavandamála (hvort
sem þú ert með sykursýki eða
ekki).
•
Til að meðhöndla hjartað þegar það getur ekki dælt nægilega
miklu blóði um líkamann
(hjartabilun).
•
Sem meðferð í kjölfar hjartaáfalls (hjartadreps) með hjartabilun
sem fylgikvilla.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en
tiltekið er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum
læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabú
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ramíl 2,5 mg töflur
Ramíl 5 mg töflur
Ramíl 10 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 2,5 mg, 5 mg eða 10 mg af ramipríli.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 2,5 mg tafla inniheldur 150 mg af laktósa (sem
laktósaeinhýdrat).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 5 mg tafla inniheldur 92 mg af laktósa (sem laktósaeinhýdrat).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 10 mg tafla inniheldur 184 mg af laktósa (sem
laktósaeinhýdrat).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Ramíl 2,5 mg tafla er gul, hylkislaga, óhúðuð, flöt tafla, 10,0
x 5,0 mm, skora á annarri hliðinni og
hliðarskorur, merkt R2 á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í
jafna skammta.
Ramíl 5 mg tafla er bleik, hylkislaga, óhúðuð, flöt tafla, 8,8 x
4,4 mm, skora á annarri hliðinni og
hliðarskorur, merkt R3 á hinni hliðinni. Töflunni má skipta í
jafna skammta.
Ramíl 10 mg tafla er hvít til beinhvít, hylkislaga, óhúðuð,
flöt tafla, 11,0 x 5,5 mm, skora á annarri
hliðinni og hliðarskorur, merkt R4 á hinni hliðinni. Töflunni má
skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
-
Meðferð við háþrýstingi
-
Til varnar gegn hjarta- og æðasjúkdómum: til að draga úr
sjúkdómseinkennum í hjarta og æðum
og lækka dánartíðni hjá sjúklingum með:
-
greinilegan hjarta- og æðasjúkdóm vegna blóðsega af völdum
æðakölkunar
(atherothrombotic) í hjarta og æðum (saga um kransæðasjúkdóm,
heilaslag eða sjúkdóm í
útlægum æðum) eða
-
sykursýki ásamt a.m.k. einum áhættuþætti hjarta- og
æðasjúkdóma (sjá kafla 5.1).
-
Meðferð við nýrnasjúkdómi:
-
Byrjandi gaukla/nýrapípnaskemmd vegna sykursýki (glomerular
diabetic nephropathy)
sem einkennist af öralbúmínmigu,
-
Greinilegur gauklakvilli vegna sykursýki sem einkennist af verulegu
próteini í þvagi hjá
sjúklingum með a.m.k. einn áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma
(sjá kafla 5.1),
-
Greinil
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru