Ríson Filmuhúðuð tafla 2 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
13-02-2023

Virkt innihaldsefni:

Risperidonum INN

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

N05AX08

INN (Alþjóðlegt nafn):

Risperidonum

Skammtar:

2 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

001965 Töfluílát HDPE V0292

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2000-03-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
RÍSON 0,5 MG, 1 MG OG 2 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
risperidon
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ríson og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ríson
3.
Hvernig nota á Ríson
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ríson
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM RÍSON OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ríson tilheyrir flokki lyfja sem kallast geðrofslyf.
Ríson er notað til meðferðar á eftirfarandi:
•
Geðklofa, þ.e. þegar þú sérð, heyrir eða finnur fyrir hlutum
sem eru ekki til staðar, trúir hlutum
sem eru ekki sannir eða finnur fyrir óvenjulegri tortryggni eða
rugli.
•
Geðhæð, þ.e. þegar þér finnst þú vera mjög spennt/ur, hátt
uppi, æst/ur, áköf/ákafur eða
ofvirk/ur. Geðhæð kemur fram hjá sjúklingum með sjúkdóm sem
kallast „geðhvarfasjúkdómur“.
•
Skammtímameðferð (allt að 6 vikur) við langvarandi árásargirni
hjá sjúklingum með
Alzheimers vitglöp sem skaða sjálfa sig og aðra. Aðrar
meðferðir (án lyfja) á að reyna fyrst.
•
Skammtímameðferð (allt að 6 vikur) við langvarandi alvarlegri
árásargirni hjá börnum (ekki
yngri en 5 ára) og unglingum með vitsmunaskerðingu og
hegðunartruflanir.
Ríson getur hjálpað til við að lina einkenni sjúkdómsins og
komið í veg fyrir að einkennin komi til
b
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ríson 0,5 mg filmuhúðaðar töflur.
Ríson 1 mg filmuhúðaðar töflur.
Ríson 2 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver Ríson 0,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 0,5 mg risperidon.
Hver Ríson 1 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 1 mg risperidon.
Hver Ríson 2 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 2 mg risperidon.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver Ríson 0,5 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 61,7 mg af
mjólkursykri (laktósa).
Hver Ríson 1 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 61,25 mg af
mjólkursykri (laktósa).
Hver Ríson 2 mg filmuhúðuð tafla inniheldur 122,5 mg af
mjólkursykri (laktósa).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
0,5 mg töflur: Ljós gular, sporöskjulaga, kúptar, deilistrik
öðru megin, merktar T, 8 x 5 mm.
1 mg töflur: Hvítar, sporöskjulaga, kúptar, deilistrik öðrum
megin, merktar T1, 8 x 5 mm.
2 mg töflur: Hvítar, sporöskjulaga, kúptar, deilistrik öðrum
megin, merktar T2, 10 x 5 mm.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ríson er ætlað til meðferðar á geðklofa.
Ríson er ætlað til meðferðar á í meðallagi alvarlegum til
alvarlegum geðhæðarlotum sem tengjast
geðhvarfasýki.
Ríson er ætlað til skammtímameðferðar (allt að 6 vikur) á
þrálátri árásargirni hjá sjúklingum með í
meðallagi alvarleg til alvarleg Alzheimers vitglöp sem eru í hættu
á að skaða sjálfa sig og aðra þegar
aðrar aðferðir en lyfjagjöf hafa ekki skilað árangri.
Ríson er ætlað til skammtíma einkennameðferðar (allt að 6
vikur) á þrálátri árásargirni vegna
hegðunarröskunar hjá börnum frá 5 ára aldri og unglingum með
vitsmunalega starfsemi undir
meðallagi eða þroskahömlun, greint samkvæmt DSM-IV skala, sem
þurfa lyfjameðferð vegna
alvarleika árásarhegðunar eða annarra hegðunartruflana.
Lyfjameðferð á að vera hluti af alhliða
meðferðaráætlun, þar með talið sálfræði- og námsaðstoð.
Mælt er með því að
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru