Pulmicort Turbuhaler Innöndunarduft 200 míkróg/skammt

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-02-2024

Virkt innihaldsefni:

Budesonidum INN

Fáanlegur frá:

AstraZeneca A/S

ATC númer:

R03BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Budesonidum

Skammtar:

200 míkróg/skammt

Lyfjaform:

Innöndunarduft

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

152413 Fjölskammtaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1989-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PULMICORT
TURBUHALER
100 MÍKRÓG/SKAMMT,
INNÖNDUNARDUFT
PULMICORT
TURBUHALER
200 MÍKRÓG/SKAMMT,
INNÖNDUNARDUFT
PULMICORT
TURBUHALER
400 MÍKRÓG/SKAMMT, INNÖNDUNARDUFT
búdesóníð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Pulmicort Turbuhaler og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Pulmicort Turbuhaler
3.
Hvernig nota á Pulmicort Turbuhaler
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pulmicort Turbuhaler
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PULMICORT TURBUHALER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Pulmicort er barksteri til innöndunar við astma. Það inniheldur
virka efnið búdesóníð.
Pulmicort dregur úr slímmyndun og bólgu í öndunarvegi. Þannig
verður auðveldara að anda og ef lyfið
er notað reglulega dregur úr astmaeinkennum.
Notað við astma. Pulmicort er notað sem regluleg fyrirbyggjandi
meðferð við astmakasti þegar ekki
næst stjórn á astmanum með öðrum stuttverkandi astmalyfjum.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PULMICORT TURBUHALER
Pulmicort er fyrirbyggjandi meðferð og skal ekki nota til þess að
lina bráða andnauð. 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pulmicort Turbuhaler 100 míkróg/skammt, innöndunarduft.
Pulmicort Turbuhaler 200 míkróg/skammt, innöndunarduft.
Pulmicort Turbuhaler 400 míkróg/skammt, innöndunarduft.
2.
INNIHALDSLÝSING
Virkt efni: Búdesóníð 100 míkróg/skammt, 200 míkróg/skammt og
400 míkróg/skammt.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innöndunarduft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Pulmicort Turbuhaler er ætlað sjúklingum með astma (bronchial
astma) sem þurfa að nota barkstera að
staðaldri til meðhöndlunar á undirliggjandi bólgu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun Pulmicort Turbuhaler er einstaklingsbundin.
Áhrif koma yfirleitt fram á 10 dögum. Full áhrif búdesóníðs
koma yfirleitt ekki fram fyrr en eftir
nokkrar vikur.
Eftirfarandi eru ráðlagðir skammtar í upphafi, við alvarlegum
astma, þegar skammtar eru minnkaðir
og þegar meðferð með barksterum til inntöku er smám saman hætt:
Fullorðnir: 200-1.600 míkróg á sólarhring, skipt á 2-4 skammta.
Yfirleitt er nóg að taka lyfið að morgni og að kvöldi. Einn
skammtur á sólarhring getur nægt hjá
sjúklingum sem þurfa 200-400 míkróg á sólarhring. Taka má
skammtinn að morgni eða að kvöldi. Ef
astminn versnar, skal taka lyfið oftar og stækka
sólarhringsskammtinn.
Börn 6 ára og eldri: 200-800 míkróg á sólarhring, skipt á 2-4
skammta. Gæta skal varúðar ef notaðir
eru 800 míkróg skammtar vegna hættu á bælingu nýrnahettubarkar.
Viðhaldsskammtur: Þegar náðst hefur stjórn á astmanum er
æskilegt að breyta skömmtun í minnsta
virkan skammt og á þetta við um alla sjúklinga. Yfirleitt er nóg
að taka lyfið tvisvar sinnum á
sólarhring, að morgni og að kvöldi.
Astmi
Veita má sjúklingum, þar sem slímmyndun í berkjum er mikil,
stutta viðbótarmeðferð (um það bil
2 vikna) með sykursterum til inntöku í upphafi. Þetta gildir
einnig þegar sjúkdómur versnar með
aukinni seigju og myndun slímkekkja.
Pulmicor
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru