Propolipid Stungulyf/innrennslislyf, fleyti 10 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-03-2022

Virkt innihaldsefni:

Propofolum INN

Fáanlegur frá:

Fresenius Kabi AB

ATC númer:

N01AX10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Propofolum

Skammtar:

10 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf/innrennslislyf, fleyti

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

397659 Lykja ; 021676 Hettuglas ; 021636 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-02-09

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PROPOLIPID 10 MG/ML STUNGULYF/INNRENNSLISLYF, FLEYTI
própófól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÉR ER GEFIÐ LYFIÐ.
Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef
þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. (Sjá kafla 4).
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Propolipid og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Propolipid
3.
Hvernig nota á Propolipid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Propolipid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PROPOLIPID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Propolipid tilheyrir flokki almennra svæfingarlyfja. Almenn
svæfingarlyf eru notuð til að valda
meðvitundarleysi (svefni) svo hægt sé að gera skurðaðgerðir
eða önnur inngrip. Einnig er hægt að nota
þau til slævingar (valda syfju, án þess að svæfa alveg).
Propolipid 10 mg/ml er notað til:
-
innleiðslu og viðhalds svæfingar hjá fullorðnum, unglingum og
börnum eldri en 1 mánaða.
-
slævingar gjörgæslusjúklinga eldri en 16 ára í öndunarvél.
-
slævingar við sjúkdómsgreiningarinngrip og skurðaðgerðir, eitt
sér eða ásamt stað- eða
svæðisbundinni deyfingu hjá fullorðnum og börnum eldri en 1
mánaða.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PROPOLIPID
EKKI MÁ NOTA PROPOLIPID
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir própófóli, soja, jarðhnetum eða
einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
-
til slævingar hjá börnum 16 ára og yngri á gjörgæslu
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Ræddu við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðing áður
en þér er gefið Propolipid og ef eitthvað
af neðantöldu á við eða hefur átt við um þig.
Ekki á að gefa
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Propolipid 10 mg/ml, stungulyf/ innrennslislyf, fleyti, í áfylltri
sprautu
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af fleyti inniheldur 10 mg af própófóli.
Hver 10 ml áfyllt sprauta inniheldur 100 mg af própófóli.
Hver 20 ml áfyllt sprauta inniheldur 200 mg af própófóli.
Hver 50 ml áfyllt sprauta inniheldur 500 mg af própófóli.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver ml af fleyti inniheldur:
hreinsaða sojaolíu
50 mg
natríum
að hámarki 0,06 mg
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf/ innrennslislyf, fleyti, í áfylltri sprautu
Hvítt fleyti í olíu og vatni
pH fleytis: 7,5 – 8,5
Osmólþéttni fleytis: 270-330 mosmól/kg
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Propolipid 10 mg/ml er skammvirkt svæfingarlyf í æð til
-
innleiðslu og viðhalds svæfingar hjá fullorðnum, unglingum og
börnum >1 mánaðar.
-
slævingar við sjúkdómsgreiningarinngrip og skurðaðgerðir, eitt
sér eða ásamt stað- eða
svæðisbundinni deyfingu hjá fullorðnum, unglingum og börnum >1
mánaðar.
-
slævingar gjörgæslusjúklinga >16 ára í öndunarvél.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Engir nema læknar með þjálfun í svæfingum eða umönnun
sjúklinga í gjörgæslu mega gefa Propolipid
á sjúkrahúsum eða á göngudeildum með viðeigandi útbúnað.
Stöðugt skal fylgjast með starfsemi blóðrásar og öndunarfæra
(t.d. hjartarafrit, súrefnismæling) og
búnaður til þess að halda opnum öndunarvegi sjúklings,
öndunarvél og önnur tæki til endurlífgunar
eiga alltaf að vera við hendina.
Þegar Propolipid er notað til slævingar við skurðaðgerðir og
sjúkdómsgreiningarinngrip, á sá sem gerir
aðgerðina eða greininguna ekki jafnframt að gefa lyfið.
Skammtur Propolipid á að vera einstaklingsbundinn og á að fara
eftir svörun sjúklings og þeirri
lyfjaforgjöf sem notuð er.
Yfirleitt þarf að nota verkjalyf samhliða Propolipid.
2
_SKAMMTAR _
SVÆFING FULLORÐINNA
Innleiðsla svæfingar:
Til innleið
                                
                                Lestu allt skjalið