Phenergan Filmuhúðuð tafla 25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Promethazinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Opella Healthcare France S.A.S.

ATC númer:

R06AD02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Promethazinum

Skammtar:

25 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

523779 Þynnupakkning V0903

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1965-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PHENERGAN 25 MG TÖFLUR
prómetazínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Phenergan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Phenergan
3.
Hvernig nota á Phenergan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Phenergan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PHENERGAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Phenergan hefur öflug og langvarandi áhrif gegn ofnæmi og verkar
róandi.
Lyfið verkar vel gegn ógleði.
Phenergan er notað við ofnæmi og bráðaofnæmisviðbrögðum
þegar öflug og langvarandi verkun er
æskileg. Phenergan er einnig notað sem viðbótarlyf við svæfingar
og til meðferðar og til að koma í veg
fyrir uppköst.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PHENERGAN
EKKI MÁ TAKA PHENERGAN:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir prómetazíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú eða einhver í fjölskyldu þinni er með meðfæddan lengdan
hjartsláttartakt sem sést á
hjartalínuriti og nefnist „heilkenni lengingar QT-bils“ eða
hefur fengið slík köst, eða hefur sögu
um alvarlegar hjartsl
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Phenergan 25 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur: Prómetazínhýdróklóríð 25 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver tafla inniheldur 173,52 mg laktósaeinhýdrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ofnæmi af ýmsum toga, einkum ofsakláði, frjókornaofnæmi og
ofnæmiskvef. Forlyf fyrir svæfingar.
Til fyrirbyggjandi meðferðar og meðhöndlunar á ógleði af ýmsum
orsökum.
Lyfið hefur umtalsverða róandi og svæfandi verkun og áhrif á
kvíða og taugaspennu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Fullorðnir: _
Upphafsskammtur: 25 mg að kvöldi, má auka í 2–4 töflur að
kvöldi.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Ekki má nota prómetazín handa börnum yngri en 2 ára.
Ekki má nota Phenergan handa sjúklingum með þekkt, staðfest
heilkenni lengds QT-bils, hvort sem
það er áunnið eða meðfætt (sjá kafla 4.4 og 4.5).
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Ekki skal gefa prómetazín sem róandi lyf að degi til við
þunglyndi þegar ráðandi einkenni þess eru
hömlur og leiði.
Gæta þarf varúðar við meðferð hjá sjúklingum með stækkaðan
blöðruhálskirtil, þrengingar í
blöðruhálsi og portþröng eða þrengingar í skeifugörn
(pyloroduodenal obstructions). Þetta á einnig við
þegar sjúklingar með vöðvaslensfár eru meðhöndlaðir.
Gæta þarf varúðar við lifrarbólgu, skerta nýrnastarfsemi,
alvarlegan kransæðasjúkdóm,
þrönghornsgláku og flogaveiki.
Prómetazín getur dulið einkenni eiturverkana á heyrn af völdum
lyfja sem hafa slíkar eiturverkanir, til
dæmis salisýlata.
2
Prómetazín getur seinkað greiningu á þrengingu í þörmum eða
hækkuðum þrýstingi innan höfuðkúpu
vegna þess að lyfið slær á ógleðina.
Prómetazín getur leitt til þess að slím í lungum þykknar
                                
                                Lestu allt skjalið