PEDIPPI Mixtúruduft, dreifa 2 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Omeprazolum INN

Fáanlegur frá:

Oresund Pharma ApS

ATC númer:

A02BC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Omeprazolum

Skammtar:

2 mg/ml

Lyfjaform:

Mixtúruduft, dreifa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

038998 Glas Gulbrúnt plastglas (PET) með mixtúrudufti sem er lokað með rauðu pólýprópýlen (PP) loki sem inniheldur duft, allt pakkað í álþynnupoka

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2022-11-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
PEDIPPI 2 MG/ML MIXTÚRUDUFT, DREIFA
ómeprazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Pedippi og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Pedippi
3.
Hvernig nota á Pedippi
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pedippi
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PEDIPPI OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Pedippi inniheldur virka efnið ómeprazól. Það tilheyrir flokki
lyfja sem kallast prótónpumpuhemlar.
Þeir verka með því að minnka magn sýru sem maginn framleiðir.
Pedippi er notað til meðferðar á eftirfarandi:
Hjá fullorðnum:
•
Vélindabakflæði. Þegar magasýra berst upp í vélinda
(rörið sem tengir saman háls og
maga) og veldur verkjum, bólgu og brjóstsviða.
•
Sár í efri hluta þarma (skeifugarnarsár) eða maga (magasár).
•
Sár sem eru sýkt af bakteríu sem kallast
_Helicobacter Pylori_
. Ef þetta á við, getur verið að
læknirinn ávísi einnig sýklalyfjum til að meðhöndla
sýkinguna og leyfa sárinu að gróa.
•
Sár af völdum lyfja sem kallast bólgueyðandi gigtarlyf (NSAID).
Pedippi má einnig
nota til að koma í veg fyrir að sár myndist þegar
bólgueyðandi gigtarlyf eru tekin.
Hjá börnum:
_Börn eldri en 1 mánaða: _
•
Vélindabakflæði. Þegar magasýra berst upp í vélinda
(rörið s
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pedippi 2 mg/ml mixtúruduft, dreifa
2.
INNIHALDSLÝSING
2 mg/ml: Eftir blöndun inniheldur hver ml af mixtúru 2 mg af
ómeprazóli. Hvert glas með tilbúinni
blöndu (90 ml) inniheldur 180 mg af ómeprazóli.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver ml af mixtúru inniheldur 2,3 mg af
natríummetýl-p-hydroxýbensóati (E219), 272 mg af maltitóli
(E965), 5 mg af natríumbensóati (E211), 17,2 mg af natríum og 54,3
mg af kalíum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúruduft, dreifa.
Mixtúruduft í loki: Hvítt / beinhvítt / lítillega gult
mixtúruduft.
Mixtúruduft í glasi: Hvítt / beinhvítt / lítillega gult
mixtúruduft. Getur innihaldið lítil dökk korn vegna
sætuefna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Ábendingar fyrir Pedippi eru:
Fullorðnir:
•
Meðferð við skeifugarnarsárum
•
Til að koma í veg fyrir endurkomu skeifugarnarsára
•
Meðferð við magasárum
•
Til að koma í veg fyrir endurkomu magasára
•
Ásamt viðeigandi sýklalyfjum, til að uppræta
_Helicobacter pylori _
(
_H. pylori_
) í
sárasjúkdómi í meltingarvegi
•
Meðferð við maga- og skeifugarnarsárum tengdum bólgueyðandi
gigtarlyfjum (NSAID)
•
Til að koma í veg fyrir maga- og skeifugarnarsár tengdum
bólgueyðandi gigtarlyfjum
(NSAID) hjá sjúklingum í áhættuhópi
•
Meðferð við bakflæðisvélindabólgu
•
Langvarandi meðferð hjá sjúklingum með bakflæðisvélindabólgu
sem hefur læknast
•
Meðferð við einkennum maga-vélinda-bakflæðissjúkdóms.
Börn:
_ _
_Börn eldri en 1 mánaða _
_ _
•
Meðferð við bakflæðisvélindabólgu
•
Meðferð við einkennum brjóstsviða og súru bakflæði vegna
maga- og
vélindabakflæðissjúkdóms
_ _
2
_Börn eldri en 4 ára og unglingar _
_ _
Ásamt viðeigandi sýklayfjum við meðferð á skeifugarnarsári af
völdum
_H. pylori._
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
PEDIPPI 2 MG/ML MIXTÚRA ER HENTUG FYRIR SKAMMTA
 15 MG. FYRIR SKAMMTA 20 MG EÐ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru