Parapró Filmuhúðuð tafla 200/500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Paracetamolum INN; Ibuprofenum INN

Fáanlegur frá:

Acare ehf.

ATC númer:

M01AE51

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ibuprofenum í blöndum

Skammtar:

200/500 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

471122 Þynnupakkning Aluminium-PVC/PVDC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-03-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PARAPRÓ 200MG/500MG TÖFLUR
íbúprófen og parasetamól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki 3
daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Parapró og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Parapró
3.
Hvernig nota á Parapró
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Parapró.
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PARAPRÓ OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Lyfið inniheldur tvö virk innihaldsefni, íbúprófen og
parasetamól.
Íbúprófen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru bólgueyðandi
gigtarlyf. Þau draga úr verkjum, bólgum
og hita.
Parasetamól er verkjalyf sem hefur annan verkunarhátt en
íbúprófen og er verkjastillandi og
hitalækkandi.
Parapró er notað tímabundið við vægum eða meðalmiklum verkjum
sem tengjast mígreni, höfuðverk,
bakverk, tíðaverk, tannverk, lið- og vöðvaverkjum, vægri
liðagigt og kvef- og flensueinkennum,
særindum í hálsi og hita.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PARAPRÓ
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PARAPRÓ:
-
ef þú tekur inn önnur lyf sem innihalda parasetamól.
-
ef þú tekur önnur verkjastillandi lyf eins og íbúpr
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Parapró 200/500mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 200 mg af íbúprófeni og 500 mg af
parasetamóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Hvítar eða næstum hvítar sporöskjulaga filmuhúðaðar töflur,
um það bil 19,7 mm á lengd og 9,2 mm á
breidd.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til þess að lina tímabundið væga eða miðlungsmikla verki sem
tengjast mígreni, höfuðverk, bakverk,
tíðaverk, tannverk, gigtar- og vöðvaverkjum, verkjum vegna vægrar
bólgu í liðum, einkennum kvefs
og flensu, særindum í hálsi og hita. Þetta lyf hentar þeim vel
sem þurfa meiri verkjastillingu en
parasetamól og íbúprófen veita ein og sér.
Parapró er ætlað til notkunar hjá fullorðnum, 18 ára og eldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Aðeins til skammtímanotkunar.
Lágmarka má aukaverkanir með því að nota minnsta virka skammt í
eins stuttan tíma og nauðsynlegt
er til þess að lina einkenni (sjá kafla 4.4).
Ef sjúklingur þarf að nota lyfið í meira en 3 daga, eða ef
einkennin versna, skal leita ráða hjá lækni.
_Fullorðnir_
1 tafla allt að þrisvar á dag með vatni. Látið minnst 6 klst.
líða á milli skammta.
Ef einnar töflu skammtur dugar ekki til að ná stjórn á einkennum
má taka að hámarki tvær töflur allt
að þrisvar á dag. Látið minnst 6 klst. líða á milli skammta.
Ekki skal taka fleiri en 6 töflur (3.000 mg af parasetamóli, 1.200
mg af íbúprófeni) á sólarhring.
Til að minnka líkur á aukaverkunum er ráðlagt að taka Parapró
með mat.
_Aldraðir _
Ekki er þörf á skammtaaðlögun fyrir aldraða (sjá kafla 4.4).
2
Aldraðir eru viðkvæmari fyrir alvarlegum afleiðingum aukaverkana.
Ef notkun bólgueyðandi
gigtarlyfja er talin nauðsynleg, skal nota minnsta virka skammt í
sem stystan tíma. Fylgjast skal
reglulega með sjúklingi með tilliti til blæðinga í meltingarvegi
meðan meðferð með bó
                                
                                Lestu allt skjalið