Paracet Endaþarmsstíll 60 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-08-2023

Virkt innihaldsefni:

Paracetamolum INN

Fáanlegur frá:

Karo Pharma AS

ATC númer:

N02BE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Paracetamolum

Skammtar:

60 mg

Lyfjaform:

Endaþarmsstíll

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

454819 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2011-05-19

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PARACET 60 MG OG 125 MG ENDAÞARMSSTÍLAR
parasetamól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga með hita eða 5 daga
með verki.
-
Leitið til læknis innan 3 daga ef sjúkdómseinkenni barnsins þíns
lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Paracet og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Paracet
3.
Hvernig nota á Paracet
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Paracet
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PARACET OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Paracet er verkjastillandi og hitalækkandi lyf. Paracet inniheldur
virka efnið parasetamól sem hefur
verkjastillandi áhrif, sennilega vegna þess að það vinnur gegn
myndun efna (prostaglandína) sem
orsaka verki. Hitalækkandi áhrifin koma fram vegna áhrifa á
hitastillandi stöðvar í heilanum.
Paracet er notað sem skammtímameðferð hjá börnum þyngri en 3 kg
(0 ára) við:
-
hita, t.d. vegna kvefs eða inflúensu
-
vægum til miðlungsalvarlegum verkjum, eins og höfuðverk, tannverk,
tíðaverk, vöðvaverk eða
verkjum í liðum.
Hafa skal samband við lækni ef um háan hita er að ræða.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PARACET
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Paracet 60 mg endaþarmsstílar
Paracet 125 mg endaþarmsstílar
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver endaþarmsstíll inniheldur:
60 mg eða 125 mg af parasetamóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Endaþarmsstílar.
Hvítir, tundurskeytalaga endaþarmsstílar.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Paracet er ætlað til skammtímameðferðar við hita t.d. vegna
kvefs og inflúensu, vægum til
miðlungsalvarlegum verkjum, t.d. höfuðverk, tannverk,
tíðaþrautum, vöðvaverkjum og liðverkjum.
Undir eftirliti læknis til varnar gegn fylgikvillum hás hita,
langvarandi höfuðverkjum og vöðva- og
liðvandamálum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Börn _
Fyrir börn skal reikna út skammtinn miðað við þyngd barnsins.
Ungabörn (yngri en 1 mánaðar):
Gefið ca. 15 mg/kg líkamsþyngdar allt að 3 sinnum á sólarhring.
Tími á milli skammta skal vera 8
klst. Hámarks sólarhringsskammtur er 60 mg/kg líkamsþyngdar.
Til einföldunar er ráðlögðum skömmtum skipt í þyngdarflokka:
3-6 kg (yngri en 1 mánaðar): 1 x 60 mg endaþarmsstíll allt að 3
sinnum á sólarhring.
Börn (eldri en 1 mánaðar):
Gefið ca. 15 mg/kg líkamsþyngdar allt að 4 sinnum á sólarhring.
Tími á milli skammta skal vera 4-6
klst. Hámarks sólarhringsskammtur er 75 mg/kg líkamsþyngdar.
Til einföldunar er ráðlögðum skömmtum skipt í þyngdarflokka
eftir áætluðum aldri:
4-6 kg (1-5 mánaða): 1 x 60 mg endaþarmsstíll allt að 4 sinnum á
sólarhring.
7-12 kg (5 mánaða-2 ára): 1 x 125 mg endaþarmsstíll allt að 4
sinnum á sólarhring.
Frásog parasetamóls sem gefið er um endaþarm tekur lengri tíma en
þegar það er gefið til inntöku.
2
Nota skal minnsta virka skammt í eins stuttan tíma og mögulegt er
til að ná stjórn á einkennum
Lyfjagjöf
Notist í endaþarm.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Alvarleg lifrarbilun.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐA
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru