Panodil Hot Mixtúruduft, lausn 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Paracetamolum INN

Fáanlegur frá:

Haleon Denmark ApS

ATC númer:

N02BE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Paracetamolum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Mixtúruduft, lausn

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

557907 Skammtapoki PPFP skammtapokar

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1996-12-17

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PANODIL HOT 500 MG MIXTÚRUDUFT, LAUSN TIL INNTÖKU, Í SKAMMTAPOKA
parasetamól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Panodil Hot og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Panodil Hot
3.
Hvernig nota á Panodil Hot
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Panodil Hot
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PANODIL HOT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Panodil Hot er verkjastillandi og hitalækkandi lyf.
Nota má Panodil Hot við vægum verkjum, til dæmis við höfuðverk,
tíðaverk, tannverk, vöðva- og
liðverkjum og til lækkunar sótthita t.d. við kvef og inflúensu.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PANODIL HOT
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA PANODIL HOT:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir parasetamóli eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef um er að ræða mikið skerta lifrarstarfsemi.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Panodil Hot inniheldur parasetamól.
LEITIÐ RÁÐA HJÁ LÆKNINUM EÐA LYFJAFRÆÐINGI ÁÐUR EN P
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Panodil Hot 500 mg mixtúruduft, lausn til inntöku.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver skammtapoki inniheldur 500 mg af parasetamóli.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Natríumsítrat
Aspartam (E951)
Sakkarósi
Rautt litarefni (sunset yellow FCF (E110), azórúbín (E122), svart
PN (E151))
(Sjá kafla 4.4).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúruduft, lausn til inntöku, í skammtapoka
Ljósfjólublátt duft með hvítum kornum.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Vægir verkir. Hitalækkandi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Skammtar _
_ _
Fullorðnir (einnig aldraðir) og börn 15 ára og eldri:
1 g 3-4 sinnum á sólarhring, að hámarki 4 g á sólarhring.
Í einstaka tilvikum getur 500 mg 3-4 sinnum á sólarhring verið
nægjanlegt.
Lágmarkstími á milli skammta: 4 klst.
Ekki má nota meira en hámarksskammt.
Nota á lægsta virka skammt í eins skamman tíma og hægt er.
Börn yngri en 15 ára:
Ekki má nota lyfið nema eftir læknisráði.
Sjá kafla 4.4 fyrir einstaklinga með skerta lifrar- og
nýrnastarfsemi.
Sjá einnig kafla 4.3.
Lyfjagjöf
Duftið á að leysa upp í sjóðandi vatni og drekka hæfilega
heitt.
2
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Alvarlega skert lifrarstarfsemi.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Má ekki nota samtímis öðrum lyfjum sem einnig innihalda
parasetamól. Notkun samtímis öðrum
lyfjum sem einnig innihalda parasetamól getur leitt til
ofskömmtunar.
Ofskömmtun parasetamóls getur valdið lifrarbilun sem getur krafist
lifrarígræðslu eða leitt til dauða.
Veita skal meðferð með mótefni eins fljótt og hægt er (sjá
kafla 4.9).
Undirliggjandi lifrarsjúkdómur getur aukið hættuna á
lifrarskemmdum af völdum parasetamóls.
Sjúklingar sem greindir eru með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
skulu leita ráða hjá lækni áður en
þeir nota Panodil Hot og meta skal ávinning og áhættu van
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru