Pamidronatdinatrium Pfizer Innrennslisþykkni, lausn 3 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
22-03-2021

Virkt innihaldsefni:

Pamidronat dínatríum

Fáanlegur frá:

Pfizer ApS

ATC númer:

M05BA03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Acidum pamidronicum

Skammtar:

3 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslisþykkni, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

136180 Hettuglas ; 137809 Hettuglas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-04-25

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
F YLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
PAMIDRONATDINATRIUM PFIZER 3MG/ML, 6 MG/ML EÐA 9 MG/ML,
INNRENNSLISÞYKKNI, LAUSN
Tvínatríumpamidrónat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing um allar aukaverkanir. Þetta
gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Pamidronatdinatrium Pfizer og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Pamidronatdinatrium Pfizer
3.
Hvernig nota á Pamidronatdinatrium Pfizer
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Pamidronatdinatrium Pfizer
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM PAMIDRONATDINATRIUM PFIZER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Pamidronatdinatrium Pfizer tilheyrir flokki lyfja sem kallast
bisfosfónöt.
Líffræðileg verkun þeirra er á þann hátt að þau bindast
beinum og hindra beineyðingu.
Lyfið er notað gegn hækkuðum kalsíumgildum í blóði sem er til
kominn vegna æxla og til að hindra
beineyðingu af völdum ákveðinna tegunda æxla m.a. hjá
sjúklingum með brjóstakrabbamein eða
mergæxli. Þú skalt spyrja lækninn ef þú veist ekki hvers vegna
þér er gefið þetta lyf.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA PAMIDRONATDINATRIUM PFIZER
_ _
EKKI MÁ NOTA PAMIDRONATDINATRIUM PFIZER
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir tvínatríumpamidrónati eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6) eða öðrum bisfosfónötum
(Pamidronatdinatrium Pfizer tilheyrir þeim hópi
lyfja).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða hjúkrunarfræðingnum áður en
Pamidronatdinatrium Pfizer er notað.
-
Ef þú ert með eða hefur verið með skjaldkirtilssjúkdóm.
-
Ef þú ert með nýrnasjúkdóm.
-

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Pamidronatdinatrium Pfizer 3 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn.
Pamidronatdinatrium Pfizer 6 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn.
Pamidronatdinatrium Pfizer 9 mg/ml, innrennslisþykkni, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Pamidronatdinatrium Pfizer 3 mg/ml innrennslisþykkni, lausn, 5 ml og
10 ml innihalda 15 mg og
30 mg tvínatríumpamidrónat hvert um sig.
Pamidronatdinatrium Pfizer 6 mg/ml innrennslisþykkni, lausn, 10 ml
innihalda 60 mg
tvínatríumpamidrónat.
Pamidronatdinatrium Pfizer 9 mg/ml innrennslisþykkni, lausn, 10 ml
innihalda 90 mg
tvínatríumpamidrónat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Innrennslisþykkni, lausn (dauðhreinsað þykkni).
Tær, litlaus lausn, án sýnilegra agna.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð blóðkalsíumhækkunar af völdum æxla.
Til að fyrirbyggja skemmdir á beinagrind (beinbrot vegna sjúkdóms,
samfall hryggjarliða, geislun eða
skurðaðgerðir á beinum, blóðkalsíumhækkun) hjá sjúklingum
með brjóstakrabbamein og meinvörp í
beinum eða með mergæxli (multiple myeloma) með beinskemmdum, sem
viðbót við sértæka
æxlismeðferð.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Sjúklingar sem eru meðhöndlaðir með Pamidronatdinatrium Pfizer
skulu fá afhentan fylgiseðilinn og
minnisspjaldið handa sjúklingum.
_ _
_Skammtar _
Eingöngu til innrennslis í bláæð.
_Lyfjagjöf _
Tvínatríumpamídrónat má aldrei gefa sem innspýtingu í einum
skammti (bolus) (sjá 4.4 Sérstök
varnaðarorð og varúðarreglur við notkun). Þynna verður lausnina
fyrir notkun (sjá hér á eftir) og gefa
hana með hægu innrennsli.
Varðandi upplýsingar um samrýmanleika við innrennslislausnir, sjá
6.4 Sérstakar varúðarreglur við
geymslu.
2
Innrennslishraði skal aldrei vera meiri en 60 mg/klst. (1 mg/mín.),
og styrkur tvínatríumpamídrónats í
innrennslislausninni skal ekki vera meiri en 90 mg/250 ml. Hjá
sjúklingum þar sem skert
nýrnastarfsemi hefur verið staðfest eða á henni leikur gr
                                
                                Lestu allt skjalið