OxyContin Depot Forðatafla 40 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Oxycodonum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Mundipharma A/S

ATC númer:

N02AA05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Oxycodonum

Skammtar:

40 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

506938 Þynnupakkning V0587

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2003-01-24

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
OXYCONTIN DEPOT 5 MG FORÐATÖFLUR
OXYCONTIN DEPOT 10 MG FORÐATÖFLUR
OXYCONTIN DEPOT 20 MG FORÐATÖFLUR
OXYCONTIN DEPOT 40 MG FORÐATÖFLUR
OXYCONTIN DEPOT 80 MG FORÐATÖFLUR
Oxýkódonhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
OXYCONTIN DEPOT. Í HONUM ERU
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum.
•
Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu
sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um OxyContin Depot og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota OxyContin Depot
3.
Hvernig nota á OxyContin Depot
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á OxyContin Depot
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OXYCONTIN DEPOT OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
OxyContin Depot er sterkt verkjalyf sem tilheyrir flokki ópíóíða.
OxyContin Depot hefur verið ávísað til að draga úr miklum
verkjum sem ekki næst nægileg stjórn á
nema með ópíóíð-verkjalyfjum.
OxyContin Depot er ætlað fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA OXYCONTIN DEPOT
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
_ _
EKKI MÁ NOTA OXYCONTIN DEPOT:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir oxýkódonhýdróklóríði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6),
•
ef þú ert með alvarlegan, langvarandi lungnasjú
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
OxyContin Depot 5 mg, forðatöflur
OxyContin Depot 10 mg, forðatöflur
OxyContin Depot 20 mg, forðatöflur
OxyContin Depot 40 mg, forðatöflur
OxyContin Depot 80 mg, forðatöflur
2.
INNIHALDSLÝSING
_OxyContin Depot 5 mg forðatöflur: _
1 forðatafla inniheldur 5 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngildir 4,5 mg af oxýkódoni.
_OxyContin Depot 10 mg forðatöflur: _
1 forðatafla inniheldur 10 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngildir 9,0 mg af oxýkódoni.
_OxyContin Depot 20 mg forðatöflur: _
1 forðatafla inniheldur 20 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngildir 18,0 mg af oxýkódoni.
_OxyContin Depot 40 mg forðatöflur: _
1 forðatafla inniheldur 40 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngildir 36,0 mg af oxýkódoni.
_OxyContin Depot_
_80 mg forðatöflur: _
1 forðatafla inniheldur 80 mg af oxýkódonhýdróklóríði sem
jafngildir 72,0 mg af oxýkódoni.
Hjálparefni með þekkta verkun
OxyContin Depot 5 mg forðatöflur innihalda 73,4 mg af mjólkursykri.
OxyContin Depot 10 mg forðatöflur innihalda 65,8 mg af
mjólkursykri.
OxyContin Depot 20 mg forðatöflur innihalda 56,3 mg af
mjólkursykri.
OxyContin Depot 40 mg forðatöflur innihalda 33,5 mg af
mjólkursykri.
OxyContin Depot 80 mg forðatöflur innihalda 74,6 mg af
mjólkursykri.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla
_OxyContin_
_Depot 5 mg forðatöflur: _
OxyContin Depot 5 mg eru kringlóttar, ljósbláar, kúptar töflur
án deiliskoru, u.þ.b. 7 mm í þvermál,
merktar OC og 5.
_ _
_OxyContin Depot_
_10 mg forðatöflur: _
OxyContin Depot 10 mg eru kringlóttar, hvítar, kúptar töflur án
deiliskoru, u.þ.b. 7 mm í þvermál,
merktar OC og 10.
_OxyContin Depot 20 mg forðatöflur: _
OxyContin Depot 20 mg eru kringlóttar, bleikar, kúptar töflur án
deiliskoru, u.þ.b. 7 mm í þvermál,
merktar OC og 20.
_OxyContin Depot 40 mg forðatöflur: _
OxyContin Depot 40 mg eru kringlóttar, gular, kúptar töflur án
deiliskoru, u.þ
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru