Oxis Turbuhaler Innöndunarduft 9 míkróg/skammt

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
21-02-2024

Virkt innihaldsefni:

Formoterolum fúmarat

Fáanlegur frá:

AstraZeneca A/S

ATC númer:

R03AC13

INN (Alþjóðlegt nafn):

Formoterolum

Skammtar:

9 míkróg/skammt

Lyfjaform:

Innöndunarduft

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

144419 Fjölskammtaílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1997-05-06

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
OXIS TURBUHALER, 4,5 MÍKRÓG/SKAMMT, INNÖNDUNARDUFT
OXIS TURBUHALER, 9 MÍKRÓG/SKAMMT, INNÖNDUNARDUFT
formoterolfúmarattvíhýdrat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
•
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Oxis Turbuhaler og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Oxis Turbuhaler
3.
Hvernig nota á Oxis Turbuhaler
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Oxis Turbuhaler
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OXIS TURBUHALER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Oxis Turbuhaler er innöndunartæki. Það inniheldur lyf sem heitir
formoterol. Formoterol tilheyrir
flokki lyfja sem kallast langverkandi beta-örvar eða berkjuvíkkandi
lyf.
Lyfið slakar á vöðvum í öndunarvegi svo að auðveldara er að
anda. Verkunin hefst eftir 1-3 mínútur
og helst í um 12 klst.
Læknirinn hefur ávísað lyfinu sem meðferð við astma eða
langvinnri lungnateppu.
ASTMI
Oxis Turbuhaler er notaður við astma hjá fullorðnum, unglingum og
börnum 6 ára og eldri.
Við astma mun læknirinn ávísa tveimur astmalyfjum: Oxis Turbuhaler
og lyfi sem inniheldur stera.
Nota á lyfin saman.
•
Oxis Turbuhaler er notað til að koma í veg fyrir astmaeinkenni.
•
Oxis Turbuhaler er einnig notað ef þörf er á viðbótarskömmtum
til að meðhöndla astmaeinkenni
og auðvelda öndun.
•
Einnig er hægt að nota Oxis
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Oxis Turbuhaler, 4,5 míkrógrömm/skammt, innöndunarduft.
Oxis Turbuhaler, 9 míkrógrömm/skammt, innöndunarduft.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver skammtur (þ.e. sá skammtur sem kemur út um munnstykkið) úr
Oxis Turbuhaler inniheldur
4,5 míkrógrömm eða 9 míkrógrömm af
formoterolfúmarattvíhýdrati. Samsvarandi afmældur
skammtur er 6 míkrógrömm eða 12 míkrógrömm.
Hjálparefni með þekkta verkun (Oxis Turbuhaler 4,5
míkrógrömm/skammt)
Laktósaseinhýdrat 895,5 míkrógrömm í hverjum innönduðum
skammti. Sjá kafla 4.4.
Hjálparefni með þekkta verkun (Oxis Turbuhaler 9
míkrógrömm/skammt)
Laktósaeinhýdrat 891 míkrógramm í hverjum innönduðum skammti.
Sjá kafla 4.4.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innöndunarduft.
Hvítt duft.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Fullorðnir, unglingar og börn (≥ 6 ára): Meðhöndlun einkenna
berkjuþrenginga og fyrirbyggjandi gegn
einkennum áreynsluastma þegar meðferð með barksterum hefur ekki
reynst nægilega árangursrík.
Fullorðnir: Meðhöndlun einkenna berkjuþrenginga hjá sjúklingum
með langvinna lungnateppu.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Noti sjúklingur stærri skammta en hann hefur venjulega þörf fyrir
oftar en 2 daga í viku, er það merki
um ónóga stjórn sjúkdómsins og að endurmeta ætti
viðhaldsmeðferðina.
4,5 MÍKRÓGRÖMM/SKAMMT
_ASTMI: _
Við astma má nota Oxis Turbuhaler einu sinni eða tvisvar sinnum á
sólarhring (viðhaldsskammtar) og
til að slá á einkenni bráðra berkjuþrenginga.
_Fullorðnir >18 ára: _
_Til að slá á einkenni: _
1 eða 2 skammtar til innöndunar til að slá á einkenni bráðrar
berkjuþrengingar.
_Viðhaldsmeðferð_
: 1 eða 2 skammtar til innöndunar einu sinni eða tvisvar sinnum á
sólarhring. Sumir
sjúklingar geta þurft 4 skammta til innöndunar einu sinni eða
tvisvar sinnum á sólarhring.
_Til að fyrirbyggja áreynslu-hvatta berkjuþrengingu: _
2 skammtar til innöndunar fyrir
                                
                                Lestu allt skjalið