Ovestin Tafla 1 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Estriolum INN

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

G03CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Estriolum

Skammtar:

1 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

190042 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1988-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
OVESTIN 1 MG OG 2 MG TÖFLUR
estríól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ovestin og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ovestin
3.
Hvernig nota á Ovestin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ovestin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OVESTIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ovestin er hormónauppbótarmeðferð. Það inniheldur kvenhormónið
estríól (estrógen), sem myndast í
líkamanum. Ovestin er ætlað til notkunar hjá konum eftir
tíðahvörf, þegar að minnsta kosti 12 mánuðir
eru liðnir frá síðustu eðlilegu tíðablæðingum.
Ovestin er notað:
TIL AÐ DRAGA ÚR EINKENNUM SEM KOMA FRAM EFTIR TÍÐAHVÖRF
Á breytingaskeiðinu dregur smám saman úr estrógenmyndun í
líkamanum. Estrógenmyndun minnkar
skyndilega ef eggjastokkar eru fjarlægðir með skurðaðgerð
(brottnám eggjastokka) fyrir tíðahvörf.
Í mörgum tilvikum veldur minnkun estrógenmyndunar vel þekktum
einkennum tíðahvarfa s.s.
hitasteypum og nætursvita. Estrógenskortur getur valdið rýrnun í
leggangavegg þannig að hann verði
þunnur og þurr. Þetta getur leitt til sársauka við samfarir og
hugsanlega kláða og sýkinga.
Estrógenskortur getur einnig valdið einkennum eins og þvagleka og
endurtekinni blöðrubólgu.
Ovestin dregur úr þessum einkennum eftir tíðahv
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ovestin 1 mg töflur.
Ovestin 2 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur: Estríól 1 mg eða 2 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Töflurnar eru hvítar, kringlóttar, flatar, með skásettum brúnum
og deiliskoru. Töflurnar eru merktar
með kóða á annarri hlið (DG/7 á. 1 mg töflum og DG/8 á 2 mg
töflum).
Taflan er með deiliskoru svo hægt sé að skipta töflunni svo
auðveldara sé að gleypa hana. Ekki er
hægt að skipta töflunni í tvo jafn stóra skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Hormónauppbótarmeðferð við einkennum estrógenskorts hjá konum
eftir tíðahvörf.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Ovestin er lyf sem inniheldur eingöngu estrógen sem gefa má konum
hvort sem þær eru með leg eða
ekki.
Við meðferð við einkennum tíðahvarfa á að nota minnsta virka
skammt í eins stuttan tíma og mögulegt
er (sjá einnig kafla 4.4).
Við langvarandi meðferð kvenna, sem hafa ekki gengist undir
legnám, er ráðlagt að taka Ovestin
samhliða prógestageni til að draga úr hættu á ofvexti legslímu
og krabbameini í legslímu. Eingöngu
skal nota prógestagen sem má nota samhliða estrógengjöf til
dæmis medroxýprógesterón-asetat eða
norethindrón.. Almennt ætti að bæta prógestageni við
meðferðina minnst 12-14 daga í mánuði/28 daga
hring.
Ekki er ráðlagt að bæta prógestageni við meðferðina hjá konum
sem hafa gengist undir legnám, nema
legslímuvilla hafi áður verið greind.
Konur sem eru ekki á hormónauppbótarmeðferð og konur sem eru að
skipta af samfelldri samsettri
hormónauppbótarmeðferð mega hefja meðferðina hvenær sem er.
Konur sem skipta af lotubundinni
hormónauppbótarmeðferð ættu að hefja Ovestin meðferð einni
viku eftir að lotu lýkur.
Skammtar
Fullorðnir: Í upphafi 1-4 mg á sólarhring.
Viðhaldsskammtar: 0,5-2 mg á sólarhring.
2
Ef skammtur gleymist á að taka hann um leið og munað er eftir
honum, nema meira 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru