Ovestin Leggangakrem 1 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Estriolum INN

Fáanlegur frá:

Aspen Pharma Trading Limited

ATC númer:

G03CA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Estriolum

Skammtar:

1 mg/g

Lyfjaform:

Leggangakrem

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

567400 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1988-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
OVESTIN 1 MG/G LEGGANGAKREM
estríól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Ovestin og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Ovestin
3.
Hvernig nota á Ovestin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Ovestin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OVESTIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Ovestin tilheyrir flokki lyfja sem kallast hormónauppbótarlyf í
leggöng. Það inniheldur kvenhormónið
estríól (estrógen), sem myndast í líkamanum. Ovestin er ætlað
til notkunar hjá konum eftir tíðahvörf,
þegar að minnsta kosti 12 mánuðir eru liðnir frá síðustu
eðlilegu tíðablæðingum.
Það er notað til að lina einkenni frá leggöngum vegna
tíðahvarfa, svo sem þurrk og ertingu.
Læknisfræðilega kallast þetta “rýrnun slímhúðar í
leggöngum”. Þau koma til vegna þess að magn
estrógens í líkamanum minnkar. Eðlilegt er að þetta gerist eftir
tíðahvörf.
Estrógenmyndun minnkar skyndilega ef eggjastokkar eru fjarlægðir
með skurðaðgerð (brottnám
eggjastokka) fyrir tíðahvörf.
Ovestin virkar með því að koma í stað estrógens sem myndast
eðlilega í eggjastokkum kvenna. Því er
komið fyrir í leggöngunum, svo hormónið losnar úr lyfinu þar
sem þess er þörf. Þetta getur linað
óþægindi í leggöng
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Ovestin 1 mg/g leggangakrem.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert gramm af kremi inniheldur 1 mg af estríóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Leggangakrem.
Kremið er einsleitur, hvítur eða næstum hvítur, kremkenndur
massi.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðhöndlun einkenna vegna estrógenskorts í leggöngum:
Til meðferðar við rýrnun slímhúðar í leggöngum vegna
estrógenskorts hjá konum eftir tíðahvörf.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Ovestin er lyf sem inniheldur eingöngu estrógen sem gefa má konum
hvort sem þær eru með leg eða
ekki.
Skammtar:
•
Við rýrnun í neðri hluta þvag- og kynfæra:
1 skammtur einu sinni á dag fyrstu vikurnar (að hámarki í 4
vikur), en eftir því sem dregur úr
einkennum er skammturinn smám saman, minnkaður , þar til
viðhaldsskammti (1 skammtur tvisvar
sinnum í viku) er náð.
Ef sjúklingurinn gleymir skammti á að koma kreminu fyrir eins
fljótt og auðið er nema að það
uppgötvist þann dag sem gefa á næsta skammt. Í slíkum tilvikum
á ekki að gefa skammt sem hefur
gleymst og gefa næsta skammt á venjulegum tíma. Aldrei má nota 2
skammta sama daginn.
Sérstakir sjúklingahópar
_Sjúklingar með skerta lifrarstarfsemi _
Konur með bráðan lifrarsjúkdóm eða sögu um lifrarsjúkdóm
skulu ekki nota Ovestin, ef niðurstöður
rannsókna á lifrarstarfsemi eru ekki orðnar eðlilegar aftur.
Lyfjagjöf
Ovestin leggangakrem á að setja í leggöng með stjöku, rétt
fyrir svefn á kvöldin.
Einn skammtur (stjaka fyllt að merki) inniheldur 0,5 g af Ovestin
leggangakremi, sem samsvarar
0,5 mg af estríóli.
_Leiðbeiningar um notkun fyrir sjúklinginn: _
Notið kremið rétt fyrir svefn.
2
1.
Skrúfið tappann af túpunni, snúið honum við og notið síðan
oddhvassa hlutann til þess að opna
túpuna.
2.
Skrúfið endann á stjökunni á túpuna. Gangið úr skugga um að
stimpillinn hafi gengið til fulls
inn í bolinn.
3.
Fyllið stjökuna með því að
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru