Otrivin Junior ukonserveret (Otrivin ukonserveret) Nefúði, lausn 0,5 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Xylometazolinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Haleon Denmark ApS

ATC númer:

R01AA07

INN (Alþjóðlegt nafn):

Xylometazolinum

Skammtar:

0,5 mg/ml

Lyfjaform:

Nefúði, lausn

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

195104 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2000-09-11

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
OTRIVIN JUNIOR UKONSERVERET 0,5 MG/ML NEFÚÐI, LAUSN
xýlómetazólínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og lyfjafræðingur eða
hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM
:
1.
Upplýsingar um Otrivin Junior og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Otrivin Junior
3.
Hvernig nota á Otrivin Junior
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Otrivin Junior
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OTRIVIN JUNIOR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Otrivin Junior er ætlað börnum á aldrinum 2-11 ára.
Otrivin Junior er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára.
Otrivin Junior er notað við nefstíflu vegna kvefs og bólgu í
ennis- og kinnholum.
Otrivin Junior verkar þannig að það dregur saman háræðarnar í
bólginni slímhúð nefsins. Við það
minnkar stíflan í nefinu og loftstreymið um nefið batnar. Verkun
hefst eftir fáeinar mínútur og varir í
allt að 12 klukkustundir.
Otrivin Junior þolist venjulega vel, einnig hjá sjúklingum með
viðkvæma slímhúð.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA OTRIVIN JUNIOR_ _
EKKI MÁ NOTA OTRIVIN JUNIOR
-
ef þú ert með ofnæmi fyrir xýlómetazólíni eða einhve
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Otrivin Junior ukonserveret, 0,5 mg/ml nefúði, lausn.
2.
INNIHALDSLÝSING
Xýlómetazólínhýdróklóríð 0,5 mg/ml (1 úði inniheldur 0,035
mg af xýlómetazólínhýdróklóríði).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Nefúði, lausn.
Tær, litlaus og næstum lyktarlaus lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki.
Otrivin Junior 0,5 mg/ml er ætlað börnum á aldrinum 2-11 ára.
Otrivin Junior 0,5 mg/ml er ekki ætlað börnum yngri en 2 ára.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Otrivin Junior 0,5 mg/ml má ekki nota handa börnum yngri en 2 ára.
Notkun handa börnum á
aldrinum 2-11 ára er einungis ráðlögð undir eftirliti fullorðins
aðila.
OTRIVIN JUNIOR NEFÚÐI MEÐ AFMÆLDA SKAMMTA
Ekki skal nota Otrivin lengur en 10 daga í einu.
Ekki skal nota stærri skammt en ráðlagt er, sérstaklega hjá
börnum og öldruðum.
Börn á aldrinum 2-5 ára:
Undir eftirliti fullorðins aðila. 1 úði í hvora nös 1 til 2
sinnum á sólarhring (á 8-10 tíma fresti) er
venjulega nægilegt. Ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora
nös á sólarhring.
Börn á aldrinum 6-11 ára:
Undir eftirliti fullorðins aðila. 1-2 úðar í hvora nös, 2 til 3
sinnum á sólarhring eftir þörfum. Ekki úða
oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring.
Ráðlagt er að nota síðasta skammtinn stuttu fyrir svefn.
Lyfjagjöf:
Fyrir fyrstu notkun skal þrýsta 4 sinnum á úðarann til að
undirbúa dæluna. Þegar dælan hefur verið
undirbúin mun dælan alla jafna halda áfram að vera tilbúin allan
meðferðartímann. Ef nefúðinn úðar
ekki lausn þegar þrýst er á hann eða ef lyfið hefur ekki verið
notað í lengri tíma en 7 daga skal dælan
undirbúin aftur með því að þrýsta 2 sinnum á úðarann.
1.
Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna.
2
2.
Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að
þrýsta kraganum niður að f
                                
                                Lestu allt skjalið