Oropram Filmuhúðuð tafla 20 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-02-2022

Virkt innihaldsefni:

Citalopramum brómíð

Fáanlegur frá:

Teva B.V.*

ATC númer:

N06AB04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Citalopramum

Skammtar:

20 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

099078 Töfluílát HDPE with polypropylene screw cap V0318

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-09-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
OROPRAM 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
OROPRAM 20 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
OROPRAM 40 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
cítalópram
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem ekki
er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Oropram og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Oropram
3.
Hvernig nota á Oropram
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Oropram
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OROPRAM OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Oropram tilheyrir flokki þunglyndislyfja sem er kallaður sértækir
serótónínendurupptökuhemlar (SSRI).
Oropram er notað til meðferðar við þunglyndi (alvarlegar
þunglyndislotur).
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA OROPRAM
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA OROPRAM
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir cítalóprami eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).
•
ef þú tekur, eða hefur tekið á undanförnum 2 vikum,
þunglyndislyf af gerð sem kallast mónóamín-
oxíðasahemlar (MAO-hemlar), t.d. selegilín eða móklóbemíð.
•
ef þú ert í meðferð með línezólíði (sýklalyf), nema þú
sért undir nánu eftirliti og fylgst er með
blóðþrýstingi þínum.

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Oropram 10 mg filmuhúðaðar töflur
Oropram 20 mg filmuhúðaðar töflur
Oropram 40 mg filmuhúðaðar töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
10 MG
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg cítalópram (sem
hýdróbrómíð).
20 MG
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 20 mg cítalópram (sem
hýdróbrómíð).
40 MG
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 40 mg cítalópram (sem
hýdróbrómíð).
Hjálparefni með þekkta verkun
10 MG
Hver tafla inniheldur 13,334 mg af laktósaeinhýdrati.
20 MG
Hver tafla inniheldur 26,667 mg af laktósaeinhýdrati.
40 MG
Hver tafla inniheldur 53,334 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla
10 MG
Kringlóttar hvítar töflur, 6 mm í þvermál.
20 MG
Sporöskjulaga hvítar töflur með deiliskoru á annarri hliðinni, 8
mm í þvermál.
40 MG
Sporöskjulaga hvítar töflur með deiliskoru á annarri hliðinni,
11 mm í þvermál.
20 MG + 40 MG
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við alvarlegum þunglyndislotum
2
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Þegar meðferð er hafin skal ekki búast við að verkun gegn
þunglyndi komi í ljós fyrr en eftir að minnsta
kosti tvær vikur. Meðferð skal halda áfram þar til sjúklingurinn
hefur verið einkennalaus í 4–6 mánuði.
Hætta skal notkun cítalóprams rólega, ráðlagt er að minnka
skammta smám saman á 1–2 vikum.
_Fullorðnir _
Gefa skal cítalópram sem stakan 20 mg skammt á dag til inntöku.
Tekið skal mið af svörun sjúklings en
skammta má auka að hámarki í 40 mg á dag.
_Börn _
Cítalópram skal ekki nota til meðferðar hjá börnum og unglingum
undir 18 ára aldri (sjá kafla 4.4).
_Aldraðir (>65 ára) _
Hjá öldruðum sjúklingum á að minnka skammta í hálfan
ráðlagðan dagsskammt, þ.e. 10–20 mg á dag.
Ráðlagður hámarksskammtur fyrir aldraða er 20 mg á dag.
_Skert nýrnastarfsemi _
Ekki er nauðsynlegt að aðlaga skammta hjá s
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru