Oftan Chlora Augnsmyrsli 10 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
24-08-2020

Virkt innihaldsefni:

Chloramphenicolum INN

Fáanlegur frá:

Santen Oy*

ATC númer:

S01AA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Chloramphenicolum

Skammtar:

10 mg/g

Lyfjaform:

Augnsmyrsli

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

583491 Túpa úr pólýþynnu (polyfoil) með mótuðum stút úr pólýetýleni (PE) og PE-hettu.

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-06-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
OFTAN CHLORA 10 MG/G AUGNSMYRSLI
klóramfeníkól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Oftan Chlora og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Oftan Chlora
3.
Hvernig nota á Oftan Chlora
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Oftan Chlora
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OFTAN CHLORA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Oftan Chlora augnsmyrsli inniheldur klóramfeníkól. Það kemur í
veg fyrir vöxt baktería sem valda
augnsýkingum.
Oftan Chlora augnsmyrsli er notað til að meðhöndla
bakteríusýkingar í augum. Það má einnig nota til
að koma í veg fyrir sýkingar í tengslum við augnmeiðsli og
augnaðgerðir.
Bæði fullorðnir og börn geta notað lyfið.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA OFTAN CHLORA
EKKI MÁ NOTA OFTAN CHLORA
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir klóramfeníkóli eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp
í kafla 6).
-
ef um er að ræða þekkta persónulega sögu eða fjölskyldusögu
um blóðmein, til dæmis
vanmyndunarblóðleysi.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Oftan
Chlora er notað.
NOTKUN ANNARRA LYFJA SAMHLIÐA OFTAN CHLORA
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru
notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu
að verða notuð.
Ef þú þarft a
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Oftan Chlora 10 mg/g augnsmyrsli
2.
INNIHALDSLÝSING
Eitt gramm af augnsmyrsli inniheldur 10 mg af klóramfeníkóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augnsmyrsli
Ljósleitt, mjúkt og hálfgagnsætt smyrsli
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Augnsýkingar af völdum baktería hjá fullorðnum og börnum, eins
og tárubólga, hvarmaþroti,
tárapokabólga og glærubólga. Til að koma í veg fyrir sýkingar
eftir augnmeiðsli og aðgerðir og eftir að
aðskotahlutir hafa verið fjarlægðir.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir og börn _
_ _
Bera skal 1 cm af smyrslinu í tárusekkinn nokkrum sinnum á dag,
t.d. á 3 klst. fresti í upphafi.
_Börn _
Skammtaaðlögun getur verið nauðsynleg hjá nýburum vegna
minnkaðs altæks brotthvarfs af völdum
óþroskaðra umbrota og hættu á skammtaháðum aukaverkunum.
Hámarkslengd meðferðar er 10-14
dagar.
Lyfjagjöf
Til notkunar í auga.
Fyrir gjöf skal fjarlægja hvers konar útferð úr auganu.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
Þekkt persónuleg saga eða fjölskyldusaga um blóðmein, þ.m.t.
vanmyndunarblóðleysi.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Fylgja skal staðbundnum leiðbeiningum um rétta notkun sýklalyfja.
Meðferð skal ekki standa lengur en í 2 vikur, vegna hættu á
þróun bakteríuónæmis og aukaverkana.
Staðbundin notkun á lyfi sem inniheldur klóramfeníkól mánuðum
saman getur örsjaldan valdið
breytingum á fjölda blóðfrumna og hjá sjúklingum sem hafa áður
verið með truflun í beinmerg.
Talið er að beinmergsbæling af völdum klóramfeníkóls til
inntöku taki á sig tvö form. Annað er
skammtaháð, afturkræf beinmergsbæling sem felur í sér
formfræðilegar breytingar á beinmerg,
minnkaða járnnýtingu, netfrumnafæð, blóðleysi, hvítfrumnafæð
og blóðflagnafæð. Hitt er alvarlegt,
óafturkræft vanmyndunarbl
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru