Oftagel Augnhlaup í stakskammtaíláti 2,5 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Carbomer

Fáanlegur frá:

Santen Oy*

ATC númer:

S01XA20

INN (Alþjóðlegt nafn):

Gervitár og aðrar óvirkar samsetningar

Skammtar:

2,5 mg/g

Lyfjaform:

Augnhlaup í stakskammtaíláti

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

022845 Stakskammtaílát V1105

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-06-03

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
OFTAGEL 2,5 MG/G AUGNHLAUP Í STAKSKAMMTAÍLÁTI
Karbómer 974P
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Oftagel og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Oftagel
3.
Hvernig nota á Oftagel
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Oftagel
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM OFTAGEL OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Oftagel eru gervitár og innihalda smurefni sem kallast Karbómer
974P.
Oftagel er augnhlaup ætlað til meðferðar á
EINKENNUM AUGNÞURRKS
(s.s. eymslum, sviða, ertingu eða
þurrk) vegna ónógrar táramyndunar augans.
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA OFTAGEL
EKKI MÁ NOTA OFTAGEL:
●
EF UM ER AÐ RÆÐA OFNÆMI
fyrir karbómer eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp
í
kafla 6.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Oftagel
er notað.
●
EF SJÚKDÓMSEINKENNI VERSNA EÐA LAGAST EKKI
eftir meðferð með Oftagel:
Hafið samband við lækninn.
●
EKKI TIL INNSPÝTINGAR. EKKI TIL INNTÖKU.
BÖRN OG UNGLINGAR AÐ 18 ÁRA ALDRI
Öryggi og verkun Oftagel hjá börnum og unglingum í ráðlögðum
skömmtum fyrir fullorðna hefur
verið staðfest með klínískri reynslu en engar klínískar
rannsóknir liggja 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Oftagel 2,5 mg/g, augnhlaup í stakskammtaíláti
2.
VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR
1 g af augnhlaupi inniheldur 2,5 mg af karbómer 974P
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Augnhlaup í stakskammtaíláti.
Gulleitt hlaup með ópalbjarma.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Einkennabundin meðferð við augnþurrki.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Til notkunar í auga.
Hvert stakskammtaílát inniheldur nægilegt magn af augnhlaupi til
meðferðar í bæði augun.
FULLORÐNIR (AÐ MEÐTÖLDUM ÖLDRUÐUM)
Dreypið einum dropa af hlaupinu í neðri poka táru 1-4 sinnum á
dag, með reglulegu millibili eftir því hversu
mikil augnóþægindin eru.
BÖRN OG UNGLINGAR AÐ 18 ÁRA ALDRI
Öryggi og verkun OFTAGEL 2,5 mg/g, augnhlaups í stakskammtaíláti
hjá börnum og unglingum í
ráðlögðum skömmtum fyrir fullorðna hefur verið staðfest með
klínískri reynslu en engar klínískar rannsóknir
liggja fyrir.
Snertið hvorki augað né augnlokin með stút ílátsins.
Fargið stakskammtaílátinu eftir notkun.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Ef einkenni halda áfram eða versna, á læknir að skoða
sjúklinginn.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Sé lyfið notað samhliða öðrum augndropum, skal láta 15
mínútur líða milli ídreypinga.
Oftagel 2,5 mg/g augnhlaup í stakskammtaíláti á að vera síðasta
lyfið sem dreypt er í augað.
4.6
MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
Oftagel 2,5 mg/g augnhlaup í stakskammtaíláti hefur ekki verið
rannsakað hjá konum á meðgöngu og með
barn á brjósti.
Gæta skal varúðar þegar lyfinu er ávísað handa þunguðum konum
eða konum með barn á brjósti.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Þokusýn getur komið fram í nokkrar mínútur eftir ídreypingu.
Ef það gerist, skal sjúklingi ráðlagt 
                                
                                Lestu allt skjalið