Nurofen Junior Appelsín (Nurofen Junior Appelsín) Mixtúra, dreifa 40 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
25-09-2023

Virkt innihaldsefni:

Ibuprofenum INN

Fáanlegur frá:

Reckitt Benckiser Healthcare (Scandinavia) A/S

ATC númer:

M01AE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Ibuprofenum

Skammtar:

40 mg/ml

Lyfjaform:

Mixtúra, dreifa

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

598925 Glas V1102

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2011-11-14

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NUROFEN JUNIOR APPELSÍN 40 MG/ML MIXTÚRA, DREIFA
NUROFEN JUNIOR JARÐARBER 40 MG/ML MIXTÚRA, DREIFA
Til notkunar hjá börnum frá 7 kg (6 mánaða) til 40 kg (12 ára)
íbúprófen
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Nurofen Junior og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Nurofen Junior
3.
Hvernig nota á Nurofen Junior
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Nurofen Junior
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NUROFEN JUNIOR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Íbúprófen tilheyrir flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi
gigtarlyf. Þessi lyf verka með því að breyta
svörun líkamans við verkjum og háum hita. Nurofen Junior er til
skammtímameðferðar við:
•
hita
•
vægum til miðlungi alvarlegum verkjum
Þú verður að tala við lækni ef barninu þínu líður ekki betur
eða ef barninu líður verr eftir 3 daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NUROFEN JUNIOR
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ GEFA NUROFEN JUNIOR BÖRNUM SEM:
•
eru með ofnæmi fyrir íbúprófeni eða öðrum svipuðum
verkjalyfjum (bólgueyðandi
gigt
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Nurofen Junior Appelsín 40 mg/ml mixtúra, dreifa
Nurofen Junior Jarðarber 40 mg/ml mixtúra, dreifa
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver ml af mixtúru, dreifu inniheldur 40 mg af íbúprófeni.
Hjálparefni með þekkta verkun
Fljótandi maltitól 2.226 mg í hverjum 5 ml, natríum 9,18 mg (0,40
mmól) í hverjum 5 ml.
NUROFEN JUNIOR APPELSÍN:
15,4 mg hveitisterkja, inniheldur ekki meira en 0,315 míkrógrömm af
glúteni í hverjum 5 ml.
NUROFEN JUNIOR JARÐARBER:
Lyfið inniheldur 16,45 mg af própýlenglýkóli (E 1520) í hverjum
5 ml.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúra, dreifa.
Beinhvít, seigfljótandi dreifa með appelsínu/jarðarberjabragði.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til skammtímameðferðar gegn vægum til miðlungi alvarlegum
verkjum.
Til skammtímameðferðar gegn hita.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Gegn verkjum og hita: Dagsskammtur af Nurofen Junior er 20-30 mg/kg
líkamsþyngdar í aðskildum
skömmtum. Með mæliáhaldinu sem fylgir er hægt að gefa þetta
með eftirfarandi hætti:
Þyngd barns (aldur)
Magn og aðferð við lyfjagjöf
Tíðni á 24 klst.
7-9 kg (6-11 mánaða)
1 x 50 mg/1,25 ml (með því
að nota sprautuna einu sinni)
3 til 4 sinnum
10-15 kg (1-3 ára)
1 x 100 mg/2,5 ml (með því
að nota sprautuna einu sinni)
3 sinnum
16-19 kg (4-5 ára)
1 x 150 mg/3,75 ml (með því
að nota sprautuna einu sinni)
3 sinnum
20-29 kg (6-9 ára)
1 x 200 mg/5 ml (með því að
nota sprautuna einu sinni)
3 sinnum
30-40 kg (10-12 ára)
1 x 300 mg/7,5 ml (með því
að nota sprautuna tvisvar)
3 sinnum
Skammtana skal gefa á u.þ.b. 6 til 8 klst. fresti.
2
Ekki ráðlagt fyrir börn yngri en 6 mánaða eða undir 7 kg.
Aðeins til skammtímanotkunar.
Leita skal til læknis ef einkenni versna.
Ef þörf er á notkun lyfsins lengur en í 3 daga eða ef einkenni
versna skal hafa samband við lækni.
Lágmarka má aukaverkanir með því að nota lægsta virka skammt í
eins stuttan tíma og hægt er t
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru