Norspan Forðaplástur 20 míkróg/klst.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-06-2023

Virkt innihaldsefni:

Buprenorphinum INN

Fáanlegur frá:

Mundipharma A/S

ATC númer:

N02AE01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Buprenorphinum

Skammtar:

20 míkróg/klst.

Lyfjaform:

Forðaplástur

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

017326 Þynnupakkning V0945

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-04-27

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
NORSPAN 5 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
NORSPAN 10 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
NORSPAN 20 MÍKRÓGRÖMM/KLST. FORÐAPLÁSTUR
búprenorfín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Norspan forðaplástur og við hverju hann er notaður
2.
Áður en byrjað er að nota Norspan forðaplástur
3.
Hvernig nota á Norspan forðaplástur
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Norspan forðaplástur
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NORSPAN FORÐAPLÁSTUR OG VIÐ HVERJU HANN ER NOTAÐUR
Norspan forðaplástrar innihalda virka efnið búprenorfín sem
tilheyrir flokki lyfja sem nefnast sterk
kvalastillandi lyf eða verkjalyf. Læknirinn hefur ávísað þeim
til að lina frekar mikla, langvinna verki
sem kalla á notkun sterks verkjalyfs.
Norspan forðaplástur á ekki að nota til að lina bráðaverki.
Norspan forðaplástur verkar gegnum húð. Eftir að hann hefur
verið settur á fer búprenorfín gegnum
húðina inn í blóðið. Hver plástur endist í sjö daga.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NORSPAN FORÐAPLÁSTUR
_ _
EKKI MÁ NOTA NORSPAN FORÐAPLÁSTUR
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir búprenorfíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6);
•
ef öndunarerfiðleikar eru til staðar;
•
ef lyfjamisnotkun 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Norspan forðaplástur 5 míkróg/klst., 10 míkróg/klst. og 20
míkróg/klst.
2.
INNIHALDSLÝSING
Norspan 5 míkrógrömm/klst.
Hver forðaplástur inniheldur 5 mg af búprenorfíni í 6,25 cm
2
fleti og losar 5 míkrógrömm af
búprenorfíni á klukkustund í 7 daga.
Norspan 10 míkrógrömm/klst.
Hver forðaplástur inniheldur 10 mg af búprenorfíni í 12,5 cm
2
fleti og losar 10 míkrógrömm af
búprenorfíni á klukkustund í 7 daga.
Norspan 20 míkrógrömm/klst.
Hver forðaplástur inniheldur 20 mg af búprenorfíni í 25 cm
2
fleti og losar 20 míkrógrömm af
búprenorfíni á klukkustund í 7 daga.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðaplástur
5 míkróg/klst. forðaplástur inniheldur: Ferhyrndan, drapplitan
plástur með ávölum hornum merktan:
Norspan 5 μ/h
10 míkróg/klst. forðaplástur inniheldur: Rétthyrndan, drapplitan
plástur með ávölum hornum merktan:
Norspan 10 μ/h
20 míkróg/klst. forðaplástur inniheldur: Ferhyrndan, drapplitan
plástur með ávölum hornum merktan:
Norspan 20 μ/h
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við frekar miklum verkjum sem ekki eru vegna illkynja
sjúkdóma þegar þörf er á ópíóíða til
að ná fram fullnægjandi verkjastillingu.
Norspan hentar ekki til meðferðar við bráðaverkjum.
Norspan er ætlað handa fullorðnum.
2
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Norspan á að nota á 7 daga fresti.
_Sjúklingar 18 ára og eldri _
_ _
Nota á lægsta skammt af Norspan (Norspan 5 míkrógrömm/klst.
forðaplástur ) sem upphafsskammt.
Hafa ber í huga fyrri notkun sjúklings á ópíóíðum (sjá kafla
4.5) sem og núverandi almennt ástand og
heilsufar sjúklings.
_Aðlögun skammta _
_ _
Við upphaf meðferðar með Norspan gæti verið þörf fyrir
viðbótarmeðferð með skammvirkum
verkjalyfjum (sjá kafla 4.5) eftir þörfum þar til Norspan er
farið að hafa verkjastillandi áhrif.
Meðan á aðlögun skammta stendur má breyta skömmtum á 3 da
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru