Noritren Tafla 50 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-06-2022

Virkt innihaldsefni:

Nortriptylinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

H. Lundbeck A/S*

ATC númer:

N06AA10

INN (Alþjóðlegt nafn):

Nortriptylinum

Skammtar:

50 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

080507 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1965-12-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
NORITREN 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
NORITREN 25 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
NORITREN 50 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
nortriptýlín (á formi hýdróklóríðs)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ.
Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM
ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Hvað er Noritren og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Noritren
3.
Hvernig nota á Noritren
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Noritren
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NORITREN OG VIÐ HVERJU ER ÞAÐ NOTAÐ
Noritren er lyf við þunglyndi. Það tilheyrir flokki svokallaðra
þríhringlaga þunglyndislyfja.
Noritren eykur virkni í ákveðnum hluta heilans, sem er mikilvægur
fyrir einkenni þunglyndis.
Noritren er tekið við þunglyndi.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NORITREN
EKKI MÁ NOTA NORITREN:
•
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir nortriptýlíni eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin
upp í kafla 6).
•
Ef þú hefur fengið blóðtappa við hjarta nýlega.
•
Ef þú ert með hjartasjúkdóm.
•
Ef þú ert með hjartsláttartruflanir (sem sjást á
hjartalínuriti).
•
Ef þú tekur eða hefur tekið á síðustu 2 vikum, ákveðna tegund
lyfja
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1/10
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUMLYFS
1.
HEITI LYFS
Noritren 10 mg filmuhúðaðar töflur.
Noritren 25 mg filmuhúðaðar töflur.
Noritren 50 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Noritren 10 mg: Hver tafla inniheldur 10 mg nortriptýlín (sem 11,38
mg nortriptýlínhýdróklóríð)
Noritren 25 mg: Hver tafla inniheldur 10 mg nortriptýlín (sem 28,45
mg nortriptýlínhýdróklóríð)
Noritren 50 mg: Hver tafla inniheldur 10 mg nortriptýlín (sem 56,90
mg nortriptýlínhýdróklóríð)
Hjálparefni með þekkta verkun
10 mg: Hver tafla inniheldur 17,3 mg laktósaeinhýdrat
25 mg: Hver tafla inniheldur 18,1 mg laktósaeinhýdrat
50 mg: Hver tafla inniheldur 17,7 mg laktósaeinhýdrat
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
10 mg:
Kringlóttar, lítillega tvíkúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur
með flatan topp, merktar „NL“ á
annarri hliðinni.
25 mg:
Kringlóttar, lítillega tvíkúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur
með flatan topp, merktar „NO“ á
annarri hliðinni.
50 mg:
Kringlóttar, lítillega tvíkúptar, hvítar, filmuhúðaðar töflur
með flatan topp, merktar „NS“ á
annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Noritren er ætlað fullorðnum til meðhöndlunar á:
Innlægu þunglyndi og öðrum þunglyndissjúkdómum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir _
Í upphafi 25 mg tvisvar á dag, skammtur er aukinn um 25 mg annan
hvern dag í 150 mg dagsskammt sem
gefinn er í 1 eða 2 skömmtum á dag, þar til klínísk einkenni
lagast.
_Aldraðir _
Í upphafi 10 mg tvisvar á dag, skammtur er smám saman aukinn í 75
mg dagsskammt sem gefinn er í
1 eða 2 skömmtum á dag.
_Börn _
Ekki er mælt með notkun Noritren fyrir börn og unglinga vegna þess
að ekki hefur verið sýnt fram á
öryggi og virkni.
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Noritrens hjá
börnum yngri en 18 ára.
2/10
Engar upplýsingar liggja fyrir.
_Skert nýrnastarfsemi: _
Má gefa í venjulegum skömmtum þegar nýrnastarfsemi er skert
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru