Niontix Lyfjagas, fljótandi 100%

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-07-2020

Virkt innihaldsefni:

Dinitrogenii oxidum

Fáanlegur frá:

Linde Sverige AB

ATC númer:

N01AX13

INN (Alþjóðlegt nafn):

Nitrous oxidum

Skammtar:

100%

Lyfjaform:

Lyfjagas, fljótandi

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

118231 Gashylki ; 047442 Gashylki ; 047460 Gashylki

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2007-11-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NIONTIX 100% LYFJAGAS, FLJÓTANDI
Tvínituroxíð (glaðloft)
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknis eða hjúkrunarfræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum um lyfið.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækni eða hjúkrunarfræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Niontix og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Niontix
3.
Hvernig nota á Niontix
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Niontix
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NIONTIX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Niontix er gas (tvínituroxíð – glaðloft) sem notað er með
innöndun. Það bragðast og lyktar örlítið sætt
og er litlaust. Það er fáanlegt í gashylki með loka til að
stjórna gasflæði.
Gashylkið inniheldur hreint Niontix undir svo háum þrýstingi að
gasið er fljótandi.
ÁHRIF NIONTIX
Niontix er svæfandi – og þegar þú andar því inn munt þú
slaka á og þreytast en það gerir það að
verkum að þú sofnar. Niontix hefur verkjastillandi áhrif, dregur
úr sársauka og hækkar
sársaukaþröskuldinn. Niontix hefur einnig slakandi og lítið eitt
róandi áhrif.
Þessu valda áhrif tvínituroxíðs á boðefni í taugakerfinu.
VIÐ HVERJU ER NIONTIX NOTAÐ?
Niontix er notað fyrir alla aldurshópa sem einn þáttur í
svæfingu fyrir skurðaðgerð eða þegar þörf er á
verkjastillandi/róandi áhrifum sem eru fljótvirk og skammvinn og
þegar verkur sem meðferð er veitt
við er vægur til miðlungi alvarlegur og varir í takma
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                S
AMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Niontix 100%, lyfjagas, fljótandi.
2.
INNIHALDSLÝSING
Tvínituroxíð (N
2
O, glaðloft) 100%.
Inniheldur engin hjálparefni.
3.
LYFJAFORM
Lyfjagas, fljótandi.
Litarlaust gas með sætu bragði og lykt.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Tvínituroxíð er notað

við svæfingu með öðrum svæfingalyfjum til innöndunar eða í
æð.

við meðferð vægra til miðlungi alvarlegra skammvinnra verkja
þegar þörf er á að
verkjastillandi verkun hefjist og hverfi fljótt.
Tvínituroxíð er notað fyrir sjúklinga á öllum aldri.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Starfsfólk sem gefur tvínituroxíð verður að hafa fengið
viðeigandi þjálfun og reynslu í notkun lyfsins.
Tvínituroxíð má aðeins gefa þar sem viðeigandi búnaður er til
staðar til að tryggja aðgang að opnum
öndunarvegi og hefja endurlífgun í neyðartilfellum ef þörf er
á.
Skammtar
_Almenn svæfing _
Þegar það er notað við svæfingu er tvínituroxíð yfirleitt
notað í styrkleikanum 35 til 75 % blandað
saman við súrefni og önnur svæfingalyf þegar þörf er á.
Tvínituroxíð eitt sér nægir yfirleitt ekki við svæfingu fyrir
skurðaðgerð en á því að nota með öðrum
svæfingalyfjum við almenna svæfingu.
Tvínituroxíð verkar með flestum öðrum svæfingalyfjum (sjá
milliverkanir við önnur lyf og aðrar
milliverkanir, kafli 4.5).
Tvínituroxíð í blöndu með súrefni, í hlutföllunum einn hluti
súrefni og tveir hlutar tvínituroxíð, sem
gerir blöndu af u.þ.b. 33% súrefni og 66% tvínituroxíð er oft
notað.
Áhrif tvínituroxíðs þegar það er gefið eitt sér fara ekki
eftir aldri sjúklingsins en þegar það er gefið
með öðrum svæfingalyfjum hefur blandan yfirleitt meiri áhrif á
eldra fólk en yngra. Meiri áhrif má
sjá í eldri aldursflokkum, með hlutfallslega minni MAC áhrif sem
eykst eftir 40-45 ára aldur.
_Verkjastilling, róun vakandi sjúklings _
_ _
Tvínituroxíð hefur róandi og verkjastillandi áhrif.

                                
                                Lestu allt skjalið