Nicorette Invisi Forðaplástur 10 mg/16 klst.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Nicotinum

Fáanlegur frá:

McNeil Denmark ApS

ATC númer:

N07BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Nicotinum

Skammtar:

10 mg/16 klst.

Lyfjaform:

Forðaplástur

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

065752 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2009-08-31

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NICORETTE INVISI 10 MG/16 KLST.
FORÐAPLÁSTRAR
NICORETTE INVISI 15 MG/16 KLST.
FORÐAPLÁSTRAR
NICORETTE INVISI 25 MG/16 KLST.
FORÐAPLÁSTRAR
NIKÓTÍN
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota Nicorette Invisi nákvæmlega eins og lýst er í
þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
−
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
−
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
−
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
−
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Nicorette Invisi
forðaplástra og við hverju þeir eru notaðir
2.
Áður en byrjað er að nota Nicorette Invisi
forðaplástra
3.
Hvernig nota á Nicorette Invisi
forðaplástra
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Nicorette Invisi forðaplástra
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NICORETTE INVISI FORÐAPLÁSTRA OG VIÐ HVERJU ÞEIR
ERU NOTAÐIR
Nicorette er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það
dregur úr nikótínþörf og
fráhvarfseinkennum. Úr Nicorette færðu það nikótín, sem þú
færð venjulega úr tóbakinu.
Reykingarþörf minnkar við notkun Nicorette Invisi forðaplástra,
þar sem nikótín losnar úr
forðaplástrunum meðan þeir eru á húðinni.
Þú getur notað Nicorette ef þú vilt:
•
hætta að reykja
•
tímabundið hætta að reykja
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað
lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið
er í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja
fy
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Nicorette Invisi 10 mg/16 klst. forðaplástur
Nicorette Invisi 15 mg/16 klst. forðaplástur
Nicorette Invisi 25 mg/16 klst. forðaplástur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver 10 mg/16 klst. forðaplástur inniheldur 15,75 mg nikótín
Hver 15 mg/16 klst. forðaplástur inniheldur 23,62 mg nikótín
Hver 25 mg/16 klst. forðaplástur inniheldur 39,37 mg nikótín
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðaplástur.
Nicorette Invisi forðaplástur er ferhyrndur hálfgagnsær plástur.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð við tóbaksfíkn með því að draga úr nikótínþörf
og fráhvarfseinkennum.
Meðferðin auðveldar því reykingafólki að venja sig af tóbaki:
•
sem hefur áhuga á að hætta að reykja
•
sem tímabundið þarf að hætta að reykja
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Nota má forðaplásturinn einan og sér eða samtímis Nicorette
lyfjatyggigúmmíi, Nicorette Cooldrops
munnsogstöflum, Nicorette Microtab tungurótartöflum, Nicorette
QuickMist munnholsúða eða
Nicorette innsogslyfi.
Fullorðnir
_Forðaplástrarnir notaðir einir og sér _
Reykingafólki sem reykir fleiri en 20 sígarettur á sólarhring er
ráðlagt að hefja meðferð með:
1 plástri, 25 mg/16 klst., daglega í 8 vikur, síðan
1 plástri, 15 mg/16 klst., daglega í 2 vikur og loks
1 plástri, 10 mg/16 klst., daglega í 2 vikur.
Reykingafólki sem reykir færri en 20 sígarettur á sólarhring er
ráðlagt að hefja meðferð með:
1 plástri, 15 mg/16 klst., daglega í 8 vikur, síðan
1 plástri, 10 mg/16 klst., daglega í 4 vikur.
2
_TAFLA YFIR MEÐFERÐARLENGD _
Skammtar við mikilli nikótínfíkn
(fleiri en 20 sígarettur/sólarhring)
Skammtar við lítilli nikótínfíkn
(færri en 20 sígarettur/sólarhring)
_Forðaplástur _
_Tímalengd _
_Forðaplástur _
_Tímalengd _
25 mg/16 klst.
Fyrstu 8 vikurnar
15 mg/16 klst.
Næstu 2 vikurnar
15 mg/16 klst.
_ _
Fyrstu 8 vikurnar
10 mg/16 klst.
Síðustu 2 vikurnar
10 mg/16 klst.
_ _
Næstu 4
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru