Natriumbikarbonat Meda Tafla 1 g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
18-12-2023

Virkt innihaldsefni:

Sodium hydrogen carbonate

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

A02AH

INN (Alþjóðlegt nafn):

Sýrubindandi lyf með natríumbíkarbónati

Skammtar:

1 g

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

129668 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-06-24

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NATRIUMBIKARBONAT MEDA 1 G TÖFLUR
natríumhýdrógenkarbonat
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Natriumbikarbonat Meda og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Natriumbikarbonat Meda
3.
Hvernig nota á Natriumbikarbonat Meda
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Natriumbikarbonat Meda
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NATRIUMBIKARBONAT MEDA OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Natriumbikarbonat Meda vinnur gegn sýru í líkamanum.
Natriumbikarbonat Meda er notað við of mikilli sýru í líkamanum
(blóðsýringu) og til að minnka sýru
í þvagi (gera þvagið basískt).
Þú verður að segja lækninum frá ef þér líður ekki betur eða
ef þér líður verr.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NATRIUMBIKARBONAT MEDA
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA NATRIUMBIKARBONAT MEDA:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir natríumhýdrógenkarbonati eða
einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins (talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en
Natriumbikarbonat Meda er notað.
-
ef þú ert með hjartasjúkdóm
-
ef 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Natriumbikarbonat Meda,1 g töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur natríumhýdrógenkarbonat, 1 g.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvít, flöt tafla með deiliskoru, 13,5 mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Blóðsýring. Til að gera þvag basískt.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skömmtun er einstaklingsbundin.
_ _
_Blóðsýring_
: Venjulegir skammtar eru 1-6 g á sólarhring. Við blóðsýringu af
völdum truflunar á
starfsemi í nýrnapíplum gæti þurft fleiri tugi gramma á
sólarhring.
_Til að gera þvag basískt_
: 1-2 töflur þrisvar sinnum á sólarhring (t.d. við meðhöndlun
á gigt með
próbenecíði).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Gæta skal varúðar hjá sjúklingum með skerta hjarta- eða
nýrnastarfsemi.
Natriumbikarbonat Meda inniheldur 273,8 mg af natríum í hverri
töflu, sem jafngildir u.þ.b. 14% af
daglegri hámarksinntöku natríums sem er 2 g fyrir fullorðna skv.
ráðleggingum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hámarksskammtur af
Natriumbikarbonat Meda
jafngildir u.þ.b. 84% af daglegri hámarksinntöku skv.
ráðleggingum
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Natriumbikarbonat
Meda er talið innihalda hátt gildi
natríums og þarf að hafa í huga hjá sjúklingum sem ráðlagt
hefur verið að fylgja saltskertu mataræði.
4.5
MILLIVERKANIR VIÐ ÖNNUR LYF OG AÐRAR MILLIVERKANIR
Greint hefur verið frá því að natríumhýdrógenkarbonat dragi
úr frásogi tetracýklína vegna breytinga á
sýrustigi.
2
4.6
FRJÓSEMI, MEÐGANGA OG BRJÓSTAGJÖF
_Meðganga _
Ekki er þekkt nein áhætta af notkun á meðgöngu.
_Brjóstagjöf _
Ekki er þekkt hvort natríumhýdrógenkarbonat skilst út í
brjóstamjólk.
4.7
ÁHRIF Á HÆFNI TIL AKSTURS OG NOTKUNAR VÉLA
Ekki hafa sést nein áhrif á hæfni til a
                                
                                Lestu allt skjalið