Naproxen Viatris (Naproxen Mylan) Tafla 250 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
05-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Naproxenum INN

Fáanlegur frá:

Viatris Limited

ATC númer:

M01AE02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Naproxenum

Skammtar:

250 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

486779 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1991-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
NAPROXEN VIATRIS 250 MG TÖFLUR
naproxen
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 3 daga ef um er að ræða hita,
en 5 daga ef um er að ræða verki
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Naproxen Viatris og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Naproxen Viatris
3.
Hvernig nota á Naproxen Viatris
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Naproxen Viatris
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM NAPROXEN VIATRIS OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Naproxen Viatris er verkjastillandi, hitalækkandi og bólgueyðandi
lyf. Naproxen Viatris tilheyrir
flokki bólgueyðandi gigtarlyfja sem ekki eru sterar.
Naproxen Viatris er notað við vægum til miðlungi alvarlegum
verkjum, t.d. höfuðverk, tannverk,
vöðva- og liðverk, bakverk og hita af völdum kvefs og
tíðaverkjum.
Naproxen, sem er virka efnið í Naproxen Viatris, gæti einnig verið
samþykkt til meðferðar við öðrum
sjúkdómum, sem ekki er getið um í þessum fylgiseðli. Leitið til
læknisins, lyfjafræðings eða
hjúkrunarfræðings ef spurningar vakna. Ávallt skal fylgja
fyrirmælum læknis og leiðbeiningum á
merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA NAPROXEN VIATRIS
EKKI MÁ NOTA NAPROXEN VIATRIS :
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir naproxeni, naproxennatríum eða
einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Naproxen Viatris 250 mg töflur
Naproxen Viatris 500 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur naproxen 250 mg eða 500 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
_250 mg tafla_
: hvít, kringlótt slétt tafla með deilistriki, 10 mm í þvermál,
merkt „Naproxen 250“ á
annarri hliðinni.
_500 mg tafla_
: hvít, sporöskjulaga tafla með deilistriki, 17x9 mm, merkt „NP
500“ á annarri hliðinni.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Liðagigt. Barnaliðagigt. Slitgigt. Bólgur í hryggjarliðum (Mb
Bechterew). Tíðaverkir án finnanlegra
orsaka. Bráð mígreniköst. Bráðir vægir til miðlungi alvarlegir
verkir, til dæmis höfuðverkur,
tannverkur, stoðkerfis- og liðverkir, bakverkur. Hiti sem fylgir
kvefi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Meðferð skal hefja með minnsta skammti sem búist er við að
virki, sem síðan skal aðlaga með hliðsjón
af svörun og hugsanlegum aukaverkunum. Við langtímameðferð skal
leitast við að nota lítinn
viðhaldsskammt. Hægt er að lágmarka hættuna á aukaverkunum með
því að nota minnsta virka
skammt í eins stuttan tíma og mögulegt er til að hafa stjórn á
einkennum (sjá kafla 4.4).
_Gigtsjúkdómar og bráðir, vægir til miðlungi alvarlegir verkir_
:
_Fullorðnir_
: 250-500 mg morgna og kvölds, að hámarki 1.000 mg/sólarhring.
Ávinningur getur verið af því að gefa sjúklingum með vandamál
síðla nætur eða að morgni 500 mg
þegar farið er að sofa. Sjúklingar sem taka 1.000 mg
viðhaldsskammt fá yfirleitt meðferð með einni
500 mg töflu morgna og kvölds. Sumir sjúklingar geta haft ávinning
af því að taka 750-1.000 mg einu
sinni á dag. Við inntöku 1 g í einum skammti er ráðlagt að taka
skammtinn að kvöldi.
_Börn eldri en 5 ára_
: ½ 250 mg tafla morgna og kvölds. Markmiðið skal vera 10 mg/kg
líkamsþyngdar
á dag. Börnum yfir 50 kg skal gefa fullorðinsskammt.
Notkun Naproxen
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru