Mucolysin Freyðitafla 600 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
24-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Acetylcysteinum INN

Fáanlegur frá:

Sandoz A/S*

ATC númer:

R05CB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Acetylcysteinum

Skammtar:

600 mg

Lyfjaform:

Freyðitafla

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

079654 Töfluílát Pólýprópýlen plaströr með pólýetýlentappa með þurrkefni

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2015-08-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
MUCOLYSIN 600 MG FREYÐITÖFLUR
acetýlcystein
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn eða
lyfjafræðingur hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki
innan 4-5 daga.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
1.
Upplýsingar um Mucolysin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Mucolysin
3.
Hvernig nota á Mucolysin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Mucolysin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MUCOLYSIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Mucolysin er lyf sem leysir upp slím og er notað við hósta með
þykku slími.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MUCOLYSIN
EKKI MÁ NOTA MUCOLYSIN
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir acetýlcysteini eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
•
ef þú hefur nýlega hóstað upp blóði.
Ekki nota Mucolysin handa börnum yngri en 14 ára. Til eru hentugri
lyfjaform fyrir þennan aldurshóp.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Mucolysin
er notað:
•
ef þú ert með astma eða hefur áður haft herping í
öndunarfærum (berkjukrampa).
•
ef þú hefur verið með eða ert með magasár.
•
ef þú ert sérstaklega næm/næmur fy
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Mucolysin 600 mg freyðitöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver freyðitafla inniheldur 600 mg af acetýlcysteini.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver freyðitafla inniheldur 70 mg af vatnsfríum laktósa, 139 mg af
natríum, allt að 40 mg af sorbitóli
(E420) og allt að 40 mg af maltódextríni (sem inniheldur
glúkósa).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Freyðitafla.
Hvítar, sléttar, kringlóttar töflur með deiliskoru og
brómberjalykt.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til meðferðar við einkennum. Slímlosandi lyf.
Mucolysin er ætlað fullorðnum og börnum eldri en 14 ára, sjá
kafla 4.3.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir:_
Hálf tafla (300 mg) tvisvar sinnum á sólarhring eða 1 tafla (600
mg) einu sinni á sólarhring, leyst upp í
vatni.
_Börn eldri en 14 ára:_
Hálf tafla (300 mg) einu sinni á sólarhring, leyst upp í vatni.
_Börn yngri en 14 ára:_
Má ekki nota hjá börnum yngri en 14 ára, sjá kafla 4.3.
Lyfjagjöf
Til inntöku. Freyðitöflurnar skal leysa upp í hálfu glasi af
vatni.
4.3
FRÁBENDINGAR
•
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna sem talin
eru upp í kafla 6.1.
•
Notið ekki hjá sjúklingum sem nýlega hafa haft blóðhósta.
Vegna mikils magns virka efnisins má ekki nota Mucolysin 600 mg hjá
börnum yngri en 14 ára.
2
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Í tengslum við notkun acetýlcysteins hefur örsjaldan verið
tilkynnt um alvarleg viðbrögð í húð, svo
sem Stevens-Johnson heilkenni og Lyells heilkenni. Ef einhverjar
nýjar breytingar verða á húð eða
slímhúð skal tafarlaust hafa samband við lækni og hætta notkun
Mucolysin.
Nota skal acetýlcystein með varúð hjá sjúklingum með
berkjuastma eða sögu um magasár.
Líklegt er að acetýlcystein hafi áhrif á losun histamíns sem
leiði til samsvarandi aukaverkana (t.d.
höfuðverkur, ofnæmiskvef, kláði, ofsakl
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru