Minirin Frostþurrkuð tafla 60 míkróg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
11-04-2023

Virkt innihaldsefni:

Desmopressinum acetat

Fáanlegur frá:

Ferring Lægemidler A/S

ATC númer:

H01BA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Desmopressinum

Skammtar:

60 míkróg

Lyfjaform:

Frostþurrkuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

021593 Þynnupakkning ; 021604 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-06-14

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MINIRIN FROSTÞURRKAÐAR TÖFLUR, 60 MÍKRÓG, 120 MÍKRÓG EÐA 240
MÍKRÓG
Desmópressín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
▪
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
▪
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
▪
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
▪
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um MINIRIN frostþurrkaðar töflur og við hverju þær
eru notaðar
2.
Áður en byrjað er að nota MINIRIN frostþurrkaðar töflur
3.
Hvernig nota á MINIRIN frostþurrkaðar töflur
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á MINIRIN frostþurrkaðar töflur
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MINIRIN FROSTÞURRKAÐAR TÖFLUR OG VIÐ HVERJU ÞÆR
ERU NOTAÐAR
MINIRIN frostþurrkaða töflu skal leggja undir tunguna, þar sem
hún leysist upp.
MINIRIN frostþurrkaðar töflur draga úr þvagframleiðslu.
Nota má MINIRIN frostþurrkaðar töflur:
•
við ósjálfráðum næturþvaglátum hjá börnum,
•
til meðhöndlunar á tíðum næturþvaglátum hjá fullorðnum,
•
við flóðmigu (diabetes insipidus).
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MINIRIN FROSTÞURRKAÐAR TÖFLUR
EKKI MÁ NOTA MINIRIN FROSTÞURRKAÐAR TÖFLUR:
•
Við mikilli vanabundinni vökvaneyslu eða vökvaneyslu (ofþorsta)
af geðrænum toga
•
Við hjartasjúkdómum eða öðrum sjúkd
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1 SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
MINIRIN 60 míkróg, 120 míkróg eða 240 míkróg frostþurrkaðar
töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Í hverri einingu eru 60, 120 eða 240 míkróg desmópressín.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Frostþurrkuð tafla.
60 míkróg: Hvít, kringlótt frostþurrkuð tafla með mynd af dropa
á annarri hliðinni.
120 míkróg: Hvít, kringlótt frostþurrkuð tafla með mynd af
tveimur dropum á annarri hliðinni.
240 míkróg: Hvít, kringlótt frostþurrkuð tafla með mynd af
þremur dropum á annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Flóðmiga (diabetes insipidus).
Ósjálfráð næturþvaglát (enuresis nocturna).
Næturþvaglát hjá fullorðnum (nocturi).
_ _
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Almennt:
Lyfjagjöf: Minirin frostþurrkaða töflu skal leggja undir tunguna
þar sem hún leysist upp. Ekki er
nauðsynlegt að drekka vatn með.
Fæðuneysla: Sé desmópressín tekið inn með mat getur það
dregið úr þvagræsandi verkun lítilla
skammta af lyfinu (sjá kafla 4.5).
Ef einkenni vökvasöfnunar og/eða blóðnatríumlækkunar
(höfuðverkur, ógleði/uppköst,
þyngdaraukning og í alvarlegum tilvikum krampar) koma fram á að
gera hlé á meðferð þar til
sjúklingurinn hefur náð sér. Þegar meðferð hefst að nýju á
að framfylgja takmörkun á vökvaneyslu
_(_
sjá
kafla 4.4).
Hafi þau klínísku áhrif sem óskað var eftir ekki náðst eftir 4
vikna skammtaaðlögun, skal
meðhöndluninni hætt.
Flóðmiga (diabetes insipidus):
_Börn og fullorðnir:_
Skammtar eru einstaklingsbundnir, en venjulegur skammtur er á bilinu
120-720 míkróg á sólarhring.
Ráðlagður byrjunarskammtar hjá fullorðnum og börnum er 60
míkróg undir tungu þrisvar sinnum á
dag. Hjá flestum sjúklingum er viðhaldsskammtur 60-120 míkróg
undir tungu þrisvar sinnum á
sólarhring. Skammta á að aðlaga einstaklingsbundið.
Ósjálfráð næturþvaglát (enuresis nocturna):
_Börn frá 5 ára aldri: _
2
Ráðlagður 
                                
                                Lestu allt skjalið