Mildison Lipid Krem 10 mg/g

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-05-2023

Virkt innihaldsefni:

Hydrocortisonum INN

Fáanlegur frá:

Karo Pharma AB*

ATC númer:

D07AA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Hydrocortisonum

Skammtar:

10 mg/g

Lyfjaform:

Krem

Gerð lyfseðils:

(L R) Ekki lyfseðilsskylt/ lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

486750 Túpa ; 489264 Túpa ; 176472 Túpa

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1990-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MILDISON LIPID 1% KREM
hýdrókortisón
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðings ef
þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig
um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá
kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Mildison Lipid og við hverju er það notað
2.
Áður en byrjað er að nota Mildison Lipid
3.
Hvernig nota á Mildison Lipid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Mildison Lipid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MILDISON LIPID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Mildison Lipid inniheldur hýdrókortisón sem er barksteralyf (vægur
steri) með væga verkun (flokkur I) til
útvortis notkunar í feitu kremi.
Mildison Lipid krem er notað til meðferðar á bráðu og
langvarandi exemi. Mildison Lipid hentar vel til
meðferðar á þurru, hrjúfu exemi.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MILDISON LIPID
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
_ _
EKKI MÁ NOTA MILDISON LIPID
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir hýdrókortisóni eða einhverju
öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
við sýkingum af völdum baktería, sveppa eða sníkjudýra. Í
þeim tilvikum á einnig að meðhöndla
húðina með öðru lyfi. Ráðfærðu þig við lækni.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið r
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Mildison Lipid 1% krem.
2.
VIRK INNIHALDSEFNI OG STYRKLEIKAR
1 g af kremi inniheldur: Hydrocortison: 10 mg
Hjálparefni með þekkta verkun
Cetósterýlalkóhól 60 mg
bensýlalkóhól 7,5 mg
própýlparahýdroxýbensóat 0,5 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Krem
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Bráðaexem og langvinnt exem af ýmsum orsökum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Berist á í þunnu lagi 2 sinnum á sólarhring. Þegar bati kemur í
ljós má minnka skammta og bera
kremið á 1 sinni á sólarhring eða 2-3 sinnum í viku til skiptis
á við aðra mýkjandi meðferð.
Eftir samfellda langtímanotkun staðbundinna barkstera, of tíða
notkun þeirra eða notkun á útbreiddum
svæðum er hugsanleg hætta fyrir hendi á að fá
fráhvarfsheilkenni vegna staðbundinnar steranotkunar
(e. topical steroid withdrawal syndrome, TSW) þegar hætt er að nota
lyfið skyndilega (sjá kafla 4.4 og
4.8). Hægt er að koma í veg fyrir þetta með því að hætta
notkun lyfsins smám saman eftir
langtímameðferð, í stað þess að stöðva meðferðina
skyndilega.
4.3
FRÁBENDINGAR
Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna.
Við sýkingar í húð af völdum baktería, sjúkdómsvaldandi
sveppa eða snýkjudýra má aðeins nota
staðbundna sykurstera ef sýkingin er meðhöndluð samhliða.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Varist að lyfið berist á augnslímhúð.
Við langtímanotkun á erfiðu exemi á stórum húðsvæðum hjá
litlum börnum skal hafa í huga hættuna á
almennri (systemic) verkun.
Verið getur að skýrt sé frá sjóntruflunum við altæka og
staðbundna notkun barkstera. Ef sjúklingur fær
einkenni á borð við þokusýn eða aðrar sjóntruflanir skal
íhuga að vísa honum til augnlæknis til að
meta mögulegar ástæður, þ.m.t. drer, gláka eða sjaldgæfir
sjúkdómar á borð við miðlægan vessandi
æðu- og sjónukvilla sem tilkynnt hefur verið u
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru