Midodrin Evolan Tafla 5 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
05-09-2022

Virkt innihaldsefni:

Midodrinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Evolan Pharma AB

ATC númer:

C01CA17

INN (Alþjóðlegt nafn):

midodrine

Skammtar:

5 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

501382 Þynnupakkning PVC-PVDC/álþynnur. V0969

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2018-03-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MIDODRIN EVOLAN 2,5 MG TÖFLUR
MIDODRIN EVOLAN 5 MG TÖFLUR
midodrin hýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Midodrin Evolan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Midodrin Evolan
3.
Hvernig nota á Midodrin Evolan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Midodrin Evolan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MIDODRIN EVOLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Heiti lyfsins er Midodrin Evolan. Það inniheldur efnið midodrin
hýdróklóríð. Það tilheyrir flokki lyfja
sem kallast adrenvirk og dópamínvirk lyf. Midodrin hýdróklóríð
er lyf sem hækkar blóðþrýstinginn og
er notað til að meðhöndla tiltekna alvarlega gerð lágs
blóðþrýstings hjá fullorðnum þegar aðrar
meðferðir hafa ekki virkað.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MIDODRIN EVOLAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA MIDODRIN EVOLAN:
•
ef um er að ræða ofnæmi fyrir midodrin hýdróklóríði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
•
ef þú ert með háan blóðþrýsting
•
ef þú ert með hægan hjartslátt (púls)
•
ef þú átt í erfið
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Midodrin Evolan 2,5 mg töflur.
Midodrin Evolan 5 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 2,5 mg af midodrin hýdróklóríði.
Hver tafla inniheldur 5 mg af midodrin hýdróklóríði.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla.
Hvítar, flatar, kringlóttar töflur, ígreyptar með „2,5“ og 7
mm í þvermál.
Hvítar, flatar, kringlóttar töflur, ígreyptar með „5“ og 10
mm í þvermál.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Midodrin Evolan er ætlað fullorðnum til meðferðar við verulegum
réttstöðulágþrýstingi vegna
truflunar í ósjálfráða taugakerfinu, þegar aðrar meðferðir og
aðgerðir til leiðréttingar hafa ekki borið
árangur.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Upphafsskamtur er 2,5 mg þrisvar á dag. Auka má skammtinn vikulega
í að hámarki 10 mg þrisvar á
dag, háð einstaklingsbundinni svörun.
Mæla skal blóðþrýstinginn mjög oft í upphafi meðferðar og
fylgjast skal náið með honum eftir hverja
skammtaaukningu. Íhuga má sólarhringsblóðþrýstingsmælingu
(ambulatory) til að fínstilla
skammtaáætlunina.
Síðasti skammtur dagsins má vera minni og hann skal taka a.m.k. 4
klst. fyrir háttatíma, til að koma í
veg fyrir háþrýsting í útafliggjandi stöðu (sjá kafla 4.4).
Midodrin Evolan má taka með eða án matar (sjá kafla 5.2).
_Börn _
Öryggi og verkun midodrins hjá börnum hefur ekki verið
ákvarðað. Engar upplýsingar eru
fyrirliggjandi.
2
_Aldraðir _
Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um skömmtun hjá
öldruðum og ekki hafa verið gerðar
sérstakar rannsóknir með áherslu á hugsanlega skammtaminnkun hjá
öldruðum. Gæta skal varúðar
þegar skammtur er aukinn.
_Sjúklingar með skerta nýrnastarfsemi _
Ekki hafa verið gerðar sérstakar rannsóknir með áherslu á
hugsanlega skammtaminnkun hjá
sjúklingum með skerta nýrnastarfsemi. Gæta skal varúðar þegar
skammtur er aukinn. Að öllu jöfnu á
ekki að nota mi
                                
                                Lestu allt skjalið