Metronidazol Baxter Viaflo Innrennslislyf, lausn 5 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
29-01-2024

Virkt innihaldsefni:

Metronidazolum INN

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB

ATC númer:

J01XD01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Metronidazolum

Skammtar:

5 mg/ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

193605 Poki Polyolefin/Polyamide - Viaflo

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-12-22

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
METRONIDAZOL BAXTER VIAFLO 5 MG/ML INNRENNSLISLYF, LAUSN
metrónídazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Látið lækninn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er
minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
1.
Upplýsingar um Metronidazol Baxter Viaflo og við hverju það er
notað
2.
Áður en byrjað er að nota Metronidazol Baxter Viaflo
3.
Hvernig nota á Metronidazol Baxter Viaflo
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Metronidazol Baxter Viaflo
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM METRONIDAZOL BAXTER VIAFLO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER
NOTAÐ
Hvaða lyf er þetta?
Virka efnið í lyfinu er metrónídazól. Það er örverudrepandi
efni (efni sem drepur örverur eða bælir
fjölgun þeirra og vöxt).
Lyfið inniheldur 500 mg af metrónídazóli í hverjum 100 ml (5 mg
í hverjum ml). Það er sæfð lausn til
innrennslis í bláæð, laus við endótoxín úr bakteríum (efni
sem valda sótthita).
Við hverju er það notað?
Lyfið er notað þegar ekki er unnt að nota lyf sem tekið er inn,
til að fyrirbyggja og meðhöndla
sýkingar af völdum tiltekinna bakteríutegunda. Það er notað
handa fullorðnum og börnum til að:
-
fyrirbyggja sýkingar af völdum næmra baktería eftir
skurðaðgerðir með mikilli hættu á slíkum
sýkingum
-
meðhöndla alvarlegar og staðfestar sýkingar í kviðarholi eða
kvenlíffærum, þar sem næmar
bakteríur hafa greinst og grunur leikur á eða staðfest hefur
verið að þær séu valdur að
sýkingunni
Eingöngu má nota Metronidazol Baxter Viaflo undir eftirliti læknis.
Spyrjið lækninn ef frekari upplýsinga er óskað um sýkinguna.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA METRONIDAZOL BAX
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKIM LYFS
1.
HEITI LYFS
Metronidazol Baxter Viaflo 5 mg/ml innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Metrónídazól
5 mg/ml
100 ml af innrennslislyfi, lausn innihalda 500 mg af metrónídazóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
Osmólþéttni:
308 mOsm/l
pH: 4,5 til 6,0
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn
Tær, nánast litlaus eða fölgul lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Metronidazol Baxter Viaflo 5 mg/ml innrennslislyf, lausn er ætluð
til meðferðar við eftirtöldum
ábendingum hjá fullorðnum og börnum þegar ekki er unnt að nota
lyf til inntöku:
-
Fyrirbyggjandi meðferð gegn sýkingum af völdum næmra loftfælinna
baktería, einkum
_Bacteriodes_
tegunda og loftfælinna
_Streptococci_
tegunda, eftir skurðaðgerðir á kviðarholi, kvenlíffærum,
meltingarfærum eða ristli eða endaþarmi, þar sem mikil hætta er
á slíkum sýkingum. Einnig er hægt
að nota lausnina ásamt öðru sýklalyfi sem er virkt gegn
loftháðum bakteríum.
-
Meðferð við alvarlegum sýkingum í kviðarholi og kvenlíffærum
þar sem næmar loftfælnar
bakteríur, einkum
_Bacteriodes_
og loftfælnar
_Streptococci_
tegundir, hafa greinst og grunur er um að
þær valdi sýkingunni.
_TAKA Á MIÐ AF GILDANDI LEIÐBEININGUM UM RÉTTA NOTKUN SÝKLALYFJA.
_
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_LYFJAGJÖF _
Gefa á Metronidazol Baxter Viaflo 5 mg/ml innrennslislyf, lausn með
innrennsli í bláæð, með hraða sem
nemur u.þ.b. 5 ml/mín (eða einn innrennslispoki á 20 til 60
mínútum). Skipta á yfir í lyf til inntöku eins
fljótt og kostur er.
2
_FYRIRBYGGJANDI MEÐFERÐ GEGN SÝKINGUM AF VÖLDUM LOFTFÆLINNA
BAKTERÍA EFTIR SKURÐAÐGERÐIR: _
Aðallega við skurðaðgerðir á kvið (einkum ristli og endaþarmi)
og kvenlíffærum.
Fyrirbyggjandi meðferð með sýklalyfjum á að vera stutt,
aðallega takmörkuð við tímann fyrst eftir
skurðaðgerð (24 klukkustundir og aldrei lengur en 48
klukkustundir). Ýmsar meðferðaráætlanir eru
hugsanlegar.
Fullorðnir: Inn
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru