Metadon 2care4 Tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-11-2023

Virkt innihaldsefni:

Methadonum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

2care4 Generics ApS

ATC númer:

N07BC02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Methadonum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R X) Eftirritunarskylt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

146549 Þynnupakkning Al/PVC/PVDC

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-02-12

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
METADON 2CARE4 5 MG TÖFLUR
METADON 2CARE4 10 MG TÖFLUR
metadónhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ TAKA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Metadon 2care4 og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Metadon 2care4
3.
Hvernig nota á Metadon 2care4
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Metadon 2care4
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM METADON 2CARE4 OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Metadon 2care4 er morfínlíkt lyf sem er notað hjá fullorðnum
við:
-
meðferð á alvarlegum langvinnum verkjum sem aðeins er hægt að
hafa viðunandi stjórn á með
ópíóíðverkjalyfjum
-
uppbótarmeðferð hjá sjúklingum sem háðir eru ópíötum, gefin
samhliða læknismeðferð,
sálfræðimeðferð og félagslegri endurhæfingu.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA METADON 2CARE4
EKKI MÁ NOTA METADON 2CARE4:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir metadóni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef þú notar eða hefur notað MAO-hemil (mónóamín-oxíðasahemil)
innan síðustu tveggja vikna
(lyf sem er notað við þunglyndi og Parkinsons-sjúkdómi).
-
ef þú 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Metadon 2care4 5 mg töflur
Metadon 2care4 10 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver 5 mg tafla inniheldur 5 mg af metadónhýdróklóríði.
Hver 10 mg tafla inniheldur 10 mg af metadónhýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver 5 mg tafla inniheldur 157 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver 10 mg tafla inniheldur 71 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
Metadon 2care4 5 mg töflur eru hvítar til næstum hvítar,
kringlóttar og flatar töflur, 8 mm að þvermáli,
með áletruninni „5“ á annarri hliðinni og deiliskoru á hinni
hliðinni.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
Metadon 2care4 10 mg töflur eru hvítar til næstum hvítar,
kringlóttar og flatar töflur, 6 mm að
þvermáli, með áletruninni „10“ á annarri hliðinni og
deiliskoru á hinni hliðinni.
Deiliskoran er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni
svo auðveldara sé að kyngja henni en
ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Einkennatengd viðhaldsmeðferð ópíóíðháðra sjúklinga
samhliða læknis- og sálfræðimeðferð og
félagslegri endurhæfingu. Einkennameðferð við miklum langvinnum
verkjum sem aðeins er hægt að
hafa viðunandi stjórn á með ópíóíðverkjalyfjum.
Metadon 2care4 er ætlað fullorðnum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Verkjaástand_
:
Aðlaga skal skammtinn og meta hann á grundvelli áhrifanna á
viðkomandi sjúkling.
Eftirfarandi skammtaráðleggingar eru einungis til viðmiðunar
þegar meðferð með Metadon 2care4
hefst og þær þarf að laga að einstaklingsbundinni þörf á
verkjastillingu. Til að ná fram fullum
verkjastillandi áhrifum hraðar má í upphafi gefa Metadon 2care4
með styttri tíma milli skammta, í
takmarkaðan tíma.
_Skammtar hjá sjúklingum sem eru óvanir ópíóíðum:_
2
Þegar metadón til inntöku er notað hjá sjúklingum sem hafa ekki
áður fengið meðferð með ópí
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru