Menopur Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna 1200 a.e.

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-07-2023

Virkt innihaldsefni:

Menotropinum

Fáanlegur frá:

Ferring Lægemidler A/S

ATC númer:

G03GA02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Menotropinum

Skammtar:

1200 a.e.

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna

Gerð lyfseðils:

(R Z) Sérfræðingsmerkt (og lyfseðilsskylt)

Vörulýsing:

169281 Áfylltur lyfjapenni Type I glass

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2021-05-28

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MENOPUR 600 A.E. STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM LYFJAPENNA
MENOPUR 12
00 A.E. STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM LYFJAPENNA
menótrópín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU
MIKILVÆGAR UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á
frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur
valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé
að ræða.
-
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um MENOPUR og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota MENOPUR
3.
Hvernig nota á MENOPUR
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á MENOPUR
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MENOPUR OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
MENOPUR er stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna. Því er
sprautað undir húð – venjulega í
maga.
MENOPUR inniheldur menótrópín sem er blanda af tveimur
náttúrulegum hormónum sem
kallast:
•
kynfrumukveikja (FSH) og
•
gulbúskveikja (LH).
Þessi hormón stuðla að því að æxlunarfæri starfi eðlilega.
FSH og LH í menótrópíni eru
fengin úr þvagi kvenna eftir breytingaskeið.
VIÐ HVERJU ER MENOPUR NOTAÐ
MENOPUR er notað hjá konum sem geta ekki orðið barnshafandi. Það
er notað:
•
hjá konum með eggjastokka sem framleiða ekki egg. Þar á meðal
konum með fjölblöðru-
eggjastokkaheilkenni (PCOS). MENOPUR er gefið konum sem hafa áður
fengið lyfið
klómifensítrat við ófrjósemi, án þess að meðferðin hafi
borið árangur.
•
hjá konum sem ganga í gegnum tæknifrjóvgun svo sem:
o
glasafrjóvgun/uppsetningu fósturvísa (IVF/ET)
o
innsetningu kyn
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Menopur 600 a.e. stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna
Menopur 1200 a.e. stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna
2.
INNIHALDSLÝSING
Menopur 600 a.e. stungulyf, lausn:
Einn fjölskammta áfylltur lyfjapenni gefur háhreinsað
menótrópín (manna tíðahvarfa gónadótrópín,
HMG) sem svarar til hormónavirkni 600 a.e. af FSH (kynfrumnakveikju)
og 600 a.e. af LH
(gulbúskveikju) í 0,96 ml af lausn.
Menopur 1200 a.e. stungulyf, lausn:
Einn fjölskammta áfylltur lyfjapenni gefur háhreinsað
menótrópín (manna tíðahvarfa gónadótrópín,
HMG) sem svarar til hormónavirkni 1200 a.e. af FSH (kynfrumnakveikju)
og 1200 a.e. af LH
(gulbúskveikju) í 1,92 ml af lausn.
Einn ml af lausn inniheldur 625 a.e. af FSH og 625 a.e. af LH.
Menopur inniheldur hCG (manna kóríóngónadótrópín), hormón sem
finnst í þvagi kvenna eftir
tíðahvörf og veldur hormónavirkni sem stuðlar að lokaþroska
gulbús.
Virka efnið í Menopur er unnið úr þvagi kvenna eftir
tíðahvörf.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Stungulyf, lausn í áfylltum lyfjapenna (stungulyf).
Tær lausn.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Menopur er notað til meðferðar á ófrjósemi í eftirtöldum
tilvikum:
Hjá konum sem ekki hafa egglos, þar með talið þeim sem eru með
fjölblöðrueggjastokkaheilkenni
(PCOS), og hafa ekki svarað meðferð með klómifensítrati.
Til örvunar á eggjastokkum til að stuðla að þroska fjölda
eggbúa í tengslum við tæknifrjóvgun (ART)
(svo sem glasafrjóvgun/uppsetningu fósturvísa (IVF/ET), innsetningu
kynfruma í eggjaleiðara (gamete
intra-fallopian transfer (GIFT) og smásjárfrjóvgun (ICSI)).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Hefja skal meðferð með Menopur undir eftirliti læknis með reynslu
í meðferð við ófrjósemi.
Skammtar
Það er mjög mismunandi hvernig sjúklingar svara utanaðkomandi
gónadótrópíni.
2
Það er því ekki hægt að gefa upp ákveðna skammta. Skammtar eru
því einstaklingsbu
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru