Marbodin Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
07-09-2020

Virkt innihaldsefni:

Memantinum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

STADA Arzneimittel AG

ATC númer:

N06DX01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Memantinum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

193285 Stakskammtaþynna PVC/PE/PVDC og ál V0605; 079272 Þynnupakkning PVC/PE/PVDC og ál ; 375304 Þynnupakkning PVC/PE/PVDC og ál

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2017-04-24

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR SJÚKLING
MARBODIN 10 MG FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
memantinhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Marbodin og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Marbodin
3.
Hvernig nota á Marbodin
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Marbodin
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MARBODIN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
HVERNIG MARBODIN VIRKAR
Marbodin tilheyrir flokki lyfja sem kallaður er lyf við heilabilun.
Minnistap vegna Alzheimerssjúkdóms stafar af truflun í boðskiptum
heilans. Í heilanum eru
svokallaðir N-metýl-D-aspartat (NMDA)-viðtakar sem bera áfram
taugaboð sem eru mikilvæg þegar
lærdómur og minni er annars vegar. Marbodin tilheyrir lyfjaflokki
sem nefnist NMDA-viðtakablokkar.
Marbodin hefur áhrif á NMDA-viðtakana, sem bætir sendingu
taugaboða og minnið.
VIÐ HVERJU MARBODIN ER NOTAÐ
Marbodin er notað við meðferð sjúklinga sem haldnir eru miðlungi
miklum til alvarlegum
Alzheimerssjúkdómi.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA MARBODIN
EKKI MÁ NOTA MARBODIN

ef um er að ræða ofnæmi fyrir memantinhýdróklóríði eða
einhverju öðru innihaldsefni lyfsins
(talin upp í kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Marbodin
er notað.

ef þú er með sögu um flog

ef þú hefur nýlega 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Marbodin 10 mg filmuhúðaðar töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 10 mg af
memantinhýdróklóríði, sem samsvarar 8,31 mg af
memantini.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Hvít, tvíkúpt, mjórri í miðjunni, 10 mm – 5,6 mm,
filmuhúðuð tafla með deilistriki á báðum hliðum og
ígreypt með ‘1 0’ á annarri hliðinni.
Töflunni má skipta í jafna skammta.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Meðferð hjá sjúklingum með miðlungi mikinn til alvarlegan
Alzheimerssjúkdóm.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Meðferð skal hafin af lækni með reynslu af greiningu og meðferð
Alzheimersvitglapa og skal hann
hafa umsjón með henni. Aðeins skal hefja meðferð ef
umönnunaraðili er til staðar sem hefur reglulegt
eftirlit með lyfjatöku sjúklingsins. Greining skal vera í samræmi
við núgildandi leiðbeiningar.
Endurmeta skal þol fyrir memantini og skömmtun reglulega, helst
innan þriggja mánaða frá upphafi
meðferðar. Eftir það á reglulega að endurmeta klínískan
ávinning af memantini og hversu vel
sjúklingurinn þolir meðferðina, samkvæmt gildandi klínískum
leiðbeiningum. Halda má
viðhaldsmeðferð áfram á meðan ávinningur er af meðferðinni og
sjúklingurinn þolir meðferð með
memantini. Meta skal hvort hætta eigi meðferðinni þegar ekki
sjást lengur merki þess að hún hafi
klínísk áhrif eða ef sjúklingurinn þolir hana ekki.
_Fullorðnir _
Skammtaaðlögun
Hámarks dagskammtur er 20 mg á dag. Til að draga úr líkum á
aukaverkunum er skammtur aukinn um
5 mg á viku fyrstu þrjár vikurnar upp að viðhaldsskammti á
eftirfarandi hátt:
Vika 1 (dagur 1-7):
Sjúklingurinn skal taka hálfa 10 mg filmuhúðaða töflu (5 mg) á
dag í 7 daga.
Vika 2 (dagur 8-14):
Sjúklingurinn skal taka eina 10 mg filmuhúðaða töflu (10 mg) á
dag í 7 daga.
2
Vika 3 (dagur 15-21):
Sjúklingurinn skal taka eina og hálfa 10 mg film
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru