Mannitol Baxter Viaflo Innrennslislyf, lausn 150 mg/ ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-01-2020

Virkt innihaldsefni:

Mannitolum

Fáanlegur frá:

Baxter Medical AB*

ATC númer:

B05BC01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Mannitolum

Skammtar:

150 mg/ ml

Lyfjaform:

Innrennslislyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

551388 Poki

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2002-11-14

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL:
UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
MANNITOL BAXTER VIAFLO 150 MG/ML, INNRENNSLISLYF, LAUSN
mannitól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar
aukaverkanir. Þetta gildir einnig um
aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla
4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Mannitol Baxter Viaflo og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Mannitol Baxter Viaflo
3.
Hvernig nota á Mannitol Baxter Viaflo
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Mannitol Baxter Viaflo
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM MANNITOL BAXTER VIAFLO OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Mannitol Baxter Viaflo er lausn með mannitóli í vatni.
Mannitol Baxter Viaflo er notað til að:
-
Auka þvagmyndun þegar nýrnastarfsemi er skert.
-
Minnka þrýsting í heila vegna vökvasöfnunar í heila (bjúgur)
eða eftir höfuðáverka.
-
Lækka augnþrýsting.
-
Meðhöndla ákveðnar eitranir eða ofskömmtun lyfja.
2.
ÁÐUR EN ÞÉR ER GEFIÐ MANNITOL BAXTER VIAFLO
EKKI MÁ GEFA ÞÉR MANNITOL BAXTER VIAFLO
-
Ef um er að ræða ofnæmi fyrir mannitóli.
-
Ef þú hefur háan styrk salta í blóði.
-
Ef þú ert með alvarlega vessaþurrð.
-
Ef nýrun geta ekki myndað þvag.
-
Ef þú ert með alvarlegan hjartasjúkdóm (hjartabilun).
-
Ef þú ert með alvarlega vökvasöfnun í lungum (lungnabjúg) sem
tengist hjartabilun.
-
Ef þú hefur virka heilablæðingu eða hefur nýlega fengið
alvarlegan höfuðáverka.
-
Ef þú hefur ekki brugðist við reynsluskammti sem l
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM
1.
HEITI LYFS
Mannitol Baxter Viaflo 150
mg/ml, innrennslislyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
Mannitól:
150 g/l
Hver ml inniheldur 150 mg af mannitóli.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Innrennslislyf, lausn.
Tær litlaus lausn án sýnilegra agna.
Osmósuþéttni: 823 mOsm/l (u.þ.b.)
pH: 4,5 til 7,0
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Mannitol Baxter Viaflo 150 mg/ml er ætlað til notkunar sem
osmótískt þvagræsilyf við eftirfarandi
aðstæður:
-
Til að örva þvagmyndun til fyrirbyggingar eða meðferðar á
þvagþurrðarstigi bráðrar
nýrnabilunar, áður en óafturkræf þvagþurrðarnýrnabilun kemur
fram
-
Til að lækka innankúpuþrýsting og minnka heilabjúg, sé
blóð-heila þröskuldur órofinn
-
Til að lækka hækkaðan augnþrýsting þegar aðrar aðferðir hafa
ekki dugað
-
Örvun útskilnaðar eiturefna um nýru við eitranir
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar:
Val á styrk mannitóls, skammtastærð og tíðni lyfjagjafar byggir
á aldri, þyngd og klínísku ástandi
sjúklingsins sem og annarri samtímis lyfjagjöf.
Fullorðnir og unglingar:
Bráð nýrnabilun
Hefðbundið skammtabil fyrir fullorðna er 50 til 200 g af mannitóli
(330 til 1320) ml á sólarhring.
Hámarksskammtur í sérhverju tilviki er 50 g af mannitóli (330 ml).
Í flestum tilvikum nást fram
nægjanleg viðbrögð við skammti sem er 50 til 100 g af mannitóli
á dag (330 til 660 ml).
Hraðinn á gjöfinni er venjulegast stilltur þannig að það náist
stöðugt þvagflæði sem er a.m.k. 30 til 50
ml á klst.
2
Í bráðatilfellum eingöngu getur hámarks innrennslishraði verið
allt að 200 mg/kg, gefið á 5 mínútum
(sjá einnig um reynsluskammt). Eftir 5 mínútur á að minnka
innrennslishraða þannig að þvagflæði
haldist í a.m.k. 30 til 50 ml á klst. og hámarksskammtur sé 200 g
á sólarhring.
_Notkun handa sjúklingum með þvagþurrð eða skerta
nýrnastarfsemi _
Sjúklingar með verulega þvagþurrð eða grun um ófullnægj
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru