Malaseb vet. Hársápa 2 % w/v

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
04-11-2013

Virkt innihaldsefni:

Chlorhexidinum díglúkónat; Miconazolum nítrat

Fáanlegur frá:

Dechra Veterinary Products A/S*

ATC númer:

QD08AC52

INN (Alþjóðlegt nafn):

Bígvaníð og amídín-Klórhexidín í blöndum

Skammtar:

2 % w/v

Lyfjaform:

Hársápa

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

103906 Glas glas úr polyetýleni með skrúftappa polyprópýleni

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2008-12-08

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL FYRIR:
Malaseb vet.
Upplýsingar á íslensku eru á http://www.serlyfjaskra.is
1.
HEITI OG HEIMILISFANG MARKAÐSLEYFISHAFA OG ÞESS FRAMLEIÐANDA
SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT, EF ANNAR
MARKAÐSLEYFISHAFI
Dechra Veterinary Products A/S
Mekuvej 9
7171 Uldum
Danmörk
FRAMLEIÐANDI SEM BER ÁBYRGÐ Á LOKASAMÞYKKT:
Genera Inc.,
Svetonedeljska cesta 2,
Kalinovica,
10436 Rakov Potok,
Króatía
Dales Pharmaceuticals Limited
Snaygill Industrial Estate
Keighley Road
Skipton
North Yorkshire
BD23 2RW
Bretland
2.
HEITI DÝRALYFS
Malaseb vet.
3.
VIRK(T) INNIHALDSEFNI OG ÖNNUR INNIHALDSEFNI
1 ml inniheldur:
Virk innihaldsefni:
Klórhexidíntvíglúkonat 20 mg (sem samsvarar klórhexidíni 11,26
mg)
Miconazolnítrat 20 mg (sem samsvarar miconazoli 17,37 mg)
Hjálparefni:
Metýlklórisotiazolinon 0,0075 mg
Metýlisotiazolinon 0,0025 mg
Natríumbenzóat 1,25 mg.
Lyfið er tær eða sem næst tær, ljósgulur til ljósbrúnn vökvi.
4.
ÁBENDINGAR
Til meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar við flösuhúðbólgu
af völdum
_Malassezia pachydermatis_
og
_Staphylococcus intermedius_
hjá hundum.
2
Ásamt griseofulvini til hjálpar í meðferð við hringormi
(sveppasýkingu) af völdum
_Microsporum _
_canis_
_._
hjá köttum.
5.
FRÁBENDINGAR
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju
hjálparefnanna.
6.
AUKAVERKANIR
Einstaka sinnum getur komið fram kláði og/eða húðroði eftir
meðferð hjá hundum með
ofnæmistilhneigingu og köttum með ofnæmissjúkdóm í húð.
Örsjaldan koma fyrir aukaverkanir í húð (kláði, roði) hjá
hundum og köttum eftir meðferð.
Gerið dýralækni viðvart ef vart verður alvarlegra aukaverkana
eða aukaverkana sem ekki eru
tilgreindar á fylgiseðlinum.
7.
DÝRATEGUND(IR)
Hundar og kettir.
8.
SKAMMTAR FYRIR HVERJA DÝRATEGUND, ÍKOMULEIÐ(IR) OG AÐFERÐ VIÐ
LYFJAGJÖF
Hundar: Almennt á að þvo með hársápunni tvisvar sinnum í viku
þar til einkenni hverfa og vikulega
eftir það eins og þörf er á til að hafa hemil á sjúkd
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI DÝRALYFS
Malaseb vet.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ML INNIHELDUR:
Virk innihaldsefni:
Klórhexidíntvíglúkonat 20 mg (samsvarar klórhexidíni 11,26 mg)
Miconazolnítrat 20 mg (samsvarar miconazoli 17,37 mg)
Hjálparefni:
Metýlklórisotiazolinon 0,0075 mg
Metýlisotiazolinon 0,0025 mg
Natríumbenzóat 1,25 mg
Heildarlisti með hjálparefnum, sjá kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Hársápa.
Tær eða sem næst tær, ljósgulur til ljósbrúnn vökvi.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
DÝRATEGUNDIR
Hundar og kettir.
4.2
ÁBENDINGAR FYRIR TILGREINDAR DÝRATEGUNDIR
Hundar: Til meðferðar og fyrirbyggjandi meðferðar við
flösuhúðbólgu af völdum _Malassezia _
_pachydermatis_ og _Staphylococcus intermedius_.
Kettir: Ásamt griseofulvini til hjálpar í meðferð við hringormi
(sveppasýkingu) af völdum
_Microsporum canis_.
4.3
FRÁBENDINGAR
Gefið ekki dýrum sem hafa ofnæmi fyrir virku efnunum eða einhverju
hjálparefnanna.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ FYRIR HVERJA DÝRATEGUND
Hundar og kettir:
Til að koma í veg fyrir endurkomu sýkingarinnar skal beita
viðeigandi stjórnunaraðferðum í umhverfi
dýrsins (til dæmis hreinsa og sótthreinsa hundakofa, fleti).
2
Kettir:
Malaseb vet. hársápu á aðeins að nota ásamt griseofulvini þegar
meðhöndlað er gegn sýkingu af
völdum _Microsporum canis_.
Notkun hársápunnar á ketti getur í byrjun valdið því að meira
af _M. canis_ kemur fram við ræktun eftir
sýnatöku með burstun feldsins.
Bæði rannsóknir á köttum í sínu venjulega umhverfi, sem og
rannsóknir á köttum á rannsóknastofum
hafa sýnt fram á að hægt er að koma í veg fyrir eða minnka
mengun _M. canis_ í umhverfinu með því að
nota Malaseb vet. hársápu tvisvar sinnum í viku.
Ekki er nauðsynlegt að klippa hár kattarins. Í þessum rannsóknum
var griseofulvin gefið samfleytt allt
meðferðartímabilið og ávinningur hvað varðar bæði klínískan
bata og minni umhverfismengun var
meiri en þegar griseofulvin var notað eitt sér.
4.
                                
                                Lestu allt skjalið