Refludan

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Refludan
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Refludan
  Evrópusambandið
 • Tungumál:
 • íslenska

Meðferðarupplýsingar

 • Meðferðarhópur:
 • Lækkun lyf,
 • Lækningarsvæði:
 • Segarek, Blóðflagnafæð
 • Ábendingar:
 • Segavarnarlyf hjá fullorðnum sjúklingum með tegund II blóðflagnafæð af völdum lifrarbólgu og segarek í bláæðum. Greining ætti að vera staðfest af heparín völdum blóðflögum örvun prófi eða sams próf.
 • Vörulýsing:
 • Revision: 15

Staða

 • Heimild:
 • EMA - European Medicines Agency
 • Leyfisstaða:
 • Aftakað
 • Leyfisnúmer:
 • EMEA/H/C/000122
 • Leyfisdagur:
 • 12-03-1997
 • EMEA númer:
 • EMEA/H/C/000122
 • Síðasta uppfærsla:
 • 31-03-2019

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

B. FYLGISEÐILL

Medicinal product no longer authorised

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Refludan 20 mg stungulyfs-/innrennslisstofn

Lepírúdín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um:

Hvað Refludan er og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Refludan

Hvernig á að nota Refludan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig á að geyma Refludan

Aðrar upplýsingar

1.

HVAÐ REFLUDAN ER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Refludan er segavarnarlyf.

Segavarnarlyf eru lyf, sem koma í veg fyrir myndun blóðkekkja (blóðtappa).

Refludan er notað til að koma í veg fyrir blóðstorknun hjá fullorðnum sjúklingum sem eru með

blóðflagnafæð af völdum heparíns (HIT (heparin-induced thrombocytopenia)) af gerð II og

segamyndunarsjúkdóm þegar gefa þarf segavarnarlyf með inndælingu. Blóðflagnafæð af völdum

heparíns (HIT) af gerð II er sjúkdómur sem getur átt sér stað eftir að þér hafa verið gefin lyf sem

innihalda heparín. Það myndar nokkurs konar ofnæmi fyrir heparíni. Þetta getur valdið því að

blóðflögur verða of fáar og/eða kekkjum í æðum (blóðtappar). Þetta getur einnig valdið því að

blóðtappar setjist að í líffærum.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA REFLUDAN

Ekki má nota Refludan

ef þú ert með ofnæmi fyrir lepírúdíni, hírúdínum eða einhverju öðru innihaldsefni Refludan.

ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Refludan

Ef þú er með blæðingartilhneigingu mun læknirinn meta áhættu af Refludan gjöf gegn ávinningi. Því

ert þú vinsamlegast beðin/n að segja lækninum frá því ef þú hefur eða hefur fengið:

Nýlega ástungu á stóra æð eða líffæri.

Afbrigðilegar æðar eða líffæri.

Nýlega heilablæðingu, heilablóðfall eða skurðaðgerð sem snertir heilann.

Háan blóðþrýsting.

Bólgur í innri himnu hjartans.

Nýrnasjúkdóm sem fer versnandi.

Blæðingartilhneigingu sem fer versnandi.

Nýlega meiriháttar skurðaðgerð.

Nýlega blæðingu (t.d. í heila, maga/þörmum, augum, lungum).

Augljós merki um blæðingu.

Medicinal product no longer authorised

Nýlegt virkt sár í maga, vélinda eða skeifugörn.

Ert eldri en 65 ára.

Vinsamlegast segðu lækninum frá því ef þú er með skerta nýrnastarfsemi eða skorpulifur (versnandi

lifrarsjúkdóm) þar sem hann mun þá lækka lyfjaskammtinn.

Þú skalt einnig greina lækninum frá því ef þú hefur einhvern tímann áður fengið Refludan, hírúdín eða

hírúdínhliðstæðu.

Notkun annarra lyfja

Upplýsið lækninn eða lyfjafræðing ef önnur lyf eru notuð eða hafa verið notuð nýverið, einnig þau

sem fengin eru án lyfseðils.

Lyf sem notuð eru til að leysa upp kekki eða töflur sem notaðar eru til að koma í veg fyrir myndun

þeirra (kúmarín) geta aukið hættu á blæðingum þegar þau eru gefin samtímis.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Refludan ætti hvorki að gefa barnshafandi konum né konum með barn á brjósti.

3.

HVERNIG Á AÐ NOTA REFLUDAN

Læknirinn mun ákveða og fylgjast með skömmtun lyfsins og lengd meðferðarinnar með Refludan í

samræmi við heilsufarslegt ástand þitt, líkamsþyngd og ákveðin rannsóknargildi.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Refludan vera of mikil eða of lítil.

Eftir að Refludan hefur verið blandað með viðeigandi leysi er það gefið í bláæð, annað hvort með

inndælingu eða innrennsli.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Refludan valdið aukaverkunum, þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar (minnst 1 af hverjum 10 einstaklingum)

Blæðing

Blæðingartilvik sem skýrt hefur verið frá: Blóðleysi eða lækkun á gildum blóðrauða án þess að

greinilegt sé hvar blæðir, marblettir, blæðingar frá stungustað, blóðnasir, blóð í þvagi, blæðingar í

meltingarvegi, blæðingar frá fæðingarvegi, blæðingar í endaþarmi, lungnablæðingar, blæðingar í

brjóstholi og í kringum hjartað eftir skurðaðgerðir, blæðingar í heila.

Alvarlegar blæðingar og þó einkum blæðingar í heila geta verið lífshættulegar. Við nákvæmt eftirlit á

blóðflagnafæð af völdum heparíns (HIT) af gerð II eftir markaðssetningu lyfsins var skýrt frá

blæðingum sem ollu dauða hjá 1% sjúklinga og blæðingum í heila hjá 0,2% sjúklinga. Alvarlegar

blæðingar geta valdið minnkuðu blóðrúmmáli í blóðrás, lágum blóðþrýstingi, losti og fylgikvillum

þeirra.

Sjaldgæfar (færri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)– Ofnæmi í húð (útbrot þar með talin), kláði,

hitasteypur, hækkaður líkamshiti, kuldahrollur.

– Bráðaofnæmi þar með talinn ofsakláði, erfiðleikar við öndun (t.d. nokkurs konar krampar),

hósti, hvæsandi hljóð við öndun, vökvasöfnun á líkamanum og innri æðaveggjum (þar með talinn:

andlitsbjúgur, bjúgur í tungu, bjúgur í hálsi). Í alvarlegri tilvikum getur þetta leitt til losts og

dauða.

Medicinal product no longer authorised

– Óþægindi á stungustað, þar með talinn verkur.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

5.

HVERNIG Á AÐ GEYMA REFLUDAN

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Refludan eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri umbúðum og hettuglasi á

eftir FYRN.

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C. Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri öskjunni.

Notið Refludan ekki ef lausnin er skýjuð eftir blöndun eða ef agnir eru í henni.

Lausnina á að nota þegar í stað eftir blöndun.

Farga á ónotaðri lausn á viðunandi hátt.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Refludan

Virka innihaldsefnið er lepírúdín, framleitt með DNA-samrunaerfðatækni í gerfrumum.

Önnur innihaldsefni eru mannitól (E421) og natríumhýdroxíð til pH stillingar.

Útlit Refludan og pakkningastærð

Refludan er hvítur stofn fyrir stungulyf/innrennsli sem fæst í hettuglasi með 20 mg af lepírúdíni.

Refludan er fáanlegt í pakkningum með 1 eða 10 hettuglösum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir

séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Celgene Europe Ltd., 1 Longwalk Road, Stockley Park, Uxbridge, UB11 1DB, Breska konungsríkið.

Framleiðandi

CSL Behring GmbH, Emil-von-Behring-Straße 76, 35041 Marburg, Þýskaland.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur {dagsetning}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMEA)

http://www.emea.europa.eu/

Medicinal product no longer authorised

<--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Almennar ráleggingar

Gæta skal smitgátar við blöndun og frekari þynning lyfsins.

Vatn í stungulyf eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) er notað til að blanda lyfið.

Til frekari þynningar hentar að nota natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) eða 5% glúkósulausn.

Til að blanda lyfið skjótt og að fullu má sprauta 0,4 ml af þynni í hettuglasið sem er lofttæmt og

hrista varlega. Eftir blöndun fæst venjulega tær, litlausn lausn innan 3 mínútna.

Notið ekki lausnir sem eru skýjaðar eða ef agnir eru í þeim.

Eftir blöndun á að nota lausnina þegar í stað.

Lausnina á að hita að stofuhita fyrir lyfjagjöf.

Fargið ónotaðri lausn á viðunandi hátt.

Einungis má nota sprautur úr pólýprópýleni til að sprauta lyfinu.

Blöndun Refludan lausnar í 5 mg/ml styrkleika

Við gjöf hleðsluskammts í bláæð þarf að nota lausn sem er 5 mg/ml að styrkleika:

Blandið innihald eins hettuglass (20 mg af lepírúdíni) með 0,4 ml af annað hvort vatni í

stungulyf eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%).

Endanlegur styrkleiki 5 mg/ml fæst með því að flytja lausnina í sæfða, einnota sprautu (sem

tekur að minnsta kosti 5 ml) og þynna hana frekar í 4 ml heildarrúmmál með því að nota

natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) eða 5% glúkósulausn.

Endanlega lausn á að gefa í samræmi við líkamsþyngd.

Blöndun Refludan lausnar í 2 mg/ml styrkleika

Við gjöf lyfsins með stöðugu innrennsli þarf að nota lausn sem er 2 mg/ml styrkleika:

Blandið innihald tveggja hettuglasa (sem hvort um sig inniheldur 20 mg af lepírúdíni) hvoru um

sig með 0,4 ml af annað hvort vatni í stungulyf eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%).

Endanlegur styrkleiki 2 mg/ml fæst með því að flytja lausnina úr báðum glösunum í eina sæfða,

einnota sprautu sem notuð er í gegnflæðitækið (sem tekur 50 ml) og þynna hana frekar í 20 ml

heildarrúmmál með því að nota natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) eða 5% glúkósulausn.

Innrennslishraða sjálfvirku innrennslisdælunnar (prefusor automate) á að stilla í samræmi við

líkamsþyngd.

Skipta verður um sprautu í dælunni að minnsta kosti á 12 klst. fresti eftir að innrennsli hefst.

Lyfjastofnun

Medicinal product no longer authorised

FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS

Refludan 50 mg stungulyfs-/innrennslisstofn

Lepírúdín

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfið.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum.

Það getur valdið þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður aukaverkana sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um:

Hvað Refludan er og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Refludan

Hvernig á að nota Refludan

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig á að geyma Refludan

Aðrar upplýsingar

1.

HVAÐ REFLUDAN ER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ

Refludan er segavarnarlyf.

Segavarnarlyf eru lyf, sem koma í veg fyrir myndun blóðkekkja (blóðtappa).

Refludan er notað til að koma í veg fyrir blóðstorknun hjá fullorðnum sjúklingum sem eru með

blóðflagnafæð af völdum heparíns (HIT (heparin-induced thrombocytopenia)) af gerð II og

segamyndunarsjúkdóm þegar gefa þarf segavarnarlyf með inndælingu. Blóðflagnafæð af völdum

heparíns (HIT) af gerð II er sjúkdómur sem getur átt sér stað eftir að þér hafa verið gefin lyf sem

innihalda heparín. Það myndar nokkurs konar ofnæmi fyrir heparíni. Þetta getur valdið því að

blóðflögur verða of fáar og/eða kekkjum í æðum (blóðtappar).

Þetta getur einnig valdið því að blóðtappar setjist að í líffærum.

2.

ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA REFLUDAN

Ekki má nota Refludan

ef þú ert með ofnæmi fyrir lepírúdíni, hírúdínum eða einhverju öðru innihaldsefni Refludan.

ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti.

Gæta skal sérstakrar varúðar við notkun Refludan

Ef þú er með blæðingartilhneigingu mun læknirinn meta áhættu af Refludan gjöf gegn ávinningi. Því

ert þú vinsamlegast beðin/n að segja lækninum frá því ef þú hefur eða hefur fengið:

Nýlega ástungu á stóra æð eða líffæri.

Afbrigðilegar æðar eða líffæri.

Nýlega heilablæðingu, heilablóðfall eða skurðaðgerð sem snertir heilann.

Háan blóðþrýsting.

Bólgur í innri himnu hjartans.

Nýrnasjúkdóm sem fer versnandi.

Blæðingartilhneigingu sem fer versnandi.

Nýlega meiriháttar skurðaðgerð.

Nýlega blæðingu (t.d. í heila, maga/þörmum, augum, lungum).

Augljós merki um blæðingu.

Medicinal product no longer authorised

Nýlegt virkt sár í maga, vélinda eða skeifugörn.

Ert eldri en 65 ára.

Vinsamlegast segðu lækninum frá því ef þú er með skerta nýrnastarfsemi eða skorpulifur (versnandi

lifrarsjúkdóm) þar sem hann mun þá lækka lyfjaskammtinn.

Þú skalt einnig greina lækninum frá því ef þú hefur einhvern tímann áður fengið Refludan, hírúdín eða

hírúdínhliðstæðu.

Notkun annarra lyfja

Upplýsið lækninn eða lyfjafræðing ef önnur lyf eru notuð eða hafa verið notuð nýverið, einnig þau

sem fengin eru án lyfseðils.

Lyf sem notuð eru til að leysa upp kekki eða töflur sem notaðar eru til að koma í veg fyrir myndun

þeirra (kúmarín) geta aukið hættu á blæðingum þegar þau eru gefin samtímis.

Meðganga og brjóstagjöf

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyf eru notuð.

Refludan ætti hvorki að gefa barnshafandi konum né konum með barn á brjósti.

3.

HVERNIG Á AÐ NOTA REFLUDAN

Læknirinn mun ákveða og fylgjast með skömmtun lyfsins og lengd meðferðarinnar með Refludan í

samræmi við heilsufarslegt ástand þitt, líkamsþyngd og ákveðin rannsóknargildi.

Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þér finnst áhrifin af Refludan vera of mikil eða of lítil.

Eftir að Refludan hefur verið blandað með viðeigandi leysi er það gefið í bláæð, annað hvort með

inndælingu eða innrennsli.

4.

HUGSANLEGAR AUKAVERKANIR

Eins og við á um öll lyf getur Refludan valdið aukaverkunum, þó ekki hjá öllum.

Mjög algengar (minnst hjá 1 af hverjum 10 einstaklingum)

– Blæðing.

Blæðingartilvik sem skýrt hefur verið frá: Blóðleysi eða lækkun á gildum blóðrauða án þess að

greinilegt sé hvar blæðir, marblettir, blæðingar frá stungustað, blóðnasir, blóð í þvagi, blæðingar í

meltingarvegi, blæðingar frá fæðingarvegi, blæðingar í endaþarmi, lungnablæðingar, blæðingar í

brjóstholi og í kringum hjartað eftir skurðaðgerðir, blæðingar í heila.

Alvarlegar blæðingar og þó einkum blæðingar í heila geta verið lífshættulegar. Við nákvæmt eftirlit á

blóðflagnafæð af völdum heparíns (HIT) af gerð II eftir markaðssetningu lyfsins var skýrt frá

blæðingum sem ollu dauða hjá 1% sjúklinga og blæðingum í heila hjá 0,2% sjúklinga. Alvarlegar

blæðingar geta valdið minnkuðu blóðrúmmáli í blóðrás, lágum blóðþrýstingi, losti og fylgikvillum

þeirra.

Sjaldgæfar (hjá færri en 1 af hverjum 1.000 einstaklingum)

– Ofnæmi í húð (útbrot þar með talin), kláði, hitasteypur, hækkaður líkamshiti, kuldahrollur.

– Bráðaofnæmi þar með talinn ofsakláði, erfiðleikar við öndun (t.d. nokkurs konar krampar),

hósti, hvæsandi hljóð við öndun, vökvasöfnun á líkamanum og innri æðaveggjum (þar með talinn:

andlitsbjúgur, bjúgur í tungu, bjúgur í hálsi). Í alvarlegri tilvikum getur þetta leitt til losts og

dauða.

Medicinal product no longer authorised

– Óþægindi á stungustað, þar með talinn verkur.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita ef vart verður við aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum

fylgiseðli eða ef aukaverkanir sem taldar eru upp reynast alvarlegar.

5.

HVERNIG Á AÐ GEYMA REFLUDAN

Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ekki skal nota Refludan eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á ytri umbúðum og hettuglasi á

eftir FYRN.

Geymið ekki við hærra hitastig en 25°C. Má ekki frjósa.

Geymið hettuglasið í ytri öskjunni.

Notið Refludan ekki ef lausnin er skýjuð eftir blöndun eða ef agnir eru í henni.

Lausnina á að nota þegar í stað eftir blöndun.

Farga á ónotaðri lausn á viðunandi hátt.

6.

AÐRAR UPPLÝSINGAR

Hvað inniheldur Refludan

Virka innihaldsefnið er lepírúdín, framleitt með DNA-samrunaerfðatækni í gerfrumum.

Önnur innihaldsefni eru mannitól (E421) og natríumhýdroxíð til pH stillingar.

Útlit Refludan og pakkningastærð

Refludan er hvítur stofn fyrir stungulyf/innrennsli sem fæst í hettuglasi með 50 mg af lepírúdíni.

Refludan er fáanlegt í pakkningum með 1 eða 10 hettuglösum. Ekki er víst að allar pakkningastærðir

séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Celgene Europe Ltd., 1 Longwalk Road, Stockley Park, Uxbridge, UB11 1DB, Breska konungsríkið.

Framleiðandi

CSL Behring GmbH, Emil-von-Behring-Straße 76, 35041 Marburg, Þýskaland.

Þessi fylgiseðill var síðast samþykktur {dagsetning}

Ítarlegar upplýsingar um lyfið eru birtar á heimasíðu Evrópsku lyfjastofnunarinnar (EMEA)

http://www.emea.europa.eu/

Medicinal product no longer authorised

<--------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Eftirfarandi upplýsingar eru einungis ætlaðar heilbrigðisstarfsfólki:

Leiðbeiningar um notkun og meðhöndlun

Almennar ráleggingar

Gæta skal smitgátar við blöndun og frekari þynning lyfsins.

Vatn í stungulyf eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) er notað til að blanda lyfið.

Til frekari þynningar hentar að nota natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) eða 5% glúkósulausn.

Til að blanda lyfið skjótt og að fullu má sprauta 1 ml af þynni í hettuglasið sem er lofttæmt og

hrista varlega. Eftir blöndun fæst venjulega tær, litlausn lausn innan 3 mínútna.

Notið ekki lausnir sem eru skýjaðar eða ef agnir eru í þeim.

Eftir blöndun á að nota lausnina þegar í stað.

Lausnina á að hita að stofuhita fyrir lyfjagjöf.

Fargið ónotaðri lausn á viðunandi hátt.

Einungis má nota sprautur úr pólýprópýleni til að sprauta lyfinu.

Blöndun Refludan lausnar í 5 mg/ml styrkleika

Við gjöf hleðsluskammts í bláæð þarf að nota lausn sem er 5 mg/ml að styrkleika:

Blandið innihald eins hettuglass (50 mg af lepírúdíni) með 1 ml af annað hvort vatni í stungulyf

eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%).

Endanlegur styrkleiki 5 mg/ml fæst með því að flytja lausnina í sæfða, einnota sprautu (sem

tekur að minnsta kosti 10 ml) og þynna hana frekar í 10 ml heildarrúmmál með því að nota

natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) eða 5% glúkósulausn.

Endanlega lausn á að gefa í samræmi við líkamsþyngd.

Blöndun Refludan lausnar í 2 mg/ml styrkleika

Við gjöf lyfsins með stöðugu innrennsli þarf að nota lausn sem er 2 mg/ml styrkleika:

Blandið innihald tveggja hettuglasa (sem hvort um sig inniheldur 50 mg af lepírúdíni) hvoru um

sig með 1 ml af annað hvort vatni í stungulyf eða natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%).

Endanlegur styrkleiki 2 mg/ml fæst með því að flytja lausnina úr báðum glösunum í eina sæfða,

einnota sprautu sem notuð er í gegnflæðitækið (sem tekur 50 ml) og þynna hana frekar í 50 ml

heildarrúmmál með því að nota natríumklóríðlausn 9 mg/ml (0,9%) eða 5% glúkósulausn.

Innrennslishraða sjálfvirku innrennslisdælunnar (prefusor automate) á að stilla í samræmi við

líkamsþyngd.

Skipta verður um sprautu í dælunni að minnsta kosti á 12 klst. fresti eftir að innrennsli hefst.

Lyfjastofnun

Medicinal product no longer authorised