Glimepirid Bluefish

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Glimepirid Bluefish Tafla 3 mg
 • Skammtar:
 • 3 mg
 • Lyfjaform:
 • Tafla
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Glimepirid Bluefish Tafla 3 mg
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 1e4a5d15-72ac-e411-8d52-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Glimepirid Bluefish 1 mg, 2 mg, 3 mg og 4 mg töflur

glimepirid

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum.

Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má gefa það öðrum. Það getur valdið

þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir

sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Glimepirid Bluefish og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að nota Glimepirid Bluefish

Hvernig nota á Glimepirid Bluefish

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Glimepirid Bluefish

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Glimepirid Bluefish og við hverju það er notað

Glimepirid Bluefish er blóðsykurslækkandi lyf til inntöku. Það tilheyrir flokki lyfja sem kallast

súlfónýlúrealyf.

Virkni Glimepirid Bluefish felst í að auka losun insúlíns úr briskirtlinum. Insúlínið lækkar síðan magn

blóðsykurs hjá þér.

Glimepirid Bluefish er notað til meðferðar á ákveðinni gerð sykursýki (sykursýki af tegund 2), þegar

mataræði og aukin hreyfing til megrunar ein sér duga ekki til að ná stjórn á magni blóðsykurs.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.

2.

Áður en byrjað er að nota Glimepirid Bluefish

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

Ekki má nota Glimepirid Bluefish:

ef þú hefur ofnæmi fyrir glimepiridi eða öðrum súlfónlýúrealyfjum (lyf notuð til að lækka

blóðsykur eins og glibenclamid,) eða súlfónamíðum (lyf notuð við bakteríusýkingu eins og

sulfamethoxazol) eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6)

ef þú ert með insúlínháða sykursýki (sykursýki af tegund 1)

ef þú ert í sykursýkisdái (meðvitundarleysi)

ef þú ert með ketónblóðsýringu (hækkað sýrustig líkamans) og þú hefur einhver af eftirtöldum

einkennum: þreytu, lasleika (ógleði), tíð þvaglát og stífa vöðva

ef þú ert með alvarlegan nýrnasjúkdóm

ef þú ert með verulega skerta lifrarstarfsemi.

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en Glimepirid Bluefish er notað:

Nauðsynlegt er að mæla sykurmagn í blóði og þvagi reglulega. Á fyrstu vikum meðferðar með

glimepiridi er aukin hætta á blóðsykurfalli.

ef þú ert með skerta nýrna- eða lifrarstarfsemi eða við langa föstu geta blóðsykurslækkandi áhrif

glimepirids verið of mikil.

ef notuð eru önnur lyf eða náttúruvörur á sama tíma (sjá „Notkun annarra lyfja samhliða

Glimepirid Bluefish“)

Takmarkaðar upplýsingar eru fyrirliggjandi um notkun Glimepirid Bluefish hjá einstaklingum

yngri en 18 ára. Því er ekki ráðlagt að nota það hjá þessum sjúklingum.

Einkenni blóðsykursfalls geta komið fram ef:

þú notar önnur lyf á sama tíma,

þú tekur of stóran skammt af þessu lyfi,

þú borðar óreglulega,

þú ert með hita,

þú verður fyrir skaðlegri streitu,

þú eykur líkamsþjálfun,

þú neytir áfengis.

Alvarlegur nýrna- eða lifrarsjúkdómur,

Ef þú ert með ákveðna hormónatengda sjúkdóma (sjúkdómar í skjaldkirtli, í heiladingli eða

nýrnahettuberki),

Vannæring, máltíðum er sleppt eða seinkað, eða við föstu,

Breyting á mataræði.

Einkenni blóðsykursfalls geta meðal annars verið hungurverkir, yfirliðskennd, sviti, taugaveiklun,

riða, fölleiki, höfuðverkur, ógleði, uppköst, seinlæti, syfja, svefntruflanir, eirðarleysi.

einbeitingarskortur, minni árvekni og viðbragðstími, þunglyndi, rugl, tal- og sjóntruflanir, árásargirni,

óskýrt tal, skjálfti, lömun að hluta til, skyntruflanir, skyntruflanir, hjálparleysi, svimi, jafnvel krampar

og meðvitundarleysi.

Eftirtalin einkenni geta einnig komið fram: svitamyndun, þvöl húð, kvíði, hraður eða aukinn

hjartsláttur, háþrýstingur, hjartsláttarónot, finna fyrir eigin hjartslætti, skyndilegur mikill brjóstverkur

sem getur leitt út í nálæg svæði (hjartaöng og hjartsláttaróregla).

Ef blóðsykursgildið heldur áfram að lækka getur þú fengið óráð (delerium), flog, misst sjálfstjórn,

öndun getur orðið grunn og hjartsláttur hægist, þú gætir misst meðvitund. Klínísk einkenni alvarlegs

blóðsykurfalls geta líkst heilablóðfalli.

Í flestum tilvikum hverfa einkenni blóðsykursfalls fljótt eftir inntöku sykurs á einhverju formi. Þess

vegna átt þú alltaf að ganga með sykur í einhverri mynd á þér, t.d. þrúgusykur, ávaxtasafa, súkkulaði

eða annað líkt því. Athugið að gervisykur hefur engin áhrif. Hafið samband við lækninn eða farið á

næsta sjúkrahús ef inntaka sykurs hjálpar ekki eða ef einkenni koma aftur.

Einkenni blóðsykurhækkunar geta verið þorsti, tíð þvaglát, munnþurrkur og þurr húð.

Í slíkum tilvikum skal hafa samband við lækninn. Við álagsaðstæður (t.d. slys, bráðaaðgerð eða hita)

getur þurft að skipta tímabundið yfir á insúlín.

Hjá sjúklingum sem skortir ensímið glúkósa-6-fosfat dehydrogenasa getur komið fram minnkun á

magni blóðrauða og niðurbrot rauðra blóðkorna (rauðalosblóðleysi).

Rannsóknarniðurstöður

Magn sykurs í blóði eða þvagi skal mæla reglulega. Læknirinn getur einnig tekið blóðsýni til að

fylgjast með blóðhag og lifrarstarfsemi.

Börn og unglingar

Ekki er mælt með notkun Glimepirid Bluefish hjá börnum yngri en 18 ára.

Notkun annarra lyfja samhliða Glimepirid Bluefish

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Virkni Glimepirid Bluefish getur orðið fyrir áhrifum ef það er notað á sama tíma og ákveðin önnur lyf

sem geta valdið blóðsykurslækkun. Þetta getur valdið hættu á blóðsykursfalli (lítill blóðsykur).

Eftirtalin lyf eru þar á meðal:

Önnur lyf til að meðhöndla sykursýki (insulín, metformin og önnur sykursýkislyf)

Lyf til að meðhöndla verki og bólgu (phenylbutazon, azopropazon, oxyphenbutazon, aspirin-

skyld lyf)

Lyf til að meðhöndla þvagfærasýkingar (ákveðin langverkandi súlfónamíð)

Lyf til að meðhöndla þunglyndi (MAO-hemlar, fluoxetin)

Lyf til að byggja upp vöðva (anabólískir sterar og karlhormón)

Lyf til að meðhöndla bakteríu- og sveppasýkingar (chloramphenicol, clarithromycin, tetracýklín

lyf, quinolon sýklalyf, miconazol)

Lyf til að koma í veg fyrir blóðtappamyndum (kúmarín segavarnarlyf)

Lyf til að lækka háan blóðþrýsing (ACE-hemlar)

Lyf notuð til að draga úr of hröðum hjartslætti (disopyramid)

Lyf notuð til að meðhöndla þvagsýrugigt (allopurinol, probenacid, sulfinpyrazon)

Lyf til að meðhöndla krabbamein (cyclophosphamid, ifosfamid, trofosfamid)

Lyf notuð til að minnka þyngd (fenfluramin)

Lyf til að auka blóðflæði þegar þau eru gefin í stórum skömmtum í æð (pentoxifyllin)

Lyf til að meðhöndla ofnæmi eins og frjókornaofnæmi (tritoqualin)

Lyf kölluð andadrenvirk lyf til að meðhöndla háþrýsting, hjartabilun eða

blöðruhálskirtilseinkenni.

Eftirfarandi lyf geta aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum Glimepirid Bluefish:

Lyf sem innihalda kvenhormón (estrogen, progestogen)

Lyf sem hjálpa til við þvagútskilnað (saltlosandi lyf, tíazíð þvagræsilyf)

Lyf notuð til að örva skjaldkirtilinn (levothyroxin)

Lyf til að meðhöndla ofnæmi og bólgur (glucocorticoids)

Lyf til að meðhöndla alvarlegar geðraskanir (phenothiazinafleiður, chlorpromazin)

Lyf notuð til að auka hjartslátt, til að meðhöndla astma eða nefstíflu, hósta og kvef, notuð til að

minnka þyngd, eða notuð í lífshættulegum bráðatilfellum (adrenalín og adrenvirk lyf)

Lyf til að meðhöndla hátt kólesteról (nikótínsýra)

Lyf til að meðhöndla hægðatregðu, þegar þau eru notuð í langan tíma (hægðalosandi lyf)

Lyf til að meðhöndla flog (phenytoin)

Lyf til að meðhöndla háan blóðþrýsting eða minnka blóðsykur (diazoxid)

Lyf til að meðhöndla alvarlegt blóðsykursfall (glucagon)

Lyf til að meðhöndla kvíða og svefnvandamál (barbitúröt)

Lyf til að meðhöndla sýkingar, berkla (rifampicin)

Lyf til að meðhöndla aukinn þrýsting í auga (azetazolamid)

Eftirtalin lyf geta aukið eða dregið úr blóðsykurslækkandi áhrifum Glimepirid Bluefish:

til meðferðar á magasárum (kölluð H

-blokkar)

Lyf til að meðhöndla háan blóðþrýsting eða hjartabilun, svo sem beta-blokkar (clonidin,

guanethidin og reserpin).

Glimepirid Bluefish getur einnig aukið eða dregið úr áhrifum eftirtalinna lyfja:

Lyf sem koma í veg fyrir blóðtappamyndun (kúmarínafleiður, eins og warfarin).

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð, þar

með talin lyf fengin án lyfseðils.

Leitið alltaf ráða hjá lækninum áður en annað lyf er tekið á sama tíma.

Notkun Glimepirid Bluefish með mat, drykk eða áfengi

Áfengi getur aukið eða minnkað blóðsykurslækkandi áhrif Glimepirid Bluefish á ófyrirsjáanlegan hátt.

Meðganga og brjóstagjöf

Meðganga

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Brjóstagjöf

Glimepirid Bluefish berst yfir í brjóstamjólk. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Glimepirid

Bluefish.

Akstur og notkun véla

Einbeitingarhæfni eða viðbragðsflýtir getur skerst ef þú ert með of lágan (blóðsykursfall) eða of háan

blóðsykur (blóðsykurshækkun) eða ef þú færð sjóntruflanir sem afleiðingu af slíku ástandi.

Hafðu þetta í huga við allar aðstæður þar sem þú gætir sett sjálfa/-n þig eða aðra í hættu (t.d. við akstur

bifreiða eða notkun véla). Hafðu samband við lækninn varðandi hvort þú megir aka bíl eða stjórna

vélum ef þú:

lendir oft í blóðsykursfalli,

viðvörunareinkenni blóðsykursfalls eru lítil eða engin.

Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni. Eitt

af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana. Lýsing á verkun og

aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn. Ef þörf er á skal ræða

þetta við lækni eða lyfjafræðing.

Glimepirid Bluefish inniheldur mjólkursykur

Glimepirid Bluefish inniheldur mjólkursykur (laktósa) sem hjálparefni. Ef læknirinn hefur sagt þér að

þú hafir óþol fyrir sumum gerðum sykurs, hafðu þá samband við lækninn áður en þú notar Glimepirid

Bluefish.

3.

Hvernig nota á Glimepirid Bluefish

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Ráðlagður skammtur fyrir fullorðna er 1-4 mg á dag í samræmi við blóðsykursgildi. Hámarks-

dagsskammtur er 6 mg.

Notkun lyfsins

Lyfið er tekið um munn rétt fyrir eða með fyrstu máltíð dagsins (yfirleitt morgunmat). Ef þú

borðar ekki morgunmat skaltu taka lyfið á þeim tíma sem læknirinn hefur mælt fyrir um.

Mikilvægt er að sleppa ekki úr máltíð þegar þú notar Glimepirid Bluefish.

Töflurnar skal gleypa með að minnsta kosti hálfu glasi af vatni. Töflurnar má hvorki mylja né

tyggja.

Það er mjög mikilvægt að sleppa engum máltíðum meðan á meðferð með Glimepirid Bluefish stendur.

Hefja má samhliðameðferð með insúlíni ef þörf krefur. Í þeim tilvikum ákveður læknirinn viðeigandi

skammt af insúlíni fyrir þig.

Verði breyting á líkamsþyngd þinni, lífsstíl eða ef þú ert undir miklu álagi getur það krafist breytingar

á Glimepirid Bluefish skammtinum. Ræddu við lækninn ef þessi atriði eiga við um þig.

Ef þér finnast áhrifin af Glimepirid Bluefish vera of mikil eða of lítil, hafðu þá samband við lækninn

eða lyfjafræðing.

Ef tekinn er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa

samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Einkenni ofskömmtunar eru lágur blóðsykur, ógleði, uppköst, magaverkur, eirðarleysi, skjálfti,

sjóntruflanir, truflun á samhæfingu, svefnhöfgi, meðvitundarleysi (dá) og krampar. Þú skalt strax

innbyrða sykur, ávaxtasafa eða annað sambærilegt ef grunur er um ofskömmtun. Meðvitundarlausum

einstaklingi má hvorki gefa mat né drykk.

Þar sem blóðsykursfall getur varað í þó nokkurn tíma er mjög mikilvægt að fylgjast náið með

sjúklingnum þar til hættan er liðin hjá. Nauðsynlegt getur verið að leggja sjúklinginn inn á sjúkrahús í

öryggisskyni. Sýnið lækninum pakkninguna eða það sem eftir er af töflunum, svo læknirinn geti séð

hvað hefur verið tekið inn.

Alvarleg tilfelli af blóðsykursfalli ásamt meðvitundarleysi og dái eru bráðatilfelli sem krefjast

tafarlausrar læknismeðferðar og innlagnar á sjúkrahús. Það getur verið gagnlegt að segja fjölskyldu og

vinum að hringja strax í lækni ef slík tilfelli koma upp.

Ef gleymist að taka Glimepirid Bluefish

Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka, taktu lyfið eins og

venjulega í næsta skipti.

Ef hætt er að nota Glimepirid Bluefish

Aukning á magni blóðsykurs getur komið fram. Ræddu við lækninn áður en þú hættir að nota lyfið.

Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Mjög sjaldgæfar aukaverkanir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 einstaklingum):

Lágur blóðsykur

Fækkun blóðfrumna:

Blóðflögur (sem eykur hættu á blæðingum og marblettum)

Hvítar blóðflögur (sem eykur sýkingahættu)

Rauð blóðkorn (getur valdið fölva og máttleysi eða öndunarerfiðleikum)

Breyting á blóðmynd og lágur blóðsykur hverfa venjulega þegar meðferð er hætt.

Aukaverkanir sem koma örsjaldan fyrir

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000

einstaklingum):

Ógleði, uppköst, niðurgangur, magaóþægindi, magaverkur, skert lifrarstarfsemi (t.d. gallteppa og

gula), lifrarbólga, lifrarbilun, alvarleg ofnæmisviðbrögð (mæði, lækkaður blóðþrýstingur, lost),

ofnæmisæðabólga, minnkað natríummagn í blóði.

Aðrar aukaverkanir eru: Hækkun lifrarensíma, aukið næmi húðar fyrir sólarljósi, húðofnæmi eins og

kláði, útbrot og ofsakláði. Miklar, óvenjulegar blæðingar eða marblettir undir húð og krossofnæmi við

súlfonýlurealyf eða súlfonamíð lyf geta komið fram.

Sjóntruflanir geta komið fram í upphafi meðferðar.

Hafa skal strax samband við lækninn ef einhver aukaverkun verður alvarleg, eða ef þú færð

óþægilegar aukaverkanir, kyngingarerðfiðleika, bólgnar varir, kok eða tungu, gulu eða mæði.

Ef einhverjar aukaverkanir verða alvarlegar eða ef þú færð aukaverkun sem ekki er talin upp í þessum

fylgiseðli, hafðu þá samband við lækninn eða lyfjafræðing.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem

ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint samkvæmt

fyrirkomulagi sem gildir í hverju landi fyrir sig, sjá Appendix V. Með því að tilkynna aukaverkanir er

hægt að hjálpa til við að auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Glimepirid Bluefish

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á umbúðunum. Fyrningardagsetning er

síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Glimepirid Bluefish inniheldur

Virka innihaldsefnið er glimepirid.

Önnur innihaldsefni eru mjólkursykurseinhýdrat, natríumsterkjuglýkólat, póvidón K-30 og

magnesíumsterat.

1 mg töflur: rautt járnoxíð (E 172), 2 mg töflur: gult járnoxíð (E 172), indigótín (E 132), 3 mg

töflur: gult járnoxíð (E 172), 4 mg töflur: indigótín (E 132).

Lýsing á útliti Glimepirid Bluefish og pakkningastærðir

1 mg tafla er kringlótt og með deiliskoru á annarri hliðinni.

2 mg, 3 mg og 4 mg töflur eru ílangar og með deiliskoru á annarri hliðinni.

PVC/PVDC/álþynnur með 10, 30, 60, 90 og 120 töflur.

Ekki er víst að allar pakkningastærðir séu markaðssettar.

Markaðsleyfishafi

Bluefish Pharmaceuticals AB

P.O. Box 49013

100 28 Stockholm

Svíþjóð

Framleiðandi

Bluefish Pharmaceuticals AB

Gävlegatan 22

113 30 Stockholm

Svíþjóð

Vinsamlega hafið samband við fulltrúa markaðsleyfishafa ef óskað er frekari upplýsinga um lyfið

Vistor hf., sími: 535 7000

Þetta lyf hefur markaðsleyfi í löndum Evrópska efnahagssvæðisins undir eftirfarandi heitum:

Danmörk: Glimepirid Bluefish

Ísland:

Glimepirid Bluefish

Svíþjóð:

Glimepirid Bluefish

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í desember 2017.