Íbúfen

Helstu upplýsingar

 • Heiti vöru:
 • Íbúfen Mixtúra, dreifa 20 mg/ ml
 • Skammtar:
 • 20 mg/ ml
 • Lyfjaform:
 • Mixtúra, dreifa
 • Lyf við lungum:
 • Mannfólk
 • Lyfjaform:
 • Allópatísk lyf

Skjöl

Staðsetning

 • Fáanlegt í:
 • Íbúfen Mixtúra, dreifa 20 mg/ml
  Ísland
 • Tungumál:
 • íslenska

Staða

 • Heimild:
 • LYFJASTOFNUN - Icelandic Medicines Agency
 • Leyfisnúmer:
 • 3531b9eb-6569-e311-95f1-001e4f17a1f7
 • Síðasta uppfærsla:
 • 14-06-2018

Upplýsingar um fylgiseðil sjúklinga: samsetning, vísbendingar, aukaverkanir, skammtar, milliverkanir, aukaverkanir, meðgöngu, brjóstagjöf

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir notanda lyfsins

Íbúfen 20 mg/ml mixtúra, dreifa

Íbúprófen

Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar

upplýsingar.

Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum fylgiseðli eða eins og læknirinn,

lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.

Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.

Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða ráðgjöf.

Þessi fylgiseðill er skrifaður miðað við að þú sért að gefa barninu þínu lyfið, en ef þú ert

fullorðin/n og ætlar að nota lyfið sjálf/ur, eiga upplýsingarnar í fylgiseðlinum einnig við um þig.

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir

einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.

Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni barnsins versna eða lagast ekki

innan 24 klst. ef barnið er yngra en 6 mánaða

innan 3 daga ef barnið er eldra en 6 mánaða

Í fylgiseðlinum eru eftirfarandi kaflar

Upplýsingar um Íbúfen og við hverju það er notað

Áður en byrjað er að gefa barninu Íbúfen

Hvernig nota á Íbúfen

Hugsanlegar aukaverkanir

Hvernig geyma á Íbúfen

Pakkningar og aðrar upplýsingar

1.

Upplýsingar um Íbúfen og við hverju það er notað

Íbúfen inniheldur íbúprófen, sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast bólgueyðandi lyf sem ekki eru

sterar, sem draga úr verkjum, þrota (bólgu) og lækka hita.

Íbúfen er til notkunar hjá börnum 3 mánaða og eldri sem eru þyngri en 5 kg.

Það má nota til að draga úr vægum til miðlungsalvarlegum verkjum svo sem særindum í hálsi,

tanntökuverkjum, tannpínu, eyrnaverk, höfuðverk, vægum sársauka og tognunum. Það má einnig nota

til að létta á einkennum kvefs og flensu og til að lækka hita, þ.m.t. hita eftir bólusetningu við 3 mánaða

aldur.

Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í

þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og leiðbeiningum á merkimiða frá

lyfjabúð.

2.

Áður en byrjað er að gefa barninu Íbúfen

Lyfið hentar flestum, en sumir einstaklingar eiga ekki að nota það. Ræddu við lækninn eða

lyfjafræðing ef eitthvað er óljóst.

Ekki gefa barninu lyfið ef:

um er að ræða ofnæmi fyrir íbúprófeni eða einhverju öðru innihaldsefni lyfsins (talin upp í

kafla 6).

það hefur fengið viðbrögð (astma, nefrennsli, útbrot, þrota í andliti, tungu, vörum eða hálsi) eftir

töku íbúprófens, asetýlsalisýlsýru (aspiríns) eða annarra bólgueyðandi lyfja

það er minna en 5 kg eða yngra en 3 mánaða

það tekur einhver önnur bólgueyðandi lyf eða asetýlsalisýlsýru (aspirín) í skammti sem er yfir

75 mg á sólarhring (almennt á ekki að gefa börnum yngri en 16 ára asetýlsalisýlsýru, en læknar

ávísa því stöku sinnum)

það er með sár, rof eða blæðingu í maga eða hefur fengið slíkt einu sinni eða tvisvar áður

það hefur fengið rof eða blæðandi sár eftir töku bólgueyðandi lyfs (barnið gæti hafa kastað upp

blóði eða dökkum ögnum sem líkjast kaffikorgi, haft blóð í hægðum eða svartar tjörukenndar

hægðir)

það er með alvarlega nýrna-, hjarta- eða lifrarbilun

það er með sjúkdóm sem eykur blæðingatilhneigingu

Varnaðarorð og varúðarreglur

Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingnum áður en Íbúfen er notað.

Þetta er sérlega mikilvægt ef:

barnið er með astma, sögu um astma eða aðra ofnæmissjúkdóma

barnið er með eða hefur haft nýrna-, lifrar- eða hjartavandamál

barnið hefur ofþornað vegna þess að hætta er á nýrnavandamálum

barnið er með bandvefssjúkdóm svo sem rauða úlfa

barnið er með langvinnan bólgusjúkdóm í þörmum svo sem Crohns sjúkdóm eða sáraristilbólgu

barnið er með hlaupabólu

Eins og á við um önnur bólgueyðandi lyf getur Íbúfen dulið einkenni sýkingar.

Bólgueyðandi-/ verkjalyf eins og íbúprófen getur tengst lítillega aukinni áhættu á hjartaáfalli eða

heilablóðfalli, einkum ef það er notað í stórum skömmtum. Ekki fara yfir ráðlagðan skammt eða

meðferðarlengd.

Þú átt að ræða meðferðina við lækni eða lyfjafræðing áður en þú hefur töku á Íbúfen ef þú:

ert með hjartakvilla, þar á meðal hjartabilun, hjartaöng (brjóstverkir), eða ef þú hefur fengið

hjartaáfall, farið í hjáveituaðgerð, ert með sjúkdóm í útlægum slagæðum (léleg blóðrás í

fótleggjum vegna þröngra eða stíflaðra slagæða), eða hefur fengið einhvers konar heilablóðfall

(þar á meðal „minniháttar heilablóðfall“ eða skammvinnt blóðþurrðarkast).

ert með háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról, fjölskyldusaga er um hjartasjúkdóma eða

heilablóðföll eða ef þú ert reykingamaður.

Notkun annarra lyfja samhliða Íbúfen

Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu

að verða notuð.

Íbúfen kann að hafa áhrif á eða verða fyrir áhrifum annarra lyfja. Til dæmis:

Önnur lyf sem innihalda íbúprófen eða önnur bólgueyðandi lyf, þ.m.t. lausasölulyf

Asetýlsalisýlsýra (aspirín) 75 mg (til að koma í veg fyrir hjartaáföll eða heilablóðföll) -

verndandi áhrif gætu skerst við töku ásamt íbúprófeni

Segavarnarlyf (þ.e. blóðþynnandi lyf/storkuvarnandi lyf, t.d. aspirín/asetýlsalisýlsýra, warfarín,

tiklópídín)

Lyf sem hindra samloðun blóðflagna (t.d. dípýrídamól, klópídógrel)

Mífepristón (til að stöðva meðgöngu)

Zídóvúdín (við HIV sýkingu)

Lyf sem kallast súlfónýlúrealyf svo sem glíbenklamíð (notað við sykursýki)

Metótrexat (við psóríasis, liðbólgu og sumum tegundum krabbameins)

Hjartaglýkósíðar (t.d. digoxín - notað við hjartavandamálum)

Þvagræsilyf (vatnslosandi töflur)

Lyf, sem draga úr háum blóðþrýstingi (ACE-hemlar eins og kaptópríl, beta-blokkar eins og

atenólól, angíótensín-II viðtakablokkar eins og lósartan)

Barksterar (bólgueyðandi lyf)

Sértækir serótónínendurupptökuhemlar (gegn þunglyndi)

Amínóglýkósíð sýklalyf (gegn sýkingum)

Litíum (gegn skapsveiflum)

Ciklósporín eða takrólímus (til að hindra höfnun eftir líffæraígræðslu)

Kólestýramín (notað til að lækka kólesteról)

Vorikónazól (sveppalyfjategund)

Leitaðu ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi ef eitthvað af ofangreindu á við.

Sum önnur lyf geta einnig haft áhrif á eða orðið fyrir áhrifum af meðferð með Íbúfen. Þú átt því alltaf

að leita ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi áður en þú notar Íbúfen með öðrum lyfjum.

Ef þú ert ekki viss um hvaða tegundir af lyfjum barnið tekur skalt þú sýna lækninum eða lyfjafræðingi

lyfin.

Íbúfen inniheldur fljótandi maltitól og natríum

Ef óþol fyrir sykrum hefur verið staðfest hjá barninu skal hafa samband við lækni áður en lyfið er

notað.

Fljótandi maltitól getur haft væg hægðalosandi áhrif.

Hver 5 ml skeið inniheldur 2 g af fljótandi maltitóli. Í hverri 5 ml skeið eru 4,6 kkal.

Lyfið inniheldur 7,37 mg af natríum í hverjum 5 ml skammti. Sjúklingar á natríumskertu mataræði

þurfa að hafa þetta í huga.

Ef þú ert fullorðin/n og ætlar að taka lyfið:

Allar upplýsingar í fylgiseðlinum eiga einnig við um þig.

Auk þess:

Ef þú ert aldraður/öldruð geta verið meiri líkur á sumum hugsanlegum aukaverkunum sem

taldar eru upp aftar í fylgiseðlinum. Ræddu við lækninn áður en þú tekur lyfið.

Ef þú reykir skalt þú ræða meðferðina við lækninn eða lyfjafræðing áður en þú tekur Íbúfen.

Meðganga, brjóstagjöf og frjósemi

Við meðgöngu, brjóstagjöf, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum

eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað.

Meðganga

Á fyrstu 6 mánuðum meðgöngu skalt þú aðeins taka lyfið samkvæmt ráðleggingum læknisins.

EKKI taka Íbúfen á síðustu þremur mánuðum meðgöngu.

Brjóstagjöf

Í takmörkuðum rannsóknum kemur íbúprófen fram í brjóstamjólk í mjög lítilli þéttni og er ólíklegt að

það hafa aukaverkanir á brjóstmylking.

Frjósemi

Íbúprófen tilheyrir flokki lyfja (bólgueyðandi lyfja sem ekki eru sterar) sem geta skert frjósemi hjá

konum. Þessi áhrif ganga til baka þegar notkun lyfsins er hætt. Ef þú ráðgerir að verða barnshafandi

eða ert í rannsókn vegna ófrjósemi skalt þú tala við lækninn áður en þú tekur lyfið.

Akstur og notkun véla

Vegna þess að fram geta komið aukaverkanir svo sem sundl og sjóntruflanir, gæti hæfni til aksturs eða

notkunar véla skerst. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast

óskertrar árvekni. Eitt af því sem getur haft áhrif á slíkt er lyf, vegna verkunar sinnar eða aukaverkana.

Lýsing á verkun og aukaverkunum er í öðrum köflum fylgiseðilsins. Lesið því allan fylgiseðilinn.

Ef þörf er á skal ræða þetta við lækni eða lyfjafræðing.

3.

Hvernig nota á Íbúfen

Notið lyfið alltaf eins og læknirinn eða lyfjafræðingur hefur sagt til um. Ef ekki er ljóst hvernig nota á

lyfið skal leita upplýsinga hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hristið flöskuna ávallt vandlega fyrir notkun.

Notið ávallt sprautuna sem fylgir í pakkningunni. Hægt er að nota sprautuna til að mæla 2,5 ml eða

5 ml með því að draga vökvann upp að réttum kvarða á sprautunni.

Ráðlagður skammtur er:

Hiti af völdum ónæmisaðgerðar

Þyngd barnsins

(og aldur)

Hve mikið?

Hve oft?

Yfir 5 kg

(3 mánaða eða eldra)

2,5 ml

Allt að tvisvar sinnum á

sólarhring*

*Ef nauðsyn krefur skal gefa seinni skammtinn 6 klst. á eftir fyrri skammtinum.

Ekki gefa meira en 2 skammta á neinu 24 klst. tímabili.

Ekki gefa meira af lyfinu eftir seinni 2,5 ml skammtinn. Leitaðu til læknis ef hitinn lækkar

ekki.

Hiti, verkur og einkenni kvefs og flensu

Þyngd barnsins

(og aldur)

Hve mikið?

Hve oft á sólarhring?**

Meira en 5 kg

(3-6 mánaða)

2,5 ml

3 sinnum

Ekki nota lyfið í meira en

24 klst.

7-10 kg

(6-12 mánaða)

2,5 ml

3 eða 4 sinnum

10-15 kg

(1-3 ára)

5 ml

3 sinnum

15-20 kg

(4-6 ára)

7,5 ml (5 ml + 2,5 ml)

3 sinnum

20-30 kg

(7-9 ára)

10 ml (5 ml + 5 ml)

3 sinnum

30-40 kg

(10-12 ára)

15 ml (5 ml + 5 ml + 5 ml)

3 sinnum

**Skammta skal gefa á 6-8 klst. fresti. Látið líða a.m.k. 4 klst. á milli skammta.

Ekki gefa barni yngra en 3 mánaða lyfið nema skv. ráðleggingum læknisins.

Aðeins fyrir skammtímanotkun

Ekki gefa börnum á aldrinum 3-6 mánaða lyfið í meira en 24 klst.

Ekki gefa börnum 6 mánaða og eldri lyfið í meira en 3 daga.

Leitið til læknisins ef einkenni versna eða verða viðvarandi.

Gefið minnsta mögulega magn í eins stuttan tíma og hægt er til að létta á einkennum.

Ekki gefa meira magn en ráðlagt er hér að framan.

Leiðbeiningar um notkun sprautunnar:

1. Hristið flöskuna vandlega fyrir notkun.

2. Þrýstið sprautunni þétt inn í opið á hálsi flöskunnar.

3. Til að fylla sprautuna er flöskunni hvolft. Haldið sprautunni á sínum stað, dragið stimpilinn varlega

niður til að draga lyfið að réttum kvarða (2,5 ml eða 5 ml) á sprautunni.

4. Snúið flöskunni rétt, losið sprautuna varlega úr opinu á flöskunni.

5. Setjið endann á sprautunni í munninn á barninu, yfirleitt að hliðinni á milli góms og kinnar.

Þrýstið stimplinum rólega niður og gefið lyfið.

6. Ef þú átt að gefa meira en 5 ml af lyfinu samkvæmt töflunni hér að framan eru skref 2 til 5

endurtekin til að barnið fái rétt magn af lyfinu.

Lokið flöskunni vel eftir notkun. Geymið öll lyf þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Þvoið sprautuna í volgu vatni og leyfið henni að þorna.

Ef notaður er stærri skammtur en mælt er fyrir um

Ef þú hefur tekið meira af Íbúfen en þú átt að gera, eða ef börn hafa fyrir slysni tekið lyfið skaltu alltaf

hafa samband við lækni, næstu heilbrigðisstofnun eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222) til að fá ráð og

upplýsingar varðandi hættu og hvað þú átt að gera. Einkenni geta meðal annars verið ógleði,

magaverkur, uppköst (getur innihaldið blóð), höfuðverkur, eyrnasuð, ringlun og skjálftakenndar

augnhreyfingar. Þegar lyfið er tekið í stórum skömmtum hafa verið skráð tilfelli þar sem einkenni geta

verið syfja, brjóstverkur, hjartsláttartruflanir, meðvitundarleysi, krampi (aðallega hjá börnum),

máttleysi og svimi, blóð í þvagi, kuldatilfinning og erfiðleikar við öndun.

Ef gleymist að nota Íbúfen

Ef skammtur gleymist skal gefa þann næsta þegar þörf krefur, að því tilskyldu að a.m.k. 4 klst. séu

síðan síðasti skammtur var gefinn. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst

hefur að nota.

Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins ef þörf er á frekari upplýsingum um

notkun lyfsins.

4.

Hugsanlegar aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum.

Lyf eins og Íbúfen geta tengst svolítið aukinni hættu á hjartaáfalli (hjartadrepi) eða heilablóðfalli.

Greint hefur verið frá vökvauppsöfnun (bjúgi), háum blóðþrýstingi og hjartabilun í tengslum við

notkun bólgueyðandi lyfja sem ekki eru sterar.

Ef barnið fær einhverja af neðangreindum alvarlegum aukaverkunum skaltu strax hætta að

gefa lyfið og hafa samband við lækni:

Mjög algengar (geta komið fyrir hjá meira en 1 af hverjum 10 notendum):

Óútskýrður magaverkur, meltingartruflanir, brjóstsviði eða ógleði

Sjaldgæfar

(geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 100 notendum):

Ofnæmisviðbrögð svo sem rauð upphleypt útbrot með kláða, óútskýrð blísturshljóð við öndun

(astmi), aðsvif eða sundl

Nýrnabilun (barnið gæti losað meira eða minna þvag, haft blóð í þvagi eða skýjað þvag, fundið

fyrir mæði, verulegri þreytu eða máttleysi, lystarleysi eða verið með þrútna ökkla)

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1.000 notendum):

Óútskýrð uppköst

Liðverkur, húðútbrot og hiti (þetta geta verið einkenni sjálfsnæmissjúkdóms sem kallast

heilkenni rauðra úlfa)

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

Verulegir magaverkir, sem geta verið einkenni rofs í meltingarvegi

Einkenni blæðinga í meltingarfærum svo sem:

Blóð í hægðum eða svartar tjörukenndar hægðir

Kastað upp blóði eða dökkum ögnum sem líkjast kaffikorgi

Alvarleg ofnæmisviðbrögð. Einkenni geta verið þroti í andliti, tungu, hálsi eða koki,

öndunarerfiðleikar, hraður hjartsláttur, aðsvif eða sundl eða lost

Öndunarerfiðleikar

Alvarleg ofnæmisviðbrögð í húð sem geta verið m.a. flögnun, blöðrur og sár á húðinni

Versnun alvarlegra húðsýkinga sem eru til staðrar (útbrot, blöðrur og litabreyting geta komið

fram á húð, hiti, svefnhöfgi, niðurgangur og uppköst)

Einkenni heilahimnubólgu svo sem stífur háls, hiti, vistafirring. Sjúklingar með

sjálfsnæmissjúkdóma svo sem rauða úlfa eða blandaðan bandvefssjúkdóm virðast í meiri hættu

Bólga eða sár í maga

Gulnun húðar eða augna, ljósar hægðir eða verkur ofarlega í kvið (þetta geta verið einkenni

lifrarvandamála)

Þreyta eða veruleg örmögnun, óvenjulegt mar eða óútskýrðar blæðingar og aukin tíðni sýkinga

(t.d. særindi í hálsi, sár í munni, flensulík einkenni þ.m.t. hiti). Þetta getur verið vegna breytinga

í blóði.

Nýrnaskemmdir

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum):

Alvarlegar húðsýkingar eða fylgikvillar í mjúkvef samhliða hlaupabólu eða ristli

Hjartabilun (barnið getur verið þreytt, verið með öndunarerfileika eða þrota á fótum)

Vandamál tengd nýrum sem kallast millivefsbólga nýra sem getur falið í sér nýrnabilun.

Einkenni geta verið blóð í þvagi, hiti, aukin eða minnkuð þvaglátsþörf, ógleði og uppköst,

útbrot.

Alvarleg viðbrögð í húð sem kölluð eru DRESS-heilkenni geta komið fram. Einkenni DRESS

eru meðal annars: útbrot í húð, hiti, bólgnir eitlar og aukning rauðkyrninga (ein tegund hvítra

blóðkorna).

Aðrar aukaverkanir sem geta komið fyrir eru:

Algengar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10 notendum):

Sár í meltingarfærum

Höfuðverkur

Sundl

Mjög sjaldgæfar (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 1000 notendum):

Niðurgangur, hægðatregða og vindgangur. Láttu lækninn vita ef þetta stendur yfir í meira en

nokkra daga eða fer að verða til vandræða

Sjóntruflanir

Koma örsjaldan fyrir (geta komið fyrir hjá allt að 1 af hverjum 10.000 notendum):

Versnun ristilbólgu eða Crohns sjúkdóms

Þroti eða sár í slímhúð í munni

Hár blóðþrýstingur

Tíðni ekki þekkt (ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi göngum):

Vökvauppsöfnun, sem getur valdið þrota á útlimum

Svolítið aukin hætta á hjartaáfalli eða heilablæðingu er hugsanleg ef stórir skammtar af

íbúprófeni eru teknir í langan tíma. Þetta er ólíklegt við skammta sem börnum eru gefnir.

Tilkynning aukaverkana

Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um allar aukaverkanir. Þetta gildir einnig um

aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Einnig er hægt að tilkynna aukaverkanir beint

til Lyfjastofnunar, www.lyfjastofnun.is. Með því að tilkynna aukaverkanir er hægt að hjálpa til við að

auka upplýsingar um öryggi lyfsins.

5.

Hvernig geyma á Íbúfen

Engin sérstök fyrirmæli eru um geymsluaðstæður lyfsins.

Geymsluþol eftir að flaskan hefur verið opnuð: 6 mánuðir

Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Hristið vel fyrir notkun.

Ekki skal nota lyfið eftir fyrningardagsetningu sem tilgreind er á miðanum á flöskunni og öskjunni á

eftir EXP. Fyrningardagsetning er síðasti dagur mánaðarins sem þar kemur fram.

Ekki má skola lyfjum niður í frárennslislagnir eða fleygja þeim með heimilissorpi. Leitið ráða í

apóteki um hvernig heppilegast er að farga lyfjum sem hætt er að nota. Markmiðið er að vernda

umhverfið.

6.

Pakkningar og aðrar upplýsingar

Íbúfen inniheldur

Virka innihaldsefnið er íbúprófen.

1 ml af dreifu inniheldur 20 mg af íbúprófeni.

5 ml af mixtúru, dreifu innihalda 100 mg af íbúprófeni.

Önnur innihaldsefni eru: natríumbenzóat (E211), vatnsfrí sítrónusýra, fljótandi maltitól, xantan-

gúmmí, hýprómellósi, glýseról, natríumklórið, pólýsorbat 80, natríumsýklamat,

kalíumacesúlfam, súkralósi, appelsínubragðefni (Orange Juice 055604 TEU) sem inniheldur

bragefni (bragðefnablöndur, bragðefni, náttúrleg bragðefni), alfatókóferól (E307),

benzýlalkóhól, vanillín, hreinsað vatn.

Lýsing á útliti Íbúfen og pakkningastærðir

Íbúfen mixtúra, dreifa er hvít til beinhvít dreifa með appelsínu-vanillubragði.

Íbúfen mixtúra, dreifa fæst í gulbrúnni glerflösku sem inniheldur 60 ml eða 100 ml eða gulbrúnni

plastflösku sem inniheldur 100 ml. Flöskunni er lokað með skrúfloki úr plasti með barnaöryggi.

Hver pakkning inniheldur einnig munngjafarsprautu úr plasti til að nota við skömmtun.

Markaðsleyfishafi og framleiðandi

Markaðsleyfishafi

Actavis Group PTC

Reykjavíkurvegi 76-78

220 Hafnarfjörður

Framleiðandi

Balkanpharma – Troyan AD 1, Krayrechna Str., Troyan 5600, Búlgaria

Þessi fylgiseðill var síðast uppfærður í apríl 2018.