Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley (Licolos plus) Filmuhúðuð tafla 100/25 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
15-05-2023
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Hydrochlorothiazidum INN; Losartanum kalíum

Fáanlegur frá:

Medical Valley Invest AB

ATC númer:

C09DA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Losartanum með þvagræsilyfjum

Skammtar:

100/25 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

045235 Glas HDPE-glas með pólýprópýlen (PP) skrúfloki og kísilhlaupi (þurrkefni) V0089; 132635 Þynnupakkning Glær ál-PVC/PE/PVDC- þynnupakkning. V0089

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2016-03-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LOSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE MEDICAL VALLEY 50/12,5 MG FILMUHÚÐAÐAR
TÖFLUR
LOSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE MEDICAL VALLEY 100/25 MG FILMUHÚÐAÐAR
TÖFLUR
Lósartankalíum / hýdróklórtíazíð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley og við
hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Losartan/Hydrochlorothiazide Medical
Valley
3.
Hvernig nota á Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LOSARTAN/HYDROCHLOROTHIAZIDE MEDICAL VALLEY OG VIÐ
HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley er samsett lyf af
angíótensín II viðtakablokka (lósartan)
og þvagræsilyfi (hýdróklórtíazíð). Angíótensín II er efni
sem er framleitt í líkamanum og binst við
viðaka í æðum, sem veldur því að þær þrengjast. Þetta
veldur því að blóðþrýstingur hækkar. Lósartan
kemur í veg fyrir að angíótensín bindist við þessa viðtaka,
sem veldur því að það slaknar á æðunum sem
gerir það að verkum að blóðþrýstingur lækkar.
Hýdróklórtíazíð vinnur að því að nýrun útskilja meira af
vökva og salti. Þetta hjálpar einnig til við að lækka
blóðþrýsting.
Losartan/Hydrochl
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley 50/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley 100/25 mg filmuhúðaðar
töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley 50/12,5 mg filmuhúðaðar
töflur
Hver tafla inniheldur 50 mg af lósartankalíum, sem samsvarar 45,76
mg af lóosartani og 12,5 mg af
hýdróklórtíazíði (HCTZ).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 70,31 mg af laktósaeinhýdrati.
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley 100/25 mg filmuhúðaðar
töflur
Hver tafla inniheldur 100 mg af lósartankalíum, sem samsvarar 91,52
mg af lósartani og 25 mg af
hýdróklórtíazíði (HCTZ).
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 140,61 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð tafla.
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley 50/12,5 mg tafla:
Kringlótt, gul, filmuhúðuð tafla
(þvermál 8,1 mm)
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley 100/25 mg tafla:
Kringlótt, gul, filmuhúðuð tafla
(þvermál 10,7 mm)
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley er ætlað til meðferðar
á háþrýstingi (essential
hypertension) hjá sjúklingum þegar hvorki hefur náðst nægileg
stjórn á blóðþrýstingi með lósartani
eða hýdróklórtíazíði einu sér.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
SKAMMTAR
Háþrýstingur
Lósartan og hýdróklórtíazíð er ekki ætlað til notkunar sem
upphafsmeðferð, heldur hjá sjúklingum þar
sem ekki hefur náðst nægileg stjórn á blóðþrýstingi með
losartankalíum eða hýdróklórtíazíði einu sér.
Mælt er með að fundinn sé hæfilegur skammtur (dose titration) af
hvoru efni fyrir sig (lósartani og
hýdróklórtíazíði).
Í þeim sjúkdómstilvikum þar sem það á við, má íhuga bein
skipti úr meðferð með einu lyfi yfir í fasta
samsetningu hjá sjúklingum með blóðþrýsti
                                
                                Lestu allt skjalið