Lidbree Leghlaup 42 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
28-04-2023

Virkt innihaldsefni:

Lidocainum INN

Fáanlegur frá:

Gedeon Richter Plc.*

ATC númer:

N01BB02

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lidocainum

Skammtar:

42 mg/ml

Lyfjaform:

Leghlaup

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

159789 Áfyllt sprauta hringtengd ólefín samfjölliða

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2020-09-17

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LIDBREE 42 MG/ML LEGHLAUP
lídókaín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ GEFA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins, lyfjafræðings eða hjúkrunarfræðingsins
ef þörf er á frekari upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Lidbree og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Lidbree
3.
Hvernig nota á Lidbree
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Lidbree
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LIDBREE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Lidbree er deyfandi hlaup sem notað er til að koma í veg fyrir
verki við kvensjúkdómaaðgerðir, svo
sem ísetningu getnaðarvarnar í leg og töku lífsýna fyrir
rannsóknarstofuprófanir við
kvensjúkdómaskoðanir hjá fullorðnum og unglingum frá 15 ára
aldri. Það inniheldur virka efnið
lídókaín, sem er staðdeyfilyf af amíðgerð (sem deyfir þá
líkamshluta sem lyfið er borið á).
HVERNIG LIDBREE VIRKAR
Það tekur kynfærasvæðið (slímhúðina) 2 til 5 mínútur að
dofna eftir að hlaupið er borið á. Sýnt hefur
verið fram á að hlaupið dregur úr verkjum við
kvensjúkdómaaðgerðir og í a.m.k. 30 mínútur eftir
aðgerðina. Eftir 1 klukkustund hafa verkjastillandi áhrifin gengið
til baka.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA LIDBREE
_ _
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og

                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Lidbree 42 mg/ml leghlaup
2.
INNIHALDSLÝSING
Lídókaín 42 mg/ml
Hjálparefni með þekkta verkun
Hver ml af hlaupi inniheldur 284 mg af
makrógólglýserólrísínóleati (pólýoxýllaxerolíu) og allt að
28 míkrógrömm af bútýlhýdroxýtólúeni (E 321).
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1
3.
LYFJAFORM
Leghlaup. Sæfður, tær eða nánast tær, örlítið brúngulur
seigfljótandi vökvi sem er hlaup við
líkamshita.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lidbree er ætlað til staðdeyfingar við miðlungsmiklum bráðum
verkjum í leghálsi og legi hjá
fullorðnum og unglingum frá 15 ára aldri. Sjá kafla 5.1.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Aðgerðir á leghálsi _
Berið 2 til 3 ml með þykku lagi á leggangahluta leghálsins
(portio) og 3 ml í leghálsgöngin með sæfðu
stjökunni 5 mínútum fyrir upphaf aðgerðar.
_Aðgerðir í legi _
Berið 1 til 2 ml á framvör legmunnans og 2 til 3 ml í
leghálsgöngin með sæfðu stjökunni. Bíðið í
2 mínútur þar til áhrifin á innri göngin (meatus) koma fram.
Því næst skal setja stjökuna inn í legholið
og bera á 3 til 5 ml, 5 mínútum fyrir aðgerðina. Stjakan er merkt
með sentimetrakvarða. Hægt er að
gefa minna rúmmál, t.d. hjá eibærum (nulliparous) sjúklingum, ef
sjúklingurinn finnur fyrir
óþægindum áður en allt magnið er gefið. Einn skammtur í leg
skal ekki vera stærri en samtals 10 ml.
_Börn frá 15 ára aldri _
Minnka skal skammtinn hlutfallslega hjá léttum unglingum með
líkamsþyngd undir 30 kg og stakur
skammtur á ekki að vera stærri en ráðlagður hámarksskammtur
fyrir inndælingu (6 mg/kg af
lídókaínhýdróklóríði, sem samsvarar 5,2 mg/kg af lídókaíni
í Lidbree, þ.e. 1,2 ml fyrir hver 10 kg
líkamsþyngdar). Hjá unglingum með 30 kg líkamsþyngd er
hámarksskammtur af Lidbree samtals
3,6 ml.
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun Lidbree hjá
ungbörnum og börnum yngri en 15 ára.
Lidbree er ekki 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru