Lanser Magasýruþolið hart hylki 30 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
12-01-2023

Virkt innihaldsefni:

Lansoprazolum INN

Fáanlegur frá:

Actavis Group PTC ehf.

ATC númer:

A02BC03

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lansoprazolum

Skammtar:

30 mg

Lyfjaform:

Magasýruþolið hart hylki

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

168309 Þynnupakkning V0007

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2008-09-26

Upplýsingar fylgiseðill

                                FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
LANSER 30 MG MAGASÝRUÞOLIN HÖRÐ HYLKI
lansóprazól
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Lanser og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Lanser
3.
Hvernig nota á Lanser
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Lanser
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM LANSER OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Virka efnið í Lanser er lansóprazól, sem er prótónpumpuhemill.
Prótónpumpuhemlar minnka sýrumagnið sem maginn framleiðir.
_ _
_ _
Læknirinn gæti ávísað Lanser skv. eftirfarandi ábendingum hjá
fullorðnum:
-
Meðferð við skeifugarnar- og magasári
-
Meðferð við bólgu í vélinda (vegna bakflæðis)
-
Fyrirbyggjandi meðferð við bólgu í vélinda vegna bakflæðis
-
Meðferð við brjóstsviða og súru bakflæði
-
Meðferð við sýkingum af völdum bakteríunnar
_Helicobacter pylori_
, en þá er lyfið gefið samhliða
sýklalyfjameðferð
-
Meðferð eða fyrirbyggjandi meðferð við skeifugarnar- eða
magasári hjá sjúklingum sem þurfa
viðvarandi meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID-lyfjum)
(sem notuð eru við verkjum
eða bólgu)
-
Meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni
Læknirinn gæti hafa ávísað Lanser við öðrum ábendingum eða
í öðrum skammtastærðum en tilgreindar
eru í þessum fylgiseðli.
Fylgið fyrirmælum læknisins 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Lanser 30 mg magasýruþolin hörð hylki
2.
INNIHALDSLÝSING
Hvert hylki inniheldur 30 mg lansóprazól.
Hjálparefni með þekkta verkun
Hvert 30 mg hylki inniheldur 218,7 mg súkrósa.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Ógegnsæ hylki, hvítur botn og lok. Hvert hylki inniheldur hvít
eða næstum hvít kúlulaga smákyrni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Lanser er ætlað fullorðnum.
-
Meðferð við skeifugarnar- og magasári
-
Meðferð við bólgu í vélinda vegna bakflæðis
-
Fyrirbyggjandi meðferð við bólgu í vélinda vegna bakflæðis
-
Upprætingarmeðferð við
_Helicobacter pylori_
(
_H. pylori_
), gefið samhliða viðeigandi
sýklalyfjameðferð við sárum sem tengjast sýkingu af völdum
_H.pylori_
-
Meðferð við góðkynja maga- og skeifugarnarsárum sem tengjast
notkun á bólgueyðandi
gigtarlyfjum (NSAID) hjá sjúklingum sem þurfa viðvarandi meðferð
með slíkum lyfjum
-
Fyrirbyggjandi meðferð við maga- og skeifugarnarsárum sem tengjast
notkun á bólgueyðandi
gigtarlyfjum hjá sjúklingum í áhættuhópi (sjá kafla 4.2) sem
þurfa viðvarandi meðferð með
slíkum lyfjum
-
Einkennameðferð við vélindabakflæði
-
Meðferð við Zollinger-Ellison heilkenni
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_ _
_Meðferð við skeifugarnarsári _
Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni á dag í 2 vikur. Hjá
þeim sjúklingum sem ekki hafa náð
fullum bata innan þess tíma er lyfjagjöf haldið áfram í 2 vikur
til viðbótar með sama skammti.
_Meðferð við magasári _
Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni á dag í 4 vikur. Sárið
læknast venjulega innan fjögurra vikna,
en hjá þeim sjúklingum sem ekki hafa náð fullum bata innan þess
tíma má halda lyfjagjöf áfram í
fjórar vikur til viðbótar með sama skammti.
_Bólga í vélinda vegna bakflæðis _
Ráðlagður skammtur er 30 mg einu sinni á dag í 4 vikur. Hjá
þeim sjúklingum sem ekki hafa náð
fullum bata innan þe
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru