Kolsuspension Mixtúra, dreifa 150 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
16-05-2022

Virkt innihaldsefni:

Carbo medicinalis

Fáanlegur frá:

Circius Pharma AB

ATC númer:

A07BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Lyfjakol

Skammtar:

150 mg/ml

Lyfjaform:

Mixtúra, dreifa

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

132852 Glas

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2005-03-30

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KOLSUSPENSION 150 MG/ML MIXTÚRA, DREIFA
lyfjakol
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og læknirinn,
lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt fyrir um.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum eða
ráðgjöf.
-
Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn vita um
allar aukaverkanir. Þetta gildir
einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli.
Sjá kafla 4.
-
Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Kolsuspension og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Kolsuspension
3.
Hvernig nota á Kolsuspension
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Kolsuspension
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KOLSUSPENSION OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Kolsuspension inniheldur lyfjakol. Lyfjakol binda mörg efni sem eru
hættuleg líkamanum, t.d.
eiturefni, lyf og bakteríueitur og koma þar með í veg fyrir að
þau berist út í líkamann. Lyfið er virkt
gegn bráðum eitrunum og yfirvofandi eitrunum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KOLSUSPENSION
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA KOLSUSPENSION:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir lyfjakolum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Kolsuspension verkar ekki við eitrunum af völdum basa og sýru.
Leitið ráða hjá lækninum, lyfjafræðingi eða
hjúkrunarfræðingnum áður en Kolsuspension er notað.
NOTKUN A
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Kolsuspension 150 mg/ml mixtúra, dreifa.
2.
INNIHALDSLÝSING
1 ml inniheldur: Lyfjakol 150 mg.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Sorbitól (E 420) 120 mg/ml
Etanól (96%) 1,2 mg/ml
Metýlparahýdroxýbenzóat (E 218)
Própýlparahýdroxýbenzóat (E 216)
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Mixtúra, dreifa.
Svört, þykk dreifa.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Kolsuspension er ætluð fullorðnum og börnum við bráðum eitrunum
og yfirvofandi eitrunum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Bráðar eitranir og yfirvofandi eitranir: Lyfjakol skal gefa eins
fljótt og unnt er eftir inntöku eitraða
efnisins, helst innan 5-10 mínútna. Skammturinn fer eftir því hve
mikið talið er að tekið hafi verið inn
af eitrinu. Til að tryggja nægilegt aðsog á þyngdahlutfallið á
milli eiturs og lyfjakola að vera 1:10.
Eftirfarandi leiðbeiningar gilda við skömmtun heima og á
sjúkrahúsi.
_Börn:_
10 g af lyfjakolum í upphafi (samsvarar um það bil 70 ml af
Kolsuspension)
_Fullorðnir:_
25 g af lyfjakolum í upphafi (samsvarar um það bil 150 ml af
Kolsuspension)
Við alvarlegar yfirvofandi eitranir er á sjúkrahúsi gefinn
tvöfaldur þessi skammtur og þaðan af stærri.
Eigi við að gefa fullorðnum meira en 50 g og smábörnum meira en
10 g kann að vera erfitt að gefa
skammtinn og má þá skipta honum í nokkra skammta strax í upphafi.
Endurtekin notkun lyfjakola á fyrsta sólarhringnum getur flýtt
brotthvarfi eitursins marktækt t.d. við
þarma-lifrarhringrás og þegar seyting/flæði í þarma eða maga
á sér stað. Lagt er til að í slíkum
tilvikum séu gefnir 10-25 g skammtar (70-150 ml Kolsuspension) á 4
klst. fresti handa fullorðnum og
5-10 g (35-70 ml Kolsuspension) á 4 klst. fresti handa börnum.
Ef gefa á endurtekna skammta af lyfjakolum verða þarmhreyfingar að
vera í lagi hjá sjúklingnum.
Gefa ætti hægðalosandi lyf.
2
Lyfjagjöf
Hvorki ætti að gefa lyfjakol á undan uppsölulyfi né
                                
                                Lestu allt skjalið