Klomipramin Mylan Filmuhúðuð tafla 10 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
31-12-2021

Virkt innihaldsefni:

Clomipraminum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Mylan AB*

ATC númer:

N06AA04

INN (Alþjóðlegt nafn):

Clomipraminum

Skammtar:

10 mg

Lyfjaform:

Filmuhúðuð tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

164829 Töfluílát

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1992-10-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KLOMIPRAMIN MYLAN
10 MG OG 25 MG
FILMUHÚÐAÐAR TÖFLUR
klómipramínhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Klomipramin Mylan og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Klomipramin Mylan
3.
Hvernig nota á Klomipramin Mylan
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Klomipramin Mylan
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KLOMIPRAMIN MYLAN OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Klomipramin Mylan er lyf við þunglyndi, sem tilheyrir flokki
þríhringlaga þunglyndislyfja.
Klomipramin Mylan eykur virkni í tilteknum hluta heilans, sem skiptir
máli fyrir einkenni þunglyndis.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KLOMIPRAMIN MYLAN
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknisins og
leiðbeiningum á merkimiða frá
lyfjabúð.
EKKI MÁ NOTA KLOMIPRAMIN MYLAN
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir klómipramíni eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í
kafla 6).
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir öðrum þunglyndislyfjum sem verka
á sama hátt og Klomipramin
Mylan (önnur þríhringlaga þunglyndislyf).
-
ef þú tekur eða hefur nýlega tekið lyf úr tilteknum lyfjaflokki
(MAO-hemlar) við þunglyndi
(ísókarboxasíð, móklóbemíð) 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Klomipramin Mylan 10 mg töflur
Klomipramin Mylan 25 mg töflur
2.
INNIHALDSLÝSING
Hver tafla inniheldur 10 mg af klómipramínhýdróklóríði.
Hver tafla inniheldur 25 mg af klómipramínhýdróklóríði.
Hjálparefni með þekkta verkun
Klomipramin Mylan 10 mg inniheldur 41,5 mg af laktósa og 1,0 mg af
natríumsterkjuglýkólati.
Klomipramin Mylan 25 mg inniheldur 31,5 mg af laktósa og 1,0 mg
natríumsterkjuglýkólati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðaðar töflur
_10 mg_
: Hvítar, filmuhúðaðar, kúptar, 5,5 mm í þvermál, merktar
„C110“ og „G“.
_20 mg_
: Hvítar, filmuhúðaðar, kúptar, 5,5 mm í þvermál, merktar
„C125“ og „G“.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Miðlungi alvarlegt til alvarlegt þunglyndi.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
Eftir að svörun hefur fengist við meðferðinni á að halda
viðhaldsmeðferð áfram með kjörskömmtum
til að forðast bakslag. Viðhaldsmeðferð þarf að vera lengri
hjá sjúklingum með sögu um endurtekin
þunglyndisköst. Reglulega á að meta lengd viðhaldsmeðferðar og
þörf fyrir frekari meðferð.
Forðast á að hætta meðferð með Klomipramin Mylan skyndilega,
vegna hugsanlegra aukaverkana.
Eftir reglulega notkun í langan tíma á því að minnka skammta
smátt og smátt og fylgjast vandlega
með sjúklingnum þegar meðferð með Klomipramin Mylan er hætt.
_Fullorðnir _
Hefja á meðferð með 50-75 mg/dag (ein 25 mg filmuhúðuð tafla,
2-3 sinnum á dag). Auka á daglegan
skammt smám saman, t.d. um 25 mg á tveggja daga daga fresti (eftir
því hvernig sjúklingurinn þolir lyfið)
í 100-150 mg á fyrstu meðferðarvikunni. Í alvarlegum tilvikum er
hægt að auka skammtinn í að hámarki
250 mg á dag. Þegar vart verður við greinilegan bata á að stilla
daglegan skammt á viðhaldsskammt sem
nemur u.þ.b. 50-100 mg á dag.
_Skammtar og lyfjagjöf hjá sérstökum sjúklingahópum _
_Aldraðir _
Aldraðir sjú
                                
                                Lestu allt skjalið