Klexane Stungulyf, lausn áfyllt sprauta 100 mg/ml

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
14-02-2022
MMR MMR (MMR)
25-11-2020

Virkt innihaldsefni:

Enoxaparinum natricum INN

Fáanlegur frá:

Sanofi-aventis Norge AS

ATC númer:

B01AB05

INN (Alþjóðlegt nafn):

Enoxaparinum

Skammtar:

áfyllt sprauta 100 mg/ml

Lyfjaform:

Stungulyf, lausn

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

113415 Áfyllt sprauta ; 113704 Áfyllt sprauta ; 374587 Áfyllt sprauta ; 374595 Áfyllt sprauta ; 374603 Áfyllt sprauta

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1991-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KLEXANE 2.000 A.E. (20 MG)/0,2 ML STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM
SPRAUTUM
KLEXANE 4.000 A.E. (40 MG)/0,4 ML STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM
SPRAUTUM
KLEXANE 6.000 A.E. (60 MG)/0,6 ML STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM
SPRAUTUM
KLEXANE 8.000 A.E. (80 MG)/0,8 ML STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM
SPRAUTUM
KLEXANE 10.000 A.E. (100 MG)/1 ML STUNGULYF, LAUSN Í ÁFYLLTUM
SPRAUTUM
KLEXANE 30.000 A.E. (300 MG)/3 ML STUNGULYF, LAUSN
enoxaparinnatríum
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Klexane og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Klexane
3.
Hvernig nota á Klexane
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Klexane
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KLEXANE OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Klexane inniheldur virkt efni sem kallað er enoxaparinnatríum. Það
tilheyrir lyfjaflokki sem kallaður
er „léttheparín“.
HVERNIG VERKAR KLEXANE
Klexane verkar á tvo vegu.
1)
Það kemur í veg fyrir að blóðtappar sem eru til staðar stækki.
Það hjálpar líkamanum að brjóta þá
niður og kemur í veg fyrir að þeir valdi skaða
2)
Það kemur í veg fyrir nýja blóðtappamyndun.
VIÐ HVERJU ER KLEXANE NOTAÐ
Klexane má nota til:
•
Meðferðar á blóðtöppum sem eru til staðar í blóði
•
Að koma í veg fyrir myndun blóðtappa við eftirfarandi
aðstæður:
o
fyrir og eftir aðgerð
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
10.000 a.e./ml (100 mg/ml) stungulyf, lausn:
-
Klexane 2.000 a.e. (20 mg)/0,2 ml stungulyf, lausn í áfylltri
sprautu
-
Klexane 4.000 a.e. (40 mg)/0,4 ml stungulyf, lausn í áfylltri
sprautu
-
Klexane 6.000 a.e. (60 mg)/0,6 ml stungulyf, lausn í áfylltri
sprautu
-
Klexane 8.000 a.e. (80 mg)/0,8 ml stungulyf, lausn í áfylltri
sprautu
-
Klexane 10.000 a.e. (100 mg)/1 ml stungulyf, lausn í áfylltri
sprautu
-
Klexane 30.000 a.e. (300 mg)/3 ml stungulyf, lausn
2.
INNIHALDSLÝSING
_Áfylltar sprautur: _
_2.000 a.e. (20 mg)/0,2 ml _
Hver áfyllt sprauta inniheldur enoxaparinnatríum 2.000 a.e. and-Xa
virkni (jafngildir 20 mg) í 0,2 ml
af vatni fyrir stungulyf
_4.000 a.e. (40 mg)/0,4 ml _
Hver áfyllt sprauta inniheldur enoxaparinnatríum 4.000 a.e. and-Xa
virkni (jafngildir 40 mg) í 0,4 ml
af vatni fyrir stungulyf
_6.000 a.e. (60 mg)/0,6 ml _
Hver áfyllt sprauta inniheldur enoxaparinnatríum 6.000 a.e. and-Xa
virkni (jafngildir 60 mg) í 0,6 ml
af vatni fyrir stungulyf
_8.000 a.e. (80 mg)/0,8 ml _
Hver áfyllt sprauta inniheldur enoxaparinnatríum 8.000 a.e. and-Xa
virkni (jafngildir 80 mg) í 0,8 ml
af vatni fyrir stungulyf
_10.000 a.e. (100 mg)/1 ml _
Hver áfyllt sprauta inniheldur enoxaparinnatríum 10.000 a.e. and-Xa
virkni (jafngildir 100 mg) í
1,0 ml af vatni fyrir stungulyf
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
_ _
_Fjölskammta hettuglös: _
_30.000 a.e. (300 mg)/3 ml _
Hvert fjölskammta hettuglas inniheldur enoxaparinnatríum 30.000 a.e.
and-Xa virkni (jafngildir
300 mg) + 45 mg benzýlalkóhól í 3,0 ml af vatni fyrir stungulyf.
Hjálparefni með þekkta verkun: benzýlalkóhól.
Lyfið inniheldur 15 mg benzýlalkóhól í hverjum ml.
Benzýlalkóhól getur valdið ofnæmisviðbrögðum.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
Enoxaparinnatríum er líffræðilegt efni fengið með alkalískri
affjölliðun heparín-benzýlesters sem er
fenginn úr þarmaslímhúð svína.
3.
LYFJAFORM
Áfyllt sprauta
Stungulyf, lausn í áfylltum s
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru