Keflex Tafla 500 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
25-11-2019

Virkt innihaldsefni:

Cefalexinum mónóhýdrat

Fáanlegur frá:

STADA Nordic ApS.

ATC númer:

J01DB01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Cefalexinum

Skammtar:

500 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

090229 Þynnupakkning ; 090240 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1983-02-17

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KEFLEX 500 MG TÖFLUR
cefalexín
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Keflex og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Keflex
3.
Hvernig nota á Keflex
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Keflex
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KEFLEX OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Keflex er sýklalyf sem tilheyrir flokki cefalósporína.
Keflex er notað við sýkingum af völdum baktería.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KEFLEX
EKKI MÁ NOTA KEFLEX:

ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu (cefalexíni), öðrum
cefalósporínum eða einhverju öðru
innihaldsefni lyfsins (talin upp í kafla 6).

ef um er að ræða ofnæmi fyrir penisillíni.
Láttu lækninn vita áður en þú notar cefalexín:

Ef þú hefur einhvern tíman fengið alvarleg húðútbrot eða
húðflögnun, blöðrumyndun og/eða sár í
munni eftir að nota cefalexín eða önnur bakteríulyf
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR
Hafðu samband við lækninn áður en byrjað er að taka Keflex ef
þú ert með ofnæmi fyrir penisillíni, þar sem
þú gætir þá einnig haft ofnæm
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Keflex
2. INNIHALDSLÝSING
Cefalexín 500 mg, sem cefalexínmónóhydrat.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Töflur
Ferskjulitar, koddalaga, filmuhúðaðar töflur með áletruninni
„GP4“. Töflurnar eru með deiliskoru.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Sýkingar af völdum cefalexínnæmra baktería.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir:
250 - 500 mg 3-4 sinnum á dag.
Við alvarlegum sýkingum eða sýkingum af völdum minna næmra
baktería getur verið nauðsynlegt að
gefa stærri skammta. Ef nauðsynlegt er að gefa stærri skammta af
cefalexíni en 4 grömm á dag á að
íhuga að gefa cefalósporín til inndælingar.
Aldraðir:
Ekki þarf að breyta skömmtum. Sjá skammtastærð fyrir fullorðna.
Börn:
25 - 50 mg/kg/dag, gefið í 3-4 jöfnum skömmtum.
Tvöfalda má skammta ef um er að ræða alvarlega sýkingu.
Klínískar rannsóknir hafa sýnt að
nauðsynlegt er að gefa 75 – 100 mg/kg/dag í 4 skömmtum við
miðeyrnabólgu.
Skert nýrnastarfsemi:
Helminga á skammta handa sjúklingum með verulega skerta
nýrnastarfsemi (úthreinsun kreatíníns
<10 ml/mín.).
4.3
FRÁBENDINGAR
Saga um bráðaofnæmi gegn penisillíni (sjá kafla 4.4).
Ofnæmi fyrir cefalexíni, cefalósporínum eða einhverju
hjálparefnanna sem talin eru upp í kafla 6.1.
4.4
SÉRSTÖK VARNAÐARORÐ OG VARÚÐARREGLUR VIÐ NOTKUN
Fylgja ber staðbundnum leiðbeiningum um rétta notkun sýklalyfja.
2
Gæta þarf varúðar ef sjúklingur er með penisillínofnæmi, þar
sem krossofnæmi getur komið fram.
Tilkynnt hefur verið um sýndarhimnuristilbólgu (pseudomembranous
colitis) við notkun flestra
breiðvirkra sýklalyfja. Hafa ber það í huga hjá sjúklingum sem
fá niðurgang við töku sýklalyfs.
Langvarandi notkun cefalexíns getur aukið vöxt ónæmra baktería.
Komi til ofansýkinga
(superinfections) meðan á meðferð stendur skal gera viðeigandi
ráðstafanir.
Tilkynnt hefur verið um bráð útbreidd graftarútþot (a
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru