Kaleorid Forðatafla 750 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-12-2022

Virkt innihaldsefni:

Kalii chloridum

Fáanlegur frá:

Karo Pharma AB*

ATC númer:

A12BA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Kalíum-Kalii chloridum

Skammtar:

750 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(L) Ekki lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

054877 Glas HDPE töfluglas með skrúfuðu pólýprópýlen öryggisloki. V1048; 596428 Glas HDPE töfluglas með skrúfuðu pólýprópýlen öryggisloki

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2016-01-20

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KALEORID FORÐATÖFLUR 750 MG OG 1000 MG
Kalíumklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
Alltaf skal nota lyfið nákvæmlega eins og lýst er í þessum
fylgiseðli eða eins og
læknirinn,lyfjafræðingur eða hjúkrunarfræðingurinn hefur mælt
fyrir um.- Geymið
fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar.
- Leitið til lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum
eða ráðgjöf.
- Látið lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðingurinn vita
um allar aukaverkanir. Þetta
gildir einnig um aukaverkanir sem ekki er minnst á í þessum
fylgiseðli. Sjá kafla 4.
- Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Kaleorid og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Kaleorid
3.
Hvernig nota á Kaleorid
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Kaleorid
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KALEORID OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Kaleorid er forðatafla og virka efnið losnar smám saman úr henni.
Kaleorid inniheldur kalíum sem er ómissandi efni fyrir efnaskipti
líkamans. Kalíumskortur getur
komið fram við ákveðna sjúkdóma og við lyfjameðferð með
ýmsum lyfjum sem auka þvagmyndun
(þ.e. þvagræsilyf). Kaleorid töflur eru notaðar til meðferðar
við litlu magni kalíums í blóðinu. Einnig
getur lyfið verið gefið sem fyrirbyggjandi meðferð með
þvagræsilyfjum.
Vegna framleiðsluaðferðar Kaleorid er sundrun töflunnar hæg.
Kalíum er í grind úr mjúku fituefni í
töflukjarnanum, sem veldur smám saman hægri losun á kalíumi í
stórum hluta garnanna.
Mjúka grindin skilst út með hægðum.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KALEORID
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er
í þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fy
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Kaleorid 750 mg og 1000 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Ein forðatafla inniheldur: Kalíumklóríð 750 mg og 1000 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Filmuhúðuð forðatafla.
750 mg: Hvít, hvelfd, sporöskjulaga filmuhúðuð tafla, 16 x 6,8
mm.
1000 mg: Hvít, hvelfd, sporöskjulaga filmuhúðuð tafla, 18 x 7,4
mm.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Kalíumskortur.
Fyrirbyggjandi við blóðkalíumlækkun í tengslum við meðferð
með þvagræsilyfjum.
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Skammtar
_Fullorðnir:_
Fyrirbyggjandi meðferð, almennt fyrir 750 mg: 1-2 töflur 2-3 sinnum
á sólarhring og fyrir
1000 mg: 1 tafla tvisvar sinnum á sólarhring.
Í meðferð við kalíumskorti eru skammtar einstaklingsbundnir og
skal miða við kalíummagn í sermi.
Almennt fyrir 750 mg: 2 töflur 2-3 sinnum á sólarhring er nóg,
þar til kalíummagn í sermi hefur
hækkað. Eftir það er skammtur almennt 1-2 töflur tvisvar sinnum
á sólarhring.
Almennt fyrir 1000 mg: 2 töflur tvisvar sinnum á sólarhring.
Mæla skal kalíummagn í sermi reglulega til að aðlaga skammtinn
eftir verkun.
_Aldraðir:_
Ráðlagður skammtur hjá öldruðum með eðlilega nýrnastarfsemi
er sá sami og hjá fullorðnum með
eðlilega nýrnastarfsemi. Vegna þess að aldraðir sjúklingar geta
haft skerta nýrnastarfsemi getur þó
þurft að aðlaga skammtinn í samræmi við nýrnastarfsemi (sjá
Skert nýrnastarfsemi hér fyrir neðan).
_Börn:_
Ekki hefur verið sýnt fram á öryggi og verkun hjá börnum og
unglingum yngri en 18 ára.
Engar upplýsingar eru fyrirliggjandi.
_Skert nýrnastarfsemi:_
Nauðsynlegt er að minnka skammt einstaklingsbundið hjá sjúklingum
með væga til miðlungsmikla
skerðingu á nýrnastarfsemi. Ekki skal nota Kaleorid hjá
sjúklingum með alvarlega skerta
nýrnastarfsemi (sjá kafla 4.3 og 4.4).
2
Lyfjagjöf
Gleypa skal töflurnar heilar með a.m.k. einu glasi af vatni og ekki
liggjandi útaf.
4.3
FRÁBENDINGAR
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru