Kairasec Tafla 16 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
02-05-2022

Virkt innihaldsefni:

Candesartanum cílexetíl

Fáanlegur frá:

Medical Valley Invest AB

ATC númer:

C09CA06

INN (Alþjóðlegt nafn):

Candesartanum

Skammtar:

16 mg

Lyfjaform:

Tafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

480519 Þynnupakkning Gegnsæjar ál/PVC- þynnupakkningar V0080

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

2016-07-16

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
KAIRASEC 8 MG TÖFLUR
KAIRASEC 16 MG TÖFLUR
KAIRASEC 32 MG TÖFLUR
Candesartancilexetil
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
-
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
-
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
-
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið
þeim skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að
ræða.
-
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir
sem ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFTIRFARANDI KAFLAR
:
1.
Upplýsingar um Kairasec og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Kairasec
3.
Hvernig nota á Kairasec
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Kairasec
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM KAIRASEC OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Nafn lyfsins er Kairasec. Virka innihaldsefnið er
candesartancilexetil. Það tilheyrir flokki lyfja sem
nefnast angíótensín II viðtakablokkar. Það veldur slökun og
víkkun á æðum. Þetta hjálpar við að lækka
blóðþrýstinginn. Það auðveldar einnig hjartanu að dæla
blóði til allra hluta líkamans.
Þetta lyf er notað til:
-
meðferðar á háum blóðþrýstingi (háþrýstingi) hjá
fullorðnum sjúklingum og hjá börnum og
unglingum á aldrinum 6 til <18 ára.
-
meðferðar við hjartabilun hjá fullorðnum sjúklingum, sem eru
með skerta starfsemi hjartavöðva,
þegar ekki er hægt að nota lyf sem hemla angiotensin breytiensím
(ACE-hemla) eða sem viðbót
við ACE-hemla þegar einkenni halda áfram þrátt fyrir meðferð og
ekki er hægt að nota
saltsteraviðtakablokka. (ACE-hemlar og saltstera-viðtakablokkar eru
notaðir til meðhöndlunar á
hjartabilun.)
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA KAIRASEC
Verið getur 
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Kairasec 8 mg töflur.
Kairasec 16 mg töflur.
Kairasec 32 mg töflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Kairasec 8 mg töflur: Hver tafla inniheldur 8 mg af
candesartancilexetili.
Kairasec 16 mg töflur: Hver tafla inniheldur 16 mg af
candesartancilexetili.
Kairasec 32 mg töflur: Hver tafla inniheldur 32 mg af
candesartancilexetili.
Hjálparefni með þekkta verkun:
Hver 8 mg tafla inniheldur 54,8 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver 16 mg tafla inniheldur 109,6 mg af laktósaeinhýdrati.
Hver 32 mg tafla inniheldur 219,2 mg af laktósaeinhýdrati.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Tafla
Kairasec 8 mg eru bleikar, kringlóttar töflur með skábrún og
deiliskoru, með 6,5 mm þvermál.
Töflurnar má skipta í jafna skammta.
Kairasec 16 mg eru bleikar, kringlóttar töflur með deiliskoru, með
7,0 mm þvermál. Skoran í töflunni
er ekki ætluð til þess að brjóta hana.
Kairasec 32 mg eru bleikar, kringlóttar töflur með deiliskoru, með
9,5 mm þvermál. Skoran í töflunni
er ekki ætluð til þess að brjóta hana.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Kairasec er ætlað til:
-
Meðferðar á háþrýstingi (primary hypertension) hjá fullorðnum.
-
Meðferðar á háþrýstingi hjá börnum og unglingum á aldrinum 6
til <18 ára.
-
Meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með hjartabilun og skerta
slagbilsstarfsemi vinstri slegils
(útfallsbrot vinstri slegils ≤ 40%) þegar
angíótensín-breytiensíms (ACE)-hemlar þolast ekki eða
sem viðbótarmeðferð við ACE-hemla hjá sjúklingum með
hjartabilun með einkennum, þrátt
fyrir kjörmeðferð, þegar saltsteraviðtakablokkar þolast ekki
(sjá kafla 4.2, 4.4, 4.5 og 5.1).
2
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
_Skammtar við háþrýstingi_
_ _
Ráðlagður upphafsskammtur og venjulegur viðhaldsskammtur Kairasec
er 8 mg einu sinni á
sólarhring. Blóðþrýstingslækkandi áhrifin eru að mestu leyti
komin fram innan 4 vikna frá því að
meðferð hefst. Hjá sumum sjúklingum má auka
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Leitaðu viðvaranir sem tengjast þessari vöru