Isoptin retard Forðatafla 120 mg

Country: Ísland

Tungumál: íslenska

Heimild: LYFJASTOFNUN (Icelandic Medicines Agency)

Kauptu það núna

Vara einkenni Vara einkenni (SPC)
08-11-2021

Virkt innihaldsefni:

Verapamilum hýdróklóríð

Fáanlegur frá:

Viatris ApS

ATC númer:

C08DA01

INN (Alþjóðlegt nafn):

Verapamilum

Skammtar:

120 mg

Lyfjaform:

Forðatafla

Gerð lyfseðils:

(R) Lyfseðilsskylt

Vörulýsing:

559021 Þynnupakkning ; 465307 Þynnupakkning

Leyfisstaða:

Markaðsleyfi útgefið

Leyfisdagur:

1995-01-01

Upplýsingar fylgiseðill

                                1
FYLGISEÐILL: UPPLÝSINGAR FYRIR NOTANDA LYFSINS
ISOPTIN RETARD 120 MG OG 240 MG FORÐATÖFLUR
verapamilhýdróklóríð
LESIÐ ALLAN FYLGISEÐILINN VANDLEGA ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA
LYFIÐ. Í HONUM ERU MIKILVÆGAR
UPPLÝSINGAR.
•
Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann
síðar.
•
Leitið til læknisins eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari
upplýsingum.
•
Þessu lyfi hefur verið ávísað til persónulegra nota. Ekki má
gefa það öðrum. Það getur valdið þeim
skaða, jafnvel þótt um sömu sjúkdómseinkenni sé að ræða.
•
Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um allar aukaverkanir.
Þetta gildir einnig um aukaverkanir sem
ekki er minnst á í þessum fylgiseðli. Sjá kafla 4.
Í FYLGISEÐLINUM ERU EFIRFARANDI KAFLAR:
1.
Upplýsingar um Isoptin Retard og við hverju það er notað
2.
Áður en byrjað er að nota Isoptin Retard
3.
Hvernig nota á Isoptin Retard
4.
Hugsanlegar aukaverkanir
5.
Hvernig geyma á Isoptin Retard
6.
Pakkningar og aðrar upplýsingar
1.
UPPLÝSINGAR UM ISOPTIN RETARD OG VIÐ HVERJU ÞAÐ ER NOTAÐ
Isoptin Retard tilheyrir flokki lyfja sem kallast kalsíumgangalokar
og verka á hjarta og æðar.
Isoptin Retard er notað:
−
til að koma í veg fyrir hjartaöng (brjóstverk).
−
til meðferðar við of háum blóðþrýstingi.
−
til að koma í veg fyrir og til meðferðar við hröðum og
óreglulegum hjartslætti.
−
til fyrirbyggjandi meðferðar eftir kransæðastíflu.
Meðferð með Isoptin Retard ætti ekki að stöðva skyndilega eftir
langtímanotkun. Mælt er með að
minnka skammta smám saman.
Verið getur að læknirinn hafi ávísað lyfinu við öðrum
sjúkdómi eða í öðrum skömmtum en tiltekið er í
þessum fylgiseðli. Ávallt skal fylgja fyrirmælum læknis og
leiðbeiningum á merkimiða frá lyfjabúð.
2.
ÁÐUR EN BYRJAÐ ER AÐ NOTA ISOPTIN RETARD
EKKI MÁ NOTA ISOPTIN RETARD:
-
ef um er að ræða ofnæmi fyrir virka efninu
verapamilhýdróklóríði eða einhverju öðru innihaldsefni
lyf
                                
                                Lestu allt skjalið
                                
                            

Vara einkenni

                                1
SAMANTEKT Á EIGINLEIKUM LYFS
1.
HEITI LYFS
Isoptin Retard 120 mg og 240 mg forðatöflur.
2.
INNIHALDSLÝSING
Verapamilhýdróklóríð 120 mg og 240 mg.
Sjá lista yfir öll hjálparefni í kafla 6.1.
3.
LYFJAFORM
Forðatafla.
120 mg: Hvítar forðatöflur auðkenndar „120 SR“ á annarri
hliðinni og „KNOLL“ á hinni hliðinni.
240 mg: Ljósgrænar forðatöflur með deiliskoru. Auðkenndar
„Δ“ beggja megin við deiliskoruna á
annarri hliðinni.
4.
KLÍNÍSKAR UPPLÝSINGAR
4.1
ÁBENDINGAR
Til að fyrirbyggja hjartaöng (angina pectoris). Til að fyrirbyggja
og meðhöndla ofansleglahraðtakt, þar
með talið gáttatif og gáttaflökt. Háþrýstingur. Fyrirbyggjandi
meðferð í kjölfar bráðs hjartadreps
(acute myocardial infarct).
4.2
SKAMMTAR OG LYFJAGJÖF
Fullorðnir: 240 mg 1-2 sinnum á sólarhring.
Forðatöflurnar á að taka inn í heilu lagi. Forðatöflurnar má
hvorki mylja né tyggja.
Börn: Ekki má nota lyfið handa börnum.
Aðgengi:
Venjulega eykst aðgengi verapamils við langtímameðferð. Því
getur verið nauðsynlegt að breyta
skammti eftir 2-3 vikna meðferð.
Meðferð með Isoptin Retard ætti ekki að stöðva skyndilega eftir
langtímanotkun. Mælt er með að
minnka skammta smám saman.
Aldraðir
Hjá öldruðum eru umbrot við fyrstu umferð um lifur skert (aukið
aðgengi) og brotthvarf hægara. Því
skal íhuga að minnka skammt.
Skert nýrnastarfsemi:
Fyrirliggjandi upplýsingum er lýst í kafla 4.4. Verapamil skal nota
með varúð og undir nánu eftirliti
hjá sjúklingum með skerta nýrnastarsemi.
2
Skert lifrarstarfsemi:
Minnka skal skammt verapamils hjá sjúklingum með skerta
lifrarstarfsemi, vegna þess að aðgengi
verapamils getur aukist og hætta er á uppsöfnun (sjá kafla 4.4).
4.3
FRÁBENDINGAR
Ekki má nota Isoptin Retard ef eitthvað af eftirtöldu á við:
•
Ofnæmi fyrir virka innihaldsefninu eða einhverju hjálparefnanna sem
talin eru upp í kafla 6.1.
•
Gáttasleglarof af II. og III. gráðu og heilkenni sjúks
sínushnúts, að 
                                
                                Lestu allt skjalið